07.06.2016 23:31

Útreiðatúr Smára

ÚTREIÐARTÚR HESTAMANNAFÉLAGSINS SMÁRA 2016

Á kosningadaginn þann 25. júní er fyrirhugað að ríða hringinn í kring um Vörðufell á Skeiðum. Reiðtúrinn hefst hjá Stefaníu í Vorsabæ kl 13:00 og verður aðstaða þar til þess að geyma aukahross. Riðið verður með fjallið á vinstri hönd og hægt ef vill að koma inn í túrinn við Iðu áður en farið verður í hvarf að fjallsbaki. Endað verður hjá formanninum í Fjalli þar sem étið verður grillað ket fyrir hóflegt verð. Hringurinn er um 20 km. Áhugasamir tilkynni þáttöku á netfang Smára smari@smari.is. 
Kveðja - Útreiðanefnd Smára


 
Flettingar í dag: 1787
Gestir í dag: 212
Flettingar í gær: 585
Gestir í gær: 118
Samtals flettingar: 1854323
Samtals gestir: 263200
Tölur uppfærðar: 21.11.2018 20:25:27