Færslur: 2010 Janúar
31.01.2010 19:09
Myndir frá Smalakeppni
Ljósmyndarar eru Sigurður Sigmundsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson og þökkum vð þeim fyrir að deila þessum myndum með okkur .
Einnig er hægt að nálgast myndirnar með því að smella hér .
Gaman væri að fá fleiri myndir og hvetjum við þá sem voru með myndavélar á lofti og vilja deila því með okkur að hafa samband á smari@smari.is eða í síma 8666507
Líka ef einhverjir luma á gömlum myndum frá öðrum atburðum sem hægt væri að setja á myndasíðu félagsins.
Einnig væri gaman að fá slóðir á sem flestar heimasíður félagsmanna til að hafa á heimasíðunni okkar smari.is og hvetjum við þá sem búnir eru að netvæða sig að senda okkur póst með slóðinni eða benda okkur á síður félagsmanna eða aðrar fróðlegar og skemmtilegar síður.
29.01.2010 23:52
Úrslit úr smala
Sæti | Knapi | Hestur | Lið |
1 | Aðalheiður Einarsdóttir | Moli frá Reykjum | ÚTLAGARNIR |
2 | Guðmann Unnsteinsson | Gifta frá Grafarkoti | ÍSL.GRÆNMETI/HÓTEL FLÚÐIR |
3 | Guðrún Magnúsdóttir | Snæfaxi frá Bræðratungu | JÁVERK |
4 | Hólmfríður Kristjándóttir | Dynjandi frá Grafarkoti | VAKI |
5 | Gústaf Lofsson | Gustur frá Lynghaga | VAKI |
6 | Knútur Ármann | Dögg frá Ketilsstöðum | SKÁLHOLTSSTAÐUR |
7 | Bjarni Birgisson | Smári frá Hlemmiskeiði | ÁRMENN |
8 | Ingvar Hjálmarsson | Djákni frá Langsstöðum | ÁRMENN |
9 | Líney Kristinsdóttir | Smjörvi frá Fellskoti | JÁVERK |
10 | Hermann Karlsson | Venus frá Ytri Bægisá II | ÁRMENN |
Staðan í einstaklingskeppninni
Sæti | Knapi | Lið | Stig |
1 | Aðalheiður Einarsdóttir | ÚTLAGARNIR | 10 |
2 | Guðmann Unnsteinsson | ÍSL.GRÆNMETI/HÓTEL FLÚÐIR | 9 |
3 | Guðrún Magnúsdóttir | JÁVERK | 8 |
4 | Hólmfríður Kristjándóttir | VAKI | 7 |
5 | Gústaf Lofsson | VAKI | 6 |
6 | Knútur Ármann | SKÁLHOLTSSTAÐUR | 5 |
7 | Bjarni Birgisson | ÁRMENN | 4 |
8 | Ingvar Hjálmarsson | ÁRMENN | 3 |
9 | Líney Kristinsdóttir | JÁVERK | 2 |
10 | Hermann Karlsson | ÁRMENN | 1 |
Staðan í liðakeppninni
Sæti | Lið | Stig |
1 | VAKI | 13 |
2-3 | ÚTLAGARNIR | 10 |
2-3 | JÁVERK | 10 |
4 | ÍSLENSKT GRÆNMETI/HÓTEL FLÚÐIR | 9 |
5 | ÁRMENN | 8 |
6 | SKÁLHOLTSSTAÐUR | 5 |
28.01.2010 22:46
Uppsveitadeildin - Ráslistar
Fyrsta mót í mótaröð Uppsveitadeildarinnar hefst annað kvöld, föstudagskvöldið 29. janúar kl. 20.00
Keppt verður í SMALA. Riðnar verða tvær umferðir og verður seinni umferðin riðin öfug, þ.e. sá sem endaði fyrri umferðina byrjar eftir hlé og síðastur fer sá sem byrjaði fyrri umferðina
1. Hermann Karlsson ÁRMENN
IS2001265390 Venus frá Ytri-Bægissá. Brúnstjörnótt
2. Aðalheiður Einarsdóttir ÚTLAGARNIR
IS1993155720 Moli frá Reykjum Móálóttur
3. Guðrún S. Magnúsdóttir JÁVERK
IS1992188522 Snæfaxi frá Bræðratungu. Leirljós
4. Hólmfríður Kristjánsdóttir VAKI
IS1999155419 Dynjandi frá Grafarkoti. Brúnskjóttur
5. Guðmann Unnsteinsson ÍSLENSKT GRÆNMETI/HÓTEL FLÚÐIR
IS1998255410 Gifta frá Grafarkoti. Rauð
6. Dóróthea Ármann SKÁLHOLTSSTAÐUR
IS199828746 Dalrós frá Efra-Seli Jarpskjótt
7. Ingvar Hjálmarsson ÁRMENN
IS2002187422 Djákni frá Langsstöðum. Brúnstjörnóttur
8. Grímur Sigurðsson ÚTLAGARNIR
IS2001287283 Tígla frá Tóftum Rauðskjótt
9. Líney S. Kristinsdóttir JÁVERK
IS1997188473 Smjörvi frá Fellskoti. Bleikskjóttur
10. Viktoría Larsen VAKI
IS1998125163 Runni frá Reynisvatni. Jarpur
11. Kristbjörg Kristinsdóttir ÍSLENSKT GRÆNMETI/HÓTEL FLÚÐIR
IS1995188627 Vífill frá Dalsmynni Móálóttur
12. María Þórarinsdóttir SKÁLHOLTSSTAÐUR
IS1997188585 Glampi frá Reykholti. Rauðblesóttur
13. Bjarni Birgisson ÁRMENN
IS2001187877 Smári frá Hlemmiskeiði. Brúnn.
14. Þorsteinn Þorsteinsson ÚTLAGARNIR
IS2002288237 Fjöður frá Ketilsstöðum. Brúntvístjörnótt
15 Katrín Rut Sigurgeirsdóttir JÁVERK
IS2000288471 Sigga frá Fellskoti. Rauðstjörnótt
16. Gústaf Loftsson VAKI
IS1995184970 Gustur frá Lynghaga. Rauður
17. Cora Claas ÍSLENSKT GRÆNMETI/HÓTEL FLÚÐIR
IS2003165591 Demant frá Akureyri. Móálótt/litförótt
18. Knútur Ármann SKÁLHOLTSSTAÐUR
IS1992276174 Dögg frá Ketilsstöðum. Brún
27.01.2010 20:31
Aðalfundur Smár
Fundarefni:
Lagðir fram endurskoðaðir reikningar síðasta árs.
Skýrsla stjórnar.
Kosningar.
Önnur mál.
Landsmót 2012 í Reykjavík eða ekki ?
Staða Rangárbakka.
Stjórnin
22.01.2010 19:57
Uppsveitadeildin
Uppsveitadeildin er fjögurra móta mótaröð sem saman stendur af bæði einstaklingskeppni og liðakeppni.
Þetta er frumraun slíks framtaks hér í sveitunum, skipulögð af nokkrum duglegum einstaklingum sem sáu tækifæri til og vildu virkja félagsandann og auka fjölbreytta dagskrá í Reiðhöllinni og skapa henni rekstrarrekjur.
Þessu framtaki er tekið fagnandi og gaman verður að fylgjast með þessari spennandi keppni sem vonandi verður að árlegum viðburði í framtíðinni.
Dagskrá móta
29 janúar Smali
26 febrúar Fjórgangur
26 mars Fimmgangur
23 apríl Tölt og Fljúgandi skeið
Smali (hraðafimi)
Smalinn dregur nafns sitt af einu mikilvægasta hlutverki íslenska hestsins frá örófi alda. Eiginleikar sem prýða góðan smala og smalahest eru nauðsynlegir ef árangur á að nást, þetta eru þættir eins og hraði, kjarkur, fimi og snerpa.
Riðin er braut sem mörkuð er keilum sem ná upp á síður hestsins. Keilurnar skulu vera þannig útbúnar að þær falli við litla snertingu. Árangurinn ræðst af brautartíma og felldum keilum.
Að þessu sinni verða 6 lið sem keppa um að ná sem flestum stigum og þau eru :
Guðrún S. Magnúsdóttir
Líney Kristinsdóttir
Katrín Rut Sigurgeirsdóttir
Liðsstjóri er GUðrún S. Magnúsdóttir
Kristbjörg Kristinsdóttir
Cora Claas
Guðmann Unnsteinsson
Liðsstjóri er Hjálmar Gunnarsson
Aðalheiður Einarsdóttir
Grímur Sigurðsson
Þorsteinn Þorsteinsson
Liðsstjóri er Styrmir Þorsteinsson
Knútur Ármann
María Þórarinsdóttir
Dóróthea Ármann
Liðsstjóri er Knútur Ármann
Gústaf Loftsson
Viktoría Larsen
Hólmfríður Kristjánsdóttir
Liðsstjóri er Þorsteinn Loftsson
Ingvar Hjálmarsson
Hermann Þór Karlsson
Bjarni Birgisson
Liðsstjóri er Björn Jónsson
Búnaðarfélag Skeiðamanna
Hestaleigan Syðra Langholti
Hrossaræktarbúið Efra Langholti
Hrossaræktarbúið Unnarholtskoti
Auðsholt 2 Hrossarækt
Hvetjum við sem flesta til að mæta og fylgjast með þessari mótaröð og hvetja sín lið til dáða, ljóst er að spennan verður mikil og stefnir allt í stórskemmtilega keppni meðal liðanna.
Rétt er að taka fram að undirbúningur fyrir smalakeppnina er hafinn, verið er að huga að brautargerð og mun brautin standa uppi fram að keppni þannig aðstæður bjóða ekki upp á mikla reið eða æfingar í húsinu aðrar en viðkoma þessari keppni og biðjum við félagsmenn að taka tillit til þess.
09.01.2010 13:09
Þjálfunarnámskeið
Hestamannafélögin Logi og Smári
Námskeið í vetur og vor 2010 í reiðhöllinni á Flúðum
Reiðkennari: Cora J. Claas
Viljum minna fólk á að nú fer að hefjast þjálfunarnámskeið í reiðhöllinni og eins og áður hefur komið fram er kennari Cora Claas.
Það er því upplagt fyrir ykkur að fara að taka inn hross sé það ekki búið og byrja undirbúning þjálfunarinnar eða áframhaldandi tamningu á að fara á námskeið.
Hér að neðan eru upplýsingar um námskeiðahald sem fram fer í reiðhöllinni í vetur og fram á vor. Frekari upplýsingar og námskeiðslýsingar er að finna á www.smari.is
Þjálfunarnámskeið
15.01.10 Fös kl. 20:00 bóklegur tími
16.01.10 Lau 2 x 30 mín verklegur tími á milli kl. 9:00 og 18:00
05.02.10 Fös kl. 20:00 bóklegur tími
06.02.10 Lau kl. 2 x 30 mín verklegur tími á milli kl. 9:00 og 18:00
19.02.10 Fös kl. 20:00 bóklegur tími
20.02.10 Lau 2 x 30 mín verklegur tími á milli kl. 9:00 og 18:00
Hræðslupúkanámskeið / Námskeið fyrir hræddar konur
Kennslan fer fram Lau 20.03.10 og Sun 21.03.10 á bilinu 9:00 til 16:00.
Byrjendanámskeið
Kennslan fer fram Lau 08.05.10 og Sun 09.05.10 frá kl. 9:00 til kl.16:30.
Einkakennsla á Þriðjudögum
Þeir sem vilja skrá sig sendi póst á jovanna@gmx.de eða hringi í síma 8446967 hjá Coru.
Kær kveðja, Cora Claas og hestamannafélögin Logi og Smári
- 1