07.08.2010 19:05

Gæðingamót 2010

Kæru félagsmenn

Vegna hestapestarinnar hefur verið ákveðið að fella niður áður auglýst og frestuðu gæðingamóti sem halda átti laugardaginn 14 ágúst næstkomandi.

En ómögulegt er að gera ekkert og er því tilvalið að koma saman og eiga góðan dag með grilli og skemmtilegheitum um kvöldið.

Því vonum við að sem flestir taki daginn frá og sjái sér fært að mæta.

Nánari dagskrá verður auglýst hér og með dreifibréfi strax eftir helgina.

Kveðja

            Mótanefndin

Flettingar í dag: 245
Gestir í dag: 76
Flettingar í gær: 254
Gestir í gær: 80
Samtals flettingar: 2041578
Samtals gestir: 294138
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 23:43:46