23.03.2018 08:42

Opið Freyjutöltmót Smára og Loga

Daginn fyrir skírdag, þann 28 mars munum við félagar Smára, Loga og Trausta standa sman að opnu töltmóti. Við munum byrja síðdegis og tölta saman eitthvað fram eftir kvöldi í reiðhöllinni í Torfdal. Keppt verður í T3 þar sem riðið er hægt tölt, hraðabreytingar á tölti og greitt tölt. Riðið verður undir stjórn þuls, tveir inná í einu. Barnaflokkurinn ríður T7 þar sem riðið er hægt tölt og frjáls ferð á tölti. Flokkarnir eru eftirfarandi:
- Barnaflokkur
- Unglingaflokkur
- Ungmennaflokkur
- Áhugamannaflokkur
- Opinn flokkur
ATH ! Þeir sem skrá sig í áhugamannaflokk skrá sig í Opinn flokkur 2. flokkur og þeir sem skrá sig í Opinn flokk skrá sig í Opinn Flokkur en ekki Opinn flokkur 1. flokkur. Fyrir þá sem eru með erlenda kennitölu og vilja skrá sig geta haft samband við Helga Valdimar í síma: 7801891. Helgi sér um skráningar svo ef eitthvað bjátar á er best að hafa samband beint við hann :)
Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur :)
Riðin verða úrslit í öllum flokkum og páskaegg frá Freyju verða í verðlaun fyrir fyrstu fimm efstu sætin í hverjum flokk. Einnig gefur Lífland vegleg verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin. Kunnum við þessum fyrirtækjum bestu þakkir :)
Opnað veðrur fyrir skráningu föstudaginn 16 mars og lokað að miðnætti sunnudaginn 25 mars. Skárning fer fram á Sportfeng http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add 
Þáttökugjaldið er 1500 kr fyrir börn og ungling. 2500 kr fyrir ungmenni, áhugamenn og opna flokkinn. 
Við hvetjum alla, stóra sem smáa að eiga skemmtilega kvöldstund saman :)
Flettingar í dag: 173
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 169
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 2061223
Samtals gestir: 297707
Tölur uppfærðar: 20.1.2020 12:32:18