05.03.2018 19:22

Vetrarmót Smára

Vetrarmót Smára 2018 - hið fyrra 

Kæru Smárafélagar

Þá fer að líða að fyrra vetrarmótinu okkar en laugardaginn 10.mars nk er stefnan tekin á Torfdal með gæðinginn og góða skapið í farteskinu.
Mótið hefst kl 13:00 með skráningu og pollastund frá kl 13-13:30. Barnaflokkur hefst svo stundvíslega kl.14 og svo flokkarnir koll af kolli. Keppt verður í tölti (T7) - riðið undir stjórn þuls hægt tölt og frjáls ferð. Létt og skemmtilegt í alla staði. 5 efstu ríða úrslit en 10 efstu knapar safna stigum í stigakeppni vetrarmótanna.
Lífland gefur vegleg verðlaun fyrir 3 efstu sætin í öllum flokkum og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
Flokkarnir verða eftirfarandi: - Þrautabraut í reiðhöll fyrir polla - Barnaflokkur - Unglingaflokkur - Ungmennaflokkur - Áhugamannaflokkur - Opinn flokkur Þátttökurétti er þannig háttað: gjaldgengir eru Smárafélagar allir í barna, unglinga, ungmenna og áhugamannaflokk. Hross þarf ekki að vera í eigu félagsmanns. Opinn flokkur er öllum opinn óháð félagsaðild. Bjóðum við nágranna og vini hjartanlega velkomna. Vakin er athygli á því að keppendum í unglinga og ungmennaflokki er einnig heimil þátttaka í opnum flokki með sitt annað hross.
Hvort mótið verður haldið úti eða inni fer eftir veðri og ástandi vallarins en ef aðstæður leyfa verðum við úti.
Unghrossaflokkur verður á sínum stað á seinna vetrarmótinu þann 21. apríl. Unghross þurfa að vera í eigu Smárafélaga, vera 4-6 vetra (á árinu) en knapi þarf ekki að vera félagsmaður í Smára.

Hlökkum til að sjá ykkur - hress og kát laugardaginn 10. mars! 

Bestu kveðjur Mótanefndin

P.S enn á ný hvetjum við til þess að fylgst sé með á fésbókinni. En þar má einnig finna nánari útlistun á tilhögun vetrarmótanna. Endilega hikið ekki við að senda okkur spurningar ef einhverjar eru varðandi vetrarmótin.


Myndaniðurstaða fyrir lífland
Flettingar í dag: 261
Gestir í dag: 96
Flettingar í gær: 301
Gestir í gær: 108
Samtals flettingar: 1972599
Samtals gestir: 283421
Tölur uppfærðar: 21.7.2019 19:15:40