Færslur: 2009 Júní
25.06.2009 23:13
Barna- og fjölskyldureiðtúr
Barna- og fjölskyldureiðtúr á vegum Æskulýðsnefndar Smára verður miðvikudaginn 1. júlí |
Við ætlum
að hittast á Álfaskeiði kl. 19:30
Þar verður öllum boðið upp á grillaðar pylsur og meðlæti. Farið verður í leiki og markmiðið að eiga góða stund saman í fallegu umhverfi. Vinsamlegast látið vita af þátttöku í síma 8616652(Vigdís) eða 6995178(Kolbrún) fyrir þriðjudagskvöld (30.júní). Upplagt er að fólk tali saman um að verða samferða úr sveitunum :) Það er auðvelt að hafa samskipti með því að nota dálkinn"álit" hér fyrir neðan textann. |
Allir velkomnir
og ekki gleyma góða skapinu
Hlökkum til að
sjá ykkur Bestu kveðjur, Stefanía, Maja, Einar Logi, Kolbrún og Vigdís Einnig vill mótanefnd Smára minna félaga á að gæðingakeppni félagsins fer fram þann 11 júlí næstkomandi. Undirbúningur er í fullum gangi og hvetjum við ykkur eindregið til að taka þátt. Frekari upplýsingar verður að finna hér á heimasíðunni og víðar. |
13.06.2009 18:24
Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna
Þeir sem taka á móti skráningu eru
Guðni í síma 8561136 og á netfangið brunir@simnet.is
Bára í síma 8666507 og á netfangið smari@smari.is
Öllum skráningum þarf að vera lokið fyrir kl 21.00 15 júní.
Skráningargjald er 3.500 á grein og leggist inn á reikning 0325-26-39003 kt.431088-1509
Ef greiðandi er annar en knapi skal taka fram nafn knapa í skýringu.
10.06.2009 22:04
Helgarreiðnámskeið fyrir unglinga og fullorðna
Bættur skilningur
milli knapa og hests
Námskeiðið verður haldið 12. júní - 14. júní 2009 í reiðhöllinni á Flúðum.
Námskeiðið byrjar seinna partinn á föstudaginn með einum verklegum tíma á hóp. Laugardaginn og sunnudaginn eru tveir verklegir tímar á hóp, s.s. 5 verklegir tímar í heildina.
Þetta verður námskeið fyrir
alla sem vilja bæta sig og skilja hestinn sinn betur. Kennsluáætlun
verður mjög svipuð og á námskeiðinu sem var haldið í síðusta
viku í Torfdalnum og var það mjög gaman og nemendur voru ánægðir.
Skráið ykkur sem fyrst, það eru bara
örfá pláss laus.
Framhaldsnámskeið í Júlí fyrir alla aldursflokka
Eftir kennsluna í síðustu viku vildu margir strax koma á framhaldsnámskeið og verður það
07. júlí til 10. júlí 2009. Námskeiðið verður fyrir börn, unglinga og fullorðna.
Þann 11. júlí 2009 er síðan gæðingamót á Flúðum og væri gaman ef þátttakan á mótinu væri sem mest.
Þessu námskeiði verður skipt í hópa fyrir þá sem:
a) vilja byggja ofan á námskeiðið sem var í júní en vilja ekki taka þátt á mótinu
b) vilja byggja ofan á námskeiðið sem var í júní og vilja taka þátt á mótinu
c) komust ekki á námskeiðið
í júní
Ég hlakkar til að sjá og kenna ykkur. Þið getið haft samband við mig í síma 844-6967 eða sent mér póst á póstfangið jovanna@gmx.de
Það er líka alltaf hægt
að panta einkakennslu eða ef þið eruð nokkur saman, þá gæti
það verið þannig að ég kæmi til dæmis einu sinni í viku eða
tvisvar í mánuði. Það kemur ýmislegt til greina, endilega hafið
samband.
05.06.2009 09:40
Íslandsmót
Þeir sem taka á móti skráningu eru
Guðni í síma 8561136 og á netfangið brunir@simnet.is
Bára í síma 8666507 og á netfangið smari@smari.is
Öllum skráningum þarf að vera lokið fyrir kl 21.00 15 júní.
Skráningargjald er 3.500 á grein og leggist inn á reikning 0325-26-39003 kt.431088-1509
Ef greiðandi er annar en knapi skal taka fram nafn knapa í skýringu.
Íslandsmót Fullorðinna fer fram á Hlíðarholtsvelli á Akureyri dagana 16-18 júlí næstkomandi. Framkvæmdaraðili mótsins er Léttir.
Þeir sem taka á móti skráningu eru
Guðni í síma 8651136 og á netfangið brunir@simnet.is
Bára í síma 8666507 og á netfangið smari@smari.is
Öllum skráningum þarf að vera lokið fyrir kl.21.00 2 júlí.
Skráningargjald er 4.000 á grein og leggist inn á reikning 0325-26-39009 kt. 431088-1509
Ef greiðandi er annar en knapi skal taka fram nafn knapa í skýringu.
- 1