16.01.2018 20:29

Aðalfundur Smára

Aðalfundur Smára 2018

Verður haldinn á Hestakránni Húsatóftum sunnudagskvöldið 28.janúar klukkan 20:30.

Dagskrá:

Dagskrá fundarins:

1. Framlagðir endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir síðasta ár til úrskurðar.

2. Stjórn leggur fram skriflega yfirlitsskýrslu um starfsemi félagsins á liðnu ári.

3. Kosning stjórnar og varastjórnar. Formaður og stjórnarmaður gefa ekki kost á sér til endurkjörs.

4. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og tveggja til vara.

5. Önnur mál.

Hvetjum við alla félaga til þess að mæta og hafa skoðum á starfi og framtíð félagsins. Að starfa í félagsmálum er bæði gefandi og skemmtilegt og virkir félagsmenn eru gulls ígildi og vinna hörðum höndum til að styrkja félagið. Margar hendur vinna létt verk. Það væri gaman að heyra frá ykkur félagsmenn sem væruð til að leggja okkur lið og starfa með okkur í stjórnum og nefndum félagsins, það er alltaf pláss fyrir nýjar hugmyndir og fleiri hendur. Endilega hafið samband við okkur í stjórninni, komið í kaffi á aðalfund eða sendið okkur línu á smari@smari.is

Léttar veitingar í boði, hlökkum til þess að sjá sem flesta sunnudagskvöldið 28.janúar klukkan 20:30 á Hestakránni.

Kveðja stjórn hestamannafélagsins Smára

Flettingar í dag: 149
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 296
Gestir í gær: 99
Samtals flettingar: 1972783
Samtals gestir: 283489
Tölur uppfærðar: 22.7.2019 08:08:32