14.10.2011 19:41

Haustið

Þá er haustið gengið í garð og heldur rólegra yfir hestamennskunni en gjarnan er á vorin og sumrin. Þó er þetta tíminn sem margir nota í frumtamningar, eða í að rífa undanreiðhestunum, gefa ormalyf og koma stóðinu í hausthagana. 

En ýmislegt er þó í gangi hér á félagssvæði Smára og margt framundan.

Reiðmaðurinn er byrjaður aftur eftir sumarfrí og má nálgast dagsetningar á þeirri námskeiðsröð undir Reiðhöllin - tímatafla 2011-2012 og er fólk beðið að athuga vel hvort reiðhöllin sé upptekin áður en það fer og hyggst hafa afnot af henni.

Helgina 29-30 október verður svo nóg um að vera í reiðhöllinni 

 
- kl 13.00 á laugardeginum verður árleg folaldasýning hrossaræktarfélags Tungnamanna
 
-kl 20.30 á laugardagskvöldinu er fyrirhugað að vera með  uppboð á unghrossum í Reiðhöllinni.
Á uppboðinu verða folöld, unghross og tryppi á tamningaraldri. Meðal annars undan Arði frá Brautarholti, Þresti frá Hvammi, Þey frá Akranesi, Sædyn frá Múla, Hrana frá Hruna, Hróa frá Skeiðháholti ofl.
Það eru Manni í Langholtskoti og Grímur í Auðsholti II sem eru forsvarsmenn þessa viðburðar, ætla þeir að bjóða upp á léttar veitingar á meðan birgðir endast og hvetja þeir alla til að koma og gera góð kaup í reiðhöllinni laugardagskvöldið 29 október kl. 20.30
Einnig má nálgast frekari upplýsingar um öll hross á uppboðinu á www.hestakaup.123.is
 
-kl 14.00 á sunnudeginum verður svo folaldasýning hrossaræktarfélags Hrunamanna
Smá breyting er á reglunum frá síðasta ári, núna má hver félagsmaður koma með eitt folald, óháð kyni. Skráning er hjá Grími í síma 8996683 eða asatun@simnet.is og hjá Sigurði Hauki í síma 8943059 eða skollagrof@skollagrof.is og þarf henni að ljúka fyrir kl. 20.00 27. október.

Laugardaginn 12 nóvember er svo fyrirhugað að halda sölusýningu í reiðhöllinni. Þeir sem hafa áhuga á að koma með hross hafi samband við Hjálmar í síma 893-2995 eða 8673606. Hægt er að útvega knapa ef óskað er.


Fleira skemmtilegt er svo á dagskrá þegar líða fer lengra á veturinn, t.d. vetrarmót, uppsveitadeild fullorðinna og uppsveitadeild æskunnar, reiðnámskeið, firmakeppni ofl. ofl.

Vil ég um leið nýta tækifærið og biðja þá félagsmenn sem halda úti heimasíður og eru ekki í tenglum hér til hliðar á síðunni að senda mér slóðina á sína síðu eða síður annarra félagsmanna á smari@smari.is það er alltaf gaman að fá fréttir og fylgjast með hvað drífur á daga nágranna, vina og annarra félagasmanna.
Einnig ef það er eitthvað sem þið viljið koma á framfæri, fréttir, myndir eða annað endilega sendið línu á smari@smari.is
Flettingar í dag: 7
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 340
Gestir í gær: 77
Samtals flettingar: 2014683
Samtals gestir: 289855
Tölur uppfærðar: 17.10.2019 00:24:54