23.03.2018 08:42
Opið Freyjutöltmót Smára og Loga
- Barnaflokkur
- Unglingaflokkur
- Ungmennaflokkur
- Áhugamannaflokkur
- Opinn flokkur
ATH ! Þeir sem skrá sig í áhugamannaflokk skrá sig í Opinn flokkur 2. flokkur og þeir sem skrá sig í Opinn flokk skrá sig í Opinn Flokkur en ekki Opinn flokkur 1. flokkur. Fyrir þá sem eru með erlenda kennitölu og vilja skrá sig geta haft samband við Helga Valdimar í síma: 7801891. Helgi sér um skráningar svo ef eitthvað bjátar á er best að hafa samband beint við hann :)
Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur :)
Riðin verða úrslit í öllum flokkum og páskaegg frá Freyju verða í verðlaun fyrir fyrstu fimm efstu sætin í hverjum flokk. Einnig gefur Lífland vegleg verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin. Kunnum við þessum fyrirtækjum bestu þakkir :)
Opnað veðrur fyrir skráningu föstudaginn 16 mars og lokað að miðnætti sunnudaginn 25 mars. Skárning fer fram á Sportfeng http://
Þáttökugjaldið er 1500 kr fyrir börn og ungling. 2500 kr fyrir ungmenni, áhugamenn og opna flokkinn.
Við hvetjum alla, stóra sem smáa að eiga skemmtilega kvöldstund saman :)
15.03.2018 23:43
Úrslit af fyrra vetrarmóti Smára
Þá er fyrsta vetrarmóti Smára lokið. Í ár ákvað mótanefnd Smára að breyta fyrirkomulagi mótanna með þeim hætti að gefnar væru tölur í stað sætaröðunnar. Allir þátttakendur riðu sömu grein, eða tölt T7. Tveir dómarar dæmdu saman og gáfu eina einkunn fyrir hvern lið og meðaltalið tekið af þeim tölum til þess að fá heildarniðurstöðu. Pollarnir fóru í þrautabraut og þurftu að leysa hinar ýmsu þrautir. Að þessu sinni náðist hins vegar ekki þátttaka í barnaflokkinn okkar. Hér fyrir neðan koma niðurstöður mótsins.
Pollaþraut:
Ragna Margrét Larsen og Bylur frá Kleifum
Magnús Veigar Aðalsteinsson og Djásn frá Eigilsstaðakoti
Guðmundur Johan Aðalsteinsson og Mjölnir frá Húsatóftum
Unglingaflokkur:
- Laufey Ósk Grímsdóttir og Teigur frá Ásatúni 3
- Þórey Þula Helgadóttir og Vákur frá Hvammi 1 0
- Þorvaldur Logi Einarsson og Hátíð frá Hlemmiskeiði 5,5
Ungmennaflokkur:
- Hekla Magnúsdóttir og Tinna frá Blesastöðum 6,0
- Jelena Aunin og Fákur frá Vatnahjáleigu 5,3
- Anne Sofie og Kappi frá Vorsabæ 4,8
- Rebekka Jansdóttir og Stella frá Syðra Langholti 4,0
Áhugamannaflokkur:
- Elin Moqist og Hekla frá Ásbrekku 6,5
- Arnheiður S. Þorvaldsdóttir og Ísdögg frá Miðfelli 5,8
- Einar Logi Sigurgeirsson og Saga frá Miðfelli 5,8
- Marie Schougaat og Óðinn frá Blesastöðum 5,8
- Grímur Guðmundsson og Hvinur frá Ásatúni 5,5
Opinn Flokkur:
- Kristín Magnúsdóttir og Órnir frá Gamla Hrauni 7.5
- Þórey Helgadóttir og Hugi frá Hrepphólum 6.8
- Þorvaldur Logi Einarsson og Stjarni frá Dalbæ 2 6.8
- Patricia Grolig og Skræpa frá Blesastöðum 6,0
- Helgi Kjartansson og Gjálp frá Hvammi 1 6,0
05.03.2018 19:22
Vetrarmót Smára

17.01.2018 20:40
Uppsveitadeildin 2018
UPPSVEITADEILDIN 2018 verður haldin með hefðbundnu sniði líkt og undanfarin ár. Hestamannafélagið Smári hefur rétt á að senda 4 lið til leiks, í hverju liði má vera 3-5 keppendur. 3 knapar keppa fyrir hönd síns liðs hverju sinni. Að loknum skráningafresti koma þeir knapar ásamt stjórn Smára og setja saman liðin. Skráningafrestur er til 20.janúar, þeir sem hafa áhuga að taka þátt í deildinni í vetur eru hvattir að senda sem fyrst inn nafn, kennitölu og símanúmer á smari@smari.is Við minnum á að í boði eru 20 sæti laus svo endilega skráið sem fyrst. Reglur uppsveitadelidarinnar eru að finna inn á heimasíðunni smari@smari.is og reidhollin.is
Uppsveitadeildin 2018
16. febrúar - fjórgangur.
23. mars - fimmgangur.
13.apríl - tölt, fljúgandi skeið
Uppsveitadeldin hefur skapað sér gott orðspor og er vinsæll viðburður bæði hjá heimamönnum og öðrum hestamönnum. Alltaf er góð stemmning í höllinni og ætlum við að sjálfsögðu ekki að breyta því í vetur. Við hvetjum alla félagsmenn bæði atvinnumenn og áhugamenn að skrá sig og við verðum með flotta og sterka deild í vetur Kveðja stjórnin
16.01.2018 20:29
Aðalfundur Smára
Aðalfundur Smára 2018
Verður haldinn á Hestakránni Húsatóftum sunnudagskvöldið 28.janúar klukkan 20:30.
Dagskrá:
Dagskrá fundarins:
1. Framlagðir endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir síðasta ár til úrskurðar.
2. Stjórn leggur fram skriflega yfirlitsskýrslu um starfsemi félagsins á liðnu ári.
3. Kosning stjórnar og varastjórnar. Formaður og stjórnarmaður gefa ekki kost á sér til endurkjörs.
4. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og tveggja til vara.
5. Önnur mál.
Hvetjum við alla félaga til þess að mæta og hafa skoðum á starfi og framtíð félagsins. Að starfa í félagsmálum er bæði gefandi og skemmtilegt og virkir félagsmenn eru gulls ígildi og vinna hörðum höndum til að styrkja félagið. Margar hendur vinna létt verk. Það væri gaman að heyra frá ykkur félagsmenn sem væruð til að leggja okkur lið og starfa með okkur í stjórnum og nefndum félagsins, það er alltaf pláss fyrir nýjar hugmyndir og fleiri hendur. Endilega hafið samband við okkur í stjórninni, komið í kaffi á aðalfund eða sendið okkur línu á smari@smari.is
Léttar veitingar í boði, hlökkum til þess að sjá sem flesta sunnudagskvöldið 28.janúar klukkan 20:30 á Hestakránni.
Kveðja stjórn hestamannafélagsins Smára
22.07.2017 14:55
Breyting á dagskrá
20.07.2017 21:46
Ráslisti Landstólpagæðingamót Smára og Loga
20.07.2017 20:16
Landstólpagæðngamót Smára og Loga
Landstólpagæðingamót Smára og Loga
22.-23. Júlí Torfdal Flúðum
Laugardagur:
8:30 Forkeppni B-flokkur
Forkeppni Barnaflokkur
Matarhlé - klukkutími
Forkeppni Unglingaflokkur
Forkeppni A-flokkur
Hlé - 15.mín
Forkeppni Ungmennaflokkur
Forkeppni Tölt 17 ára og yngri
Hlé - 15.mín
16:30 Forkeppni Tölt fullorðna
Matarhlé - klukkutími
A-úrslit Tölt 17 ára og yngri
A-úrslit Tölt fullorðna
Sunnudagur:
10:00 A-úrslit Ungmennaflokkur
A-úrslit Barnaflokkur
A-úrslit Unglingaflokkur
A-úrslit B-flokkur
Matarhlé - klukkutími
100 metra flugskeið
A-úrslit A-flokkur
Mótslit
Við hvetjum keppendur að fylgjast vel með tímasettingum, þær verða uppfærðar á facebook síðu hestamannafélagsins Smára. Einnig er hægt að fá upplýsingar hjá starfsfólki á svæðinu.
Hlökkum til þess að taka á móti keppendum og áhorfendum um helgina. Það stefnir í skemmtilegt og sterkt mót, koma keppendur víða að og eru 214 skráningar staðfestar. Ef eitthverjar spurningar eru þá er hægt að fá upplýsingar í síma 8919597 ( Ingvar ) og 6995038 ( Freydís )
Sjáumst á Landstólpagæðingamóti Smára og Loga
Með bestu kveðju stjórn Smára og Loga
17.07.2017 19:00
Framundan er hið árlega gæðingamót hestamannafélaganna Smára og Loga. Samningar hafa náðst á milli þeirra við fyrirtækið Landstólpa ehf um kostun á gæðingamótinu.
Mun mótið bera nafnið Landstólpagæðingamót Smára og Loga.
Samningurinn gildir til eins árs en ef vel tekst til er stefnt að þriggja ára samningi. Eru forsvarsmenn hestamannafélaganna mjög ánægðir með samninginn og gott að geta leitað í smiðju fyrirtækis á svæðinu. Með einum styrktaraðila verður allt mun léttara og hægt að einbeita sér að því að gera mótið allt hið glæsilegasta.
Mótið er opið og er það von aðila að það verði eftirsóknarvert fyrir sterkustu hesta og knapa landsins. Jafnframt því að vera styrktaraðili mótsins mun Landstólpi veita verðlaunafé að upphæð kr,- 100.000,- fyrir þann sem vinnur Joserabikarinn í tölti fullorðinna.
Ennfremur mun glaðningur frá Josera fylgja verðlaunasætum í öllum flokkum.
Eins og áður hefur verið auglýst verður mótið haldið dagana 22.-23. júlí næstkomandi í Torfdal, Flúðum. Frekari upplýsingar um mótið má sjá á heimasíðu og fésbók félaganna.
Það er von mótshaldara að vel takist til og mótið verði bæði knöpum, hestum og áhorfendum til gleði og skemmtunar.
06.07.2017 23:37
Opið Gæðingamót Smára & Loga
25.06.2017 13:02
Opið gæðingamót
03.05.2017 22:32
Úrslit Vetrarmót
Seinna vetrarmót Smára fór fram í Torfdal þann 22. apríl síðastliðinn. Það var blíðviðri og sólin skein sínu skærasta. Þátttakan hefði mátt vera betri en þó nokkuð var af áhorfendum. Hestakosturinn var góður að vanda og urðu úrslit eftirfarandi.
Barnaflokkur
1. Þórey Þula Helgadóttir á Topari frá Hvammi
2. Hjörtur Snær Halldór á Greifa frá Hóli
3. Valdimar Örn Ingvarsson á Snerpu frá Fjalli 2
Eyþóri Inga Ingvarssyni á Prins frá Fjalli var ekki raðað í sæti
Unglingaflokkur
1. Aron Ernir Ragnarsson á Vála frá Efra-Langholti
2. Laufey Ósk Grímsdóttir á Teigi frá Ásatúni
3. Þorvaldur Logi Einarsson á Gerplu frá Miðfelli 2
4. Einar Ágúst Invarsson á Gullbrá frá Fjalli 2
Ungmennaflokkur
1. Björgvin Viðar Jónsson á Vísu frá Högnastöðum 2
2. Rebekka Simonsen á Fáki frá Vatnahjáleigu
Unghrossaflokkur
1. Grímur Guðmundsson á Ívu frá Ásatúni
2. Björgvin Viðar Jónsson á Blússu frá Forsæti
1. flokkur fullorðinna
1. Helgi Kjartansson á Kraki frá Hvammi 1
2. Gunnar Jónsson á Blakk frá Skeiðháholti III
3. Klara Sveinbjörnsdóttir á Golu frá Þingnesi
4. Grímur Guðmundsson á Gusti frá Ásatúni
5. Ragnar Sölvi Geirsson á Þoku frá Reyðará
6. Þorsteinn G. Þorsteinsson á Klauf fra Kýrholti
7. Erna Óðinsdóttir á Váki frá Hvammi 1
8. Berglind Ágústsdóttir á Ísadór frá Efra-Langholti
Heildarstig að loknum vetrarmótum urðu svo eftirfarandi.
Barnaflokkur
1-3. sæti Þórey Þula Helgadóttir -18 stig
1-3 sæti Hjörtur Snær Halldórsson -18 stig
1-3 sæti Valdimar Örn Ingvarsson -18 stig
Eyþór Ingi Ingvarsson fékk að keppa upp fyrir sig úr pollaflokki og keppti með barnaflokki. Honum var því ekki raðað í sæti.
Unglingaflokkur
1-2. sæti Þorvaldur Logi Einarsson -18 stig (fékk 1. sætið samanlagt vegna fleirri sigra)
1-2. sæti Laufey Ósk Grímsdóttir -18 stig
3. sæti Aron Ernir Ragnarsson -10 stig
4. sæti Einar Ágúst Ingvarsson -7 stig
Ungmennaflokkur
1. sæti Björgvin Viðar Jónsson -20 stig
Unghrossaflokkur
1. sæti Grímur Guðmundsson og Íva frá Ásatúni -20 stig
2. sæti Björgvin Viðar Jónsson og Blússu frá Forsæti -18 stig
2. Flokkur fullorðinna
1. sæti Ása María Ásgeirsdóttir -10 stig
2. sæti Svala Bjarnadóttir -9 stig
1. Flokkur fullorðinna
1. sæti Helgi Kjartansson -20 stig
2. sæti Grímur Guðmundsson -14 stig
3. sæti Þorsteinn G. Þorsteinsson -13 stig
4. sæti Erna Óðinsdóttir -10 stig
5-6. sæti Gunnar Jónsson og Maja Vilstrup, bæði með 9 stig
01.05.2017 21:32
Úrslit úr Firmakeppni
30.04.2017 19:47
Töltmót
25.04.2017 12:28
Firmakeppni Smára
- 1