03.05.2017 22:32

Úrslit Vetrarmót

Seinna vetrarmót Smára fór fram í Torfdal þann 22. apríl síðastliðinn. Það var blíðviðri og sólin skein sínu skærasta. Þátttakan hefði mátt vera betri en þó nokkuð var af áhorfendum. Hestakosturinn var góður að vanda og urðu úrslit eftirfarandi.

Barnaflokkur

1. Þórey Þula Helgadóttir á Topari frá Hvammi
2. Hjörtur Snær Halldór á Greifa frá Hóli
3. Valdimar Örn Ingvarsson á Snerpu frá Fjalli 2
Eyþóri Inga Ingvarssyni á Prins frá Fjalli var ekki raðað í sæti

Unglingaflokkur

1. Aron Ernir Ragnarsson á Vála frá Efra-Langholti 
2. Laufey Ósk Grímsdóttir á Teigi frá Ásatúni
3. Þorvaldur Logi Einarsson á Gerplu frá Miðfelli 2
4. Einar Ágúst Invarsson á Gullbrá frá Fjalli 2

Ungmennaflokkur

1. Björgvin Viðar Jónsson á Vísu frá Högnastöðum 2
2. Rebekka Simonsen á Fáki frá Vatnahjáleigu

Unghrossaflokkur

1. Grímur Guðmundsson á Ívu frá Ásatúni
2. Björgvin Viðar Jónsson á Blússu frá Forsæti

1. flokkur fullorðinna

1. Helgi Kjartansson á Kraki frá Hvammi 1
2. Gunnar Jónsson á Blakk frá Skeiðháholti III
3. Klara Sveinbjörnsdóttir á Golu frá Þingnesi
4. Grímur Guðmundsson á Gusti frá Ásatúni
5. Ragnar Sölvi Geirsson á Þoku frá Reyðará
6. Þorsteinn G. Þorsteinsson á Klauf fra Kýrholti
7. Erna Óðinsdóttir á Váki frá Hvammi 1
8. Berglind Ágústsdóttir á Ísadór frá Efra-Langholti

Heildarstig að loknum vetrarmótum urðu svo eftirfarandi.

Barnaflokkur

1-3. sæti Þórey Þula Helgadóttir -18 stig
1-3 sæti Hjörtur Snær Halldórsson -18 stig
1-3 sæti Valdimar Örn Ingvarsson -18 stig
Eyþór Ingi Ingvarsson fékk að keppa upp fyrir sig úr pollaflokki og keppti með barnaflokki. Honum var því ekki raðað í sæti.

Unglingaflokkur

1-2. sæti Þorvaldur Logi Einarsson -18 stig (fékk 1. sætið samanlagt vegna fleirri sigra)
1-2. sæti Laufey Ósk Grímsdóttir -18 stig
3. sæti Aron Ernir Ragnarsson -10 stig
4. sæti Einar Ágúst Ingvarsson -7 stig

Ungmennaflokkur

1. sæti Björgvin Viðar Jónsson -20 stig

Unghrossaflokkur

1. sæti Grímur Guðmundsson og Íva frá Ásatúni -20 stig
2. sæti Björgvin Viðar Jónsson og Blússu frá Forsæti -18 stig

2. Flokkur fullorðinna

1. sæti Ása María Ásgeirsdóttir -10 stig
2. sæti Svala Bjarnadóttir -9 stig

1. Flokkur fullorðinna

1. sæti Helgi Kjartansson -20 stig
2. sæti Grímur Guðmundsson -14 stig
3. sæti Þorsteinn G. Þorsteinsson -13 stig
4. sæti Erna Óðinsdóttir -10 stig
5-6. sæti Gunnar Jónsson og Maja Vilstrup, bæði með 9 stig

01.05.2017 21:32

Úrslit úr Firmakeppni

Úrslit úr Firmakeppni Smára 1.maí 2017

Hin árlega Firmakeppni Smára var haldin í dag 1.maí, þáttaka var ágætt. Við þökkum öllum þeim sem keyptu firma fyrir stuðninginn, keppendum og áhorfendum fyrir komuna.  Sjáumst að ári,  kveðja stjórn Smára :) 

Pollaflokkur: 
Adrían Valur Stefánsson, Aldís frá Ásatúni 10.v grá

Barnaflokkur:
1. Hjörtur Snær Halldórsson Greifi frá Hóli 16.v brún. Ferðaþjónusta Steinsholt
2. Þórey Þula Helgadóttir Topar frá Hvammi 12.v sótrauður. Vélaverkstæði Einars

Unglingaflokkur:
1. Laufey Ósk Grímsdóttir Teigur frá Ásatúni 8.v jarpur. Hófadynur ehf.
2: Þorvaldur Logi Einarsson Gerpla frá Miðfelli 8.v jarpskjótt. Fossi ehf.

Ungmennaflokkur:
1. Björgvin Viðar Jónsson Vísa frá Högnastöðum 6.v rauð. Flúðasveppir
2. Tjorven Kanopha Byr frá Bæ 2, 7.v bleikstjörnótt. Jón og Helga Skeiðháholti

Kvennaflokkur:
1. Erna Óðinsdóttir Vákur frá Hvammi 7.v rauður. Jón Friðrik
2. Klara Sveinbjörnsdóttir Gola frá Þingnesi 8.v brún. Skeiðháholt 3 ehf.
3. Bára Másdóttir Glæsir frá Efra-Seli 12.v rauðskjóttur. Dalbær 1

Karlaflokkur:
1. Helgi Kjartansson Gjálp frá Hvammi 1. 8.v brún. Ólafsvellir
2. Grímur Guðmundsson Íva frá Ásatúni 5.v móálótt. S.R grænmeti
3. Hermann Þór Karlsson Goði frá Efri-Brúnavöllum 6.v brúnn. Núpsverk
4. Gunnar Jónsson Blakkur frá Skeiðháholti 10.v brún. Varmalækur
5. Einar Logi Sigurgeirsson Ísdögg frá Miðfello 9.v grá. Ásólfsstaðir hollyday home

Heldri manna og kvennaflokkur:
1. Unnsteinn Hermannsson Prins frá Langholtskoti 16.v jarpur. Íþróttahúsið Flúðum
2. Jón Vilmundarson Brák frá Skeiðháholti 12.v fífilbleik. Álftröð gistiheimili

Skeið:
1. Hermann Þór Karlsson Goði frá Efri-Brúnavöllum 6.v brúnn. Hæsna höllin Húsatóftum
2. Þorvaldur Logi Einarsson Ísdögg frá Miðfelli 9.v grá. Bílar og lömb Grafarbakka
3. Vilmundur Jónsson Aþel frá Brúarreykjum 16.v brún. Bjarni og Lára Blesastöðum 2
4. Klara Sveinsbjörnsdóttir Gola frá Þingnesi 8.v brún. Fótboltagolfið Markavelli

30.04.2017 19:47

Töltmót

Því miður þarf að hætta við sameiginleg töltmót Loga, Smára og Trausta. Þeir sem hafa skráð og greitt eru vinsamlegast beðnir um að senda reikningsupplýsinga á hf.trausti@gmail.com til að fá endurgreitt .

25.04.2017 12:28

Firmakeppni Smára

Firmakeppni Smára 2017  

Okkar árlega Firmakeppni verður haldin á félagssvæði Smára Torfdal Flúðum 1.maí, hefst keppnin klukkan 13:00. Skráning á staðnum, hefst hún klukkan 12 og líkur 12:50  
  
Keppt verður í eftirfarandi flokkum : 

Pollaflokkur ( 9 ára og yngri )
Barnaflokkur ( 10-13 ára )
Unglingaflokkur ( 14-17 ára )
Ungmennaflokkur ( 18 - 21 ára )
Kvennaflokkur
Karlaflokkur
Heldri manna og kvennaflokkur ( 50 + )
Fljúgandi skeið

Stjórn Smára áskilur sér rétt til að fella niður eða breyta flokkum eftir að skráningu líkur.
Minnum á reglur Firmakeppni Smára, þær eru að finna inn á smari.is
Hvetjum alla félagsmenn til þess að koma og taka þátt í þessum árlega viðburði félagsins.
 
Kveðja Stjórn Smára


 

18.04.2017 23:58

Vetrarmót

Seinna vetrarmót Smára Mótanefnd vill minna á seinna vetrarmót Smára þennan veturinn sem verður laugardaginn 22. apríl næstkomandi klukkan 14:00. Mótið verður með sama sniði og vanalega. Með von um góða þátttöku, mótanefndin


Image result for hestamannafélagið smári

11.04.2017 16:26

Töltmót frestað til 5. maí

Breytt dagsetning á Sameiginlegu tölt móti Loga , Smára og Trausta. Mótið hefur verið fært til föstudags 5 Maí kl 17.30 Reiðhöllinni á Flúðum. Opið verður fyrir skráningu til 3 maí á sportfeng . Þeir sem skráðu sig og eru búnir að greiða en komast ekki 5 maí eru vinsamlegast beðnir um að senda póst á hf.trausti@gmail.com til að fá endurgreitt. Vonum að sem flestir sjái sér fært að koma og vera með í skemmtilegu móti Glæsilegir vinningar í boði fyrir efstu sæti í öllum flokkum . Þeir eru frá Líflandi.Baldvin og Þorvaldi , fóðurblandan. Landstólpa. Hrímnir og reiðkennsla hjá Sólon Morthens Hlökkum til að sjá ykkur

09.04.2017 18:52

Skránig Töltmót

Opið fyrir skráningu til mánudagskvöld 10 apríl klukkan 23.59
Nú styttist í sameiginlega töltmótið okkar og verður það haldið miðvikudaginn 12 apríl í Reiðhöllinni á Flúðum byrjar kl 17,30 .

Keppt verður í eftirfarandi flokkum .

Barnaflokkur T- 7 tveir inn á í einu undir leiðsögn þuls

Unglingaflokkur T-3 tveir inn á í einu undir leiðsögn þuls

18 ára og eldri 2 flokkur (minna keppnisvanir) T-7 tveir inn á i einu undir leiðsögn þuls

18 ára og eldri 1 flokkur (meira keppnisvanir) T-3 tveir inn á í einu undir leiðsögn þuls .

B- úrslit verða riðin ef þáttaka nær yfir 15 knapa í hverjum flokk .Skráningagjöld er 2500 kr fyrir 18, ára og eldri fyrir fyrsta hest og fyrir næstu skráningu 1500 kr . Fyrir Börn og Unglinga er skráningar gjald 1500 kr

Skráning fer fram á sportfeng .


Nú er búið að opna fyrir skráningu á töltmótið inn á sportfeng .Sjá link hér fyrir neðan .Ef þið skráið fleiri en eitt hross greiðið þið fullorðnir 2500 fyrir fyrsta en 1500 kr eftir það .sportfengur býður ekki upp á afsláttinn en þið leggið inn á reikninginn upphæð með afslætti ef þið eruð að skrá fleirri en eitt hross??vinsamlegast sendið kvittun og skýringu með fyrir hvaða par greiðslan er email hf. trausti@gmail.com

06.04.2017 20:13

Töltmót

Sameiginlegt Töltmót Trausta, Smára og Loga .
Nú styttist í sameiginlega töltmótið okkar og verður það haldið miðvikudaginn 12 apríl í Reiðhöllinni á Flúðum byrjar kl 17,30 .
Keppt verður í eftirfarandi flokkum .
Barnaflokkur T- 7 tveir inn á í einu undir leiðsögn þuls
Unglingaflokkur T-3 tveir inn á í einu undir leiðsögn þuls
18 ára og eldri 2 flokkur (minna keppnisvanir) T-7 tveir inn á i einu undir leiðsögn þuls
18 ára og eldri 1 flokkur (meira keppnisvanir)T-3 tveir inn á í einu undir leiðsögn þuls .
B- úrslit verða riðin ef þáttaka nær yfir 15 knapa í hverjum flokk .Skráningagjöld er 2500 kr fyrir 18, ára og eldri fyrir fyrsta hest og fyrir næstu skráningu 1500 kr . Fyrir Börn og Unglinga er skráningar gjald 1500 kr Skráning fer fram á sportfeng .
Það verður opnað fyrir skráningu mjög fljótlega ,sendu ykkur tilkynningu hér þegar opið er fyrir skráningu . Vonum að sem flestir félagsmenn komi og verði með , börn ,unglingar ,áhugamenn og atvinnumenn .

26.02.2017 21:09

Úrslit Vetrarmót

Það var blíðskapar veður í Torfdal sunnudaginn 26. febrúar þegar 1. vetrarmót Smára fór fram. Mótið fór vel fram og gaman að sjá hestakostinn hjá Smárafólki. Úrslit urðu eftirfarandi

Barnaflokkur

1. Valdimar Örn Ingvarsson á Snerpu frá Fjalli 2
2. Hjörtur Snær Halldór á Greifa frá Hóli
Þóreyu Þulu Helgadóttur á Váki frá Hvammi og Eyþóri Inga Ingvarssyni á Prins frá Fjalli var ekki raðað í sæti

Unglingaflokkur

1. Þorvaldur Logi Einarsson á Sigurrós frá Miðfelli 2A
2. Laufey Ósk Grímsdóttir á Teigi frá Ásatúni

Ungmennaflokkur

1. Björgvin Viðar Jónsson á Vísu frá Högnastöðum 2

Unghrossaflokkur

1. Grímur Guðmundsson á Ívu frá Ásatúni
2. Björgvin Viðar Jónsson á Blús frá Forsæti

2. flokkur fullorðinna

1. Ása María Ásgeirsdóttir á Blæju frá Minni-Borg
2. Svala Bjarnadóttir á Ás frá Fjalli

1. flokkur fullorðinna

1. Helgi Kjartansson á Gjálp frá Hvammi 1
2. Maja Vilstrup á Hnyðju frá Hrafnkelsstöðum 1
3. Þorsteinn G. Þorsteinsson á Sólroða frá Syðra-Langholti
4. Grímur Guðmundsson á Gusti frá Ásatúni
5. Erna Óðinsdóttir á Sóloni frá Völlum
6. Magga Brynjólfsdóttir á Klettagjá frá Túnsbergi
7. Ingvar Hjálmarsson á Gullbrá frá Fjalli 2

24.02.2017 21:52

Uppsveitadeild æskunar

Uppsveitadeild æskunar hefst kl.10:15 í fyrramálið. Keppt verður í fimi barna og unglinga, en fiminn er ný grein í deildinni og verður gaman að sjá ungu knapana okkar prufa þessa grein. Þrígang barna og fjórgangi unglinga, hvetjum alla til þess að koma og styðja við æskuna okkar og eiga skemmtilega stund :)

20.02.2017 22:25

Vetrarmót Smára

Fyrsta vetrarmót 2017

Muna ekki allir eftir 1. vetrarmótinu sunnudaginn 26. febrúar?
Mótið verður haldið í Torfdal á keppnissvæði félagssins eins og fyrri ár. Það mun fara eftir veðri og vallarfærð hvort að mótið verði haldið úti, eða inni í höll. Pollarnir munu ríða inni.
Keppt verður í sömu flokkum og síðustu ár:
Pollaflokk
Unghrossaflokk (hross fædd 2012 og 2013)
Barnaflokk
Unglingaflokk
Ungmennaflokk
II Flokk
I Flokk
Mótið byrjar kl 14:00 á Pollaflokk, tekið er við skráningum inni í höll frá kl 13:30
Skráningargjald er 1500kr, frítt fyrir börn og polla.
Við minnum á að það er knapi sem safnar stigum sama á hvaða hrossi hann mætir. Svo lengi sem hrossið sé í eigu félagsmanns.
Vonumst til að sjá sem flesta,

kveðja, nefndin

11.02.2017 19:51

Vetrarmót Smára

Vetrarmót Smára verða haldin sunnudaginn 26/2 og laugardaginn 22/4. Sú breyting verður í ár að halda tvö vetrarmót í staðinn fyrir þrjú. Töltmót Smára og Loga verður haldið 12/4 og Firmakeppnin 1/5. Hægt er að sjá alla viðburði inn á reidhollin.is . Kveðja mótanefn og stjórn Smára

01.02.2017 00:11

Blæsbikarinn


Blæsbikarinn var veittur á aðalfundi Smára núna í kvöld. Þórarinn Ragnasson Vesturkoti hlaut hann fyrir besta árangur Smárafélaga árið 2016. Við óskum honum til hamingju með titilinn. Stjórn Smára


23.01.2017 18:01

Stofnfélagar Smára

Hérna eru stofnfélagar Smára, en félagið var stofnað 1.mars 1945.Þeir hétu Hermann Langholtskoti, Óskar Ásatúni, Steinþór Hæli, Guðmundur Reykjadal, Jóhann Efra Langholti, Guðmundur Akurgerði og Þorgeir Hrafnkelstöðum.


17.01.2017 20:18

Aðalfundur Smára

Aðalfundur Smára

Aðalfundur verður haldinn í sal Reiðhallarinnar á Flúðum þriðjudagskvöldið 31. janúar næstkomandi klukkan 20.30. Hvetur stjórn Smára alla félaga til að mæta og segja sína skoðun á starfi félagsins og taka þátt í að móta félagið til enn betri vegar.

Lög félagsins má finna á heimasíðu Smára og þar er að finna meðal annars dagskrá aðalfundar.

Atriði sem stjórn leggur meðal annars til umræðu!

Framtíð Gæðingamóts, hvað finnst félagsmönnum um fyrirkomulag síðustu tveggja ára ?

Framtíð vetrarmóta. Undanfarna vetur hefur dregið úr þátttöku á mótunum og hefur stjórn og mótanefnd velt fyrir sér hvað veldur. Hvernig aukum við áhugann ? Eigum við að breyta eitthverju varðandi mótin ?

Hvað vill hinn almenni félagsmaður. Lengi hefur verið í umræðunni hvað hestamannafélögin geti gert til að virkja hinn almenna félagsmann með nýjungum í starfi félaganna. Hvað getum við í Smára gert frekar ?

Kaffi og meðlæti í boði félagsins.


Flettingar í dag: 254
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 227
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 1544257
Samtals gestir: 230124
Tölur uppfærðar: 23.6.2017 20:18:48