Færslur: 2010 Apríl

28.04.2010 22:00

Firmakeppni

Firmakeppni

Firmakeppni Smára verður haldinn á Smára svæðinu við reiðhöllina á Flúðum næstkomandi Laugardag, 1. maí eins og venja er. 
 
Dagskrá verður með óhefðbundnu sniði og hefst hún stundvíslega klukkan 13.00 Í stað 150m skeiði verður keppt í 100m fljúgandi skeiði,  
 
Keppt verður í eftirfarandi flokkum
 
Keppt er í pollaflokki 9 ára og yngri, barnaflokki 10 - 13 ára, unglingaflokki 14 -17, ungmennaflokki 18-21 , kvennaflokki, karlaflokki og heldrimannaflokki 50 ára og eldri . Miðað er við fæðingarár, einnig er keppt í 100 m fljúgandi skeiði

 
Skráning verður á staðnum og hefst hún klukkan 11.30 og lýkur klukkan 12.50. 
 
Hægt er að skrá á netfangið Haukholt@haukholt.is og þurfa skráningar að berast fyrir miðnætti 30 apríl eða kvöldið áður. Í skráningu þarf að koma fram nafn knapa, hestur, litur, aldur og í hvaða flokki parið hyggst keppa. 
 
Vonumst að sjálfsögðu til að sjá sem flesta koma og gera sér glaðan dag á einum stærsta viðburði í starfi hestamannafélagsins.

Reglur eru þær að í Firmakeppninni verður Hestur að vera í eiganda félagsmanns, en í skeiðinu verður knapi að vera í félaginu og hesturinn að vera í eigu félagsmanns.

Firmakeppnin verður riðin svona:

Riðið skal allt að þremur hringjum á hægri ferð og tveir hringir frjáls ferð. Keppni skal hafin uppá vinstri hönd og er það í höndum stjórnanda að láta keppendur snúa við og bæta við ferðum óski dómarar þess. Fet skal riðið milli atriða

Skeiðið verður riðið svona:

Einn ríður í einu og tekin tími á honum, hvert par fær 2 umferðir, ef mikil þáttaka verður verða riðin úrslit af 10 bestu tímunum og geta menn valið að ríða ekki úrslit en halda tímanum sem hann var kominn með.

Skráningargjald verður í skeiðinu 1000 kr. Á skráningu. Skráningargjaldið fyrir skeiðið verður sett í pott og fær sá sem er með besta tímann pottinn, vonandi verður þátttaka góð og þar af leiðandi potturinn stór.

28.04.2010 21:26

Knapamerki í Flúðaskóla

Hestamennska er ein vinsælasta íþróttagreinin hér á landi og er í senn keppnisíþrótt og almenningsíþrótt. Mikill fjöldi stundar hestamennsku sér til ánægju og lífsfyllingar. Samneyti við hestinn, líkamleg þjálfun og tengsl við náttúruna er það sem allir hestamenn sækjast eftir. Viðgangur og vöxtur hestamennskunnar, ekki síður en annarra íþróttagreina, byggist að miklu leyti á því að miðlun þekkingar og færni sé markviss. Því er mikilvægt að kennsla í greininni sé vel skipulögð og aðgengi að henni auðvelt. Með stigskiptu námi í hestamennsku sem hér er kynnt er stuðlað að bættu aðgengi að fræðslu, þjálfun og menntun í hestamennsku.
Markmiðið er að kennslan verði faglegri og samræmdari en verið hefur og nemandinn leiddur stig af stigi í takt við getu hans og áhuga. Þar með er lagður grunnur að árangri og öryggi í hestamennskunni hvort sem hún verður stunduð til frístunda eða sem keppnisíþrótt í framtíðinni. Með því að nám barna og ungmenna í hestamennsku er valkostur í skólakerfinu skapast sterkari umgjörð sem stuðlar að markvissum vinnubrögðum við kennslu, námsmat, gerð námgagna og um leið frekari útbreiðslu hestamennskunnar.
Þá mun tilkoma Knapamerkjanna einnig stuðla að því að hinn almenni hestamaður geti með skipulögðum hætti aukið við þekkingu sína með því að sækja námskeið sem eru byggð upp stig af stigi hvað varðar námsþætti, færni og námsmat.

Nú í vetur hefur verið í gangi kennsla í knapamerkjum í hestavali í Flúðaskóla ásamt verklegri kennslu sem fram fór í Reiðhöllinni.
Þann 18 apríl síðastliðin fór svo fram lokapróf í knapamerkjum 1 og 2.
Prófdómari var Sissel Tveten, aðstoðarmaður Verena Schwarz og reiðkennari í vetur hefur verið Cora Claas.

Eftirfarandi krakkar luku prófi eftir veturinn

Alexandra Garðarsdóttir
Björgvin Ólafsson
Björgvin Viðar Jónsson
Guðjón Örn Sigurðsson
Hafdís Ellertsdóttir
Hildur Guðbjörg Benediktsdóttir
Kjartan Helgason
Kristlaug Þórsdóttir
Ragnhildur Stefanía Eyþórsdóttir
Sigurbjörg Bára Björnsdóttir
Sóley Sara Eiríksdóttir
Sólveig Arna Einarsdóttir

Óskum við þeim til hamingju með þennan áfanga og vonum að þau haldi áfram og klári næstu stig knapamerkjanna.

Þeir sem vilja kynna sér nánar um knapamerkin er bent á vefsíðuna knapi.holar.is þar sem finna má allar nánari upplýsingar um knapamerkin
24.04.2010 15:02

Uppsveitadeild - Úrslit

Föstudagskvöldið 23 apríl fór fram lokamót Uppsveitadeildarinnar í Reiðhöllinni á Flúðum. Húsfylli og gott betur en það var í höllinni og leiddist áhorfendum ekki enda mikið af góðum og frambærilegum hrossum og fljótum vekringum.
Eftir forkeppni í tölti stóð efst Kristbjörg Kristinsdóttir á Stíganda frá Stóra-Hofi. Fast á hæla hennar komu svo þær Líney Kristinsdóttir og Brá frá Fellskoti og Hólmfríður Kristjánsdóttir og Þokki frá Þjóðólfshaga sem riðu sig beint inn í A-úrslit.
Hörð barátta var svo í B-úrslitum um laust sæti í A úrslitum og fór það þannig að Gústaf Loftsson og Hrafntinna frá Miðfelli 5 voru hlutskörpust þar og mættu til leiks í A- úrslitum.
Töltsigurvegari kvöldsins var síðan Líney Kristinsdóttir á Brá frá Fellskoti og voru þær vel að sigrinum komnar, glæsilegt par þar á ferð.
Einnig var hörð barátta í skeiðinu þar sem ótrúlegir tímar náðust gegnum höllina. Riðnir voru tveir sprettir í forkeppni. Að því loknu fóru 10 fljótustu aftur tvisvar.
Þessi mótaröð hefur gengið vonum framar og greinilegt er að þetta er komið til að vera. Þetta er hin mesta skemmtun jafnt fyrir áhorfendur sem og knapa og mikil spenna og barátta myndaðist kringum einstaklings- og liðakeppnina og réðust endanleg úrslit ekki fyrr en í blálokin og mjótt var milli efstu manna og liða.
Vilja aðstandendur mótanna nota tækifærið og þakka kærlega öllum þeim sem komu að mótunum og aðstoðuðu á einhvern hátt, fjöldinn allur af fólki sem lagt hefur fram vinnu sína og án þeirra hefði þetta ekki verið hægt, einnig þökkum við dómurum, þulum, liðsstjórum og knöpum fyrir að taka þátt og gera sitt besta. Æfingin skapar meistarann og enginn vafi er á að skemmtilegt verður að fylgjast með Uppsveitadeildinni að ári þar sem efstu 7 knaparnir halda rétti til þáttöku á næsta keppnistímabili.
Sigurður Sigmundsson var með myndavélina á lofti að vanda og nokkrar myndir frá kvöldinu má finna í myndaalbúmi hér til hliðar.


Hér má sjá úrslit kvöldsins :

Svona var staðan eftir forkeppni í tölt


1    Kristbjörg Kristinsdóttir / Stígandi frá Stóra-Hofi 5,90 
2    Líney Kristinsdóttir / Brá frá Fellskoti 5,77 
3    Hólmfríður Kristjánsdóttir / Þokki frá Þjóðólfshaga 1 5,67 
4    Gústaf Loftsson / Hrafntinna frá Miðfelli 5 5,37 
5    Aðalheiður Einarsdóttir / Glaðværð frá Fremri-Fitjum 5,33 
6    Hermann Þór Karlsson / Prins frá Ytri-Bægisá II 5,17 
7    Cora Claas / Hekla frá Halldórsstöðum 5,10 
8-9    Þorsteinn Gunnar Þorsteinss. / Seifur frá Selfossi 4,87 
8-9    María Birna Þórarinsdóttir / Vals frá Fellskoti 4,87 
10-11    Grímur Sigurðsson / Atorka frá Selfossi 4,77 
10-11    Knútur Ármann / Kráka frá Friðheimum 4,77 
12-13    Katrín Sigurgeirsdóttir / Prins frá Fellskoti 4,57 
12-13    Guðrún Magnúsdóttir / Brenna frá Bræðratungu 4,57 
14-15    Guðmann Unnsteinsson / Vífill frá Dalsmynni 4,53 
14-15    Bjarni Birgisson / Klakkur frá Blesastöðum 2A 4,53 
16    Ingvar Hjálmarsson / Drottning frá Fjalli 2 4,43 
17    Dorothea Ármann / Eskimær frá Friðheimum 4,30 
18    Viktoría Rannveig Larsen / Funi frá Stykkishólmi 4,20 

B-úrslit

1    Gústaf Loftsson / Hrafntinna frá Miðfelli 5 6,00 
2    Aðalheiður Einarsdóttir / Glaðværð frá Fremri-Fitjum 5,94 
3    Hermann Þór Karlsson / Prins frá Ytri-Bægisá II 5,67 
4    Cora Claas / Hekla frá Halldórsstöðum 5,22 


A-úrslit

1    Líney Kristinsdóttir / Brá frá Fellskoti 6,61 
2    Kristbjörg Kristinsdóttir / Stígandi frá Stóra-Hofi 6,33 
3    Gústaf Loftsson / Hrafntinna frá Miðfelli 5 5,78 
4    Hólmfríður Kristjánsdóttir / Þokki frá Þjóðólfshaga 1 5,67 


Flugskeið

1 Hólmfríður Kristjánsdóttir/Spá frá Skíðbakka 1 3,21
2 Ingvar Hjálmarsson/Frostrós frá Langstöðum 3,32
3 Kristbjörg Kristinsdóttir/Felling frá Hákoti 3,36
4 Viktoría Larsen/Snikkur frá Eyvindarmúla 3,56
5 Bjarni Birgisson/Stormur frá Reykholti 3,58
6 Grímur Sigurðsson/Tígla frá Tóftum 3,65
7 Aðalheiður Einarsdóttir/Tinna frá Fellsenda 2 3,91
8 Knútur Ármann/Djákni frá Vorsabæjarhjáleigu 3,75 lá ekki í úrsl.
9 Guðmann Unnsteinsson/Stæll frá Efri-Þverá 3,91 lá ekki í úrsl.
10 Þorsteinn Þorsteinsson/Þengill frá Miðsitju 4,04 lá ekki í úrsl.


Staðan í einstaklingskeppninni að loknum öllum greinum

1 Aðalheiður Einarsdóttir ÚTLAGARNIR 35
2 Hólmfríður Kristjánsdóttir VAKI 31
3 Guðmann Unnsteinsson ÍSL.GRÆNMETI/HÓTEL FLÚÐIR 26
4 Bjarni Birgisson ÁRMENN 23
5 Hermann Þór Karlsson ÁRMENN 21
6 Kristbjörg Kristinsdóttir ÍSL.GRÆNMETI/HÓTEL FLÚÐIR 20
7 Gústaf Loftsson VAKI 18
8 Líney Kristinsdóttir JÁVERK 16
 9-10 Cora Claas ÍSL.GRÆNMETI/HÓTEL FLÚÐIR 12
 9-10 Ingvar Hjálmarsson ÁRMENN 12
11 María Þórarinsdóttir SKÁLHOLTSSTAÐUR 11,5
12 Guðrún Magnúsdóttir JÁVERK 11
13 Knútur Ármann SKÁLHOLTSSTAÐUR 9,5
14 Brynjar Jón Stefánsson JÁVERK 8
15 Grímur Sigurðsson ÚTLAGARNIR 7,5
16 Viktoría Larsen VAKI 7
17 Þorsteinn Þorsteinsson ÚTLAGARNIR 3,5
18 Katrín Rut Sigurgeirsdóttir JÁVERK 3


Staðan í liðakeppninni að loknum öllum greinum


  Lið smali fjórg. fimmg. tölt skeið Heildarstig
1 ÍSL.GRÆNMETI/HÓTEL FLÚIÐIR 9 13 13 13 10 58
 2-3 ÁRMENN 8 15 13 5 15 56
 2-3 VAKI 13 7 4 15 17 56
4 ÚTLAGARNIR 10 10 7 9 10 46
5 JÁVERK 10 9 9 10 0 38
6 SKÁLHOLTSSTAÐUR 5 1 9 3 3 21
22.04.2010 22:42

Ráslistar í tölti og skeiði

Hér má finna ráslista fyrir lokakvöld Uppsveitadeildarinnar föstudagskvöldið 23 apríl

Skeið  (flugskeið)
 
Nr Knapi Hestur Litur Aldur
1 Katrín Sigurgeirsdóttir      
Hekla frá Gunnarsholti Rauður/milli- einlitt   17
2 Bjarni Birgisson Stormur frá Reykholti Jarpur/rauð- einlitt   11
3 Kristbjörg Kristinsdóttir Felling frá Hákoti Brúnn/dökk/sv. einlitt   8
4 Dorothea Ármann Dögg frá Ketilsstöðum Brúnn/milli- einlitt   18
5 Þorsteinn Þorsteinsson Þengill frá Miðsitju Móálóttur,mósóttur/milli-... 13
6 Gústaf Loftsson Sólbjartur frá Selfossi Leirljós/Hvítur/milli- nö... 12
7 Guðrún Magnúsdóttir Snæfaxi frá Bræðratungu Leirljós/Hvítur/milli- ei... 18
8 Hermann Þór Karlsson Þota frá Húsatóftum Brúnn/milli- einlitt   9
9 Guðmann Unnsteinsson Stæll frá Efri-Þverá Jarpur/milli- einlitt   10
10 María Birna Þórarinsdóttir Ljóri frá Frostastöðum Rauður/milli- stjarna,nös... 9
11 Aðalheiður Einarsdóttir Tinna frá Fellsenda 2 Brúnn/dökk/sv. einlitt   12
12 Viktoría Rannveig Larsen Snikkur frá Eyvindarmúla Brúnn/mó- einlitt   13
13 Líney Kristinsdóttir Smjörvi frá Fellskoti Bleikur/fífil- skjótt   13
14 Ingvar Hjálmarsson Frostrós frá Langsstöðum Rauður/milli- skjótt   12
15 Cora Claas Hallbera frá Húsatóftum 2a Brúnn/milli- skjótt   11
16 Knútur Ármann Djákni frá Vorsabæjarhjáleigu Rauður/milli- einlitt   13
17 Grímur Sigurðsson Tígla frá Tóftum Rauður/milli- skjótt   9
18 Hólmfríður Kristjánsdóttir Spá frá Skíðbakka 1 Jarpur/milli- einlitt   11
Töltkeppni
1. flokkur
Nr Knapi Hestur Litur Aldur
1 Viktoría Rannveig Larsen Funi frá Stykkishólmi Rauður/milli- blesótt   12
2 Þorsteinn Þorsteinsson Seifur frá Selfossi Rauður/milli- stjörnótt   10
3 Dorothea Ármann Eskimær frá Friðheimum Brúnn/milli- einlitt   12
4 Kristbjörg Kristinsdóttir Stígandi frá Stóra-Hofi Jarpur/rauð- einlitt   7
5 Bjarni Birgisson Klakkur frá Blesastöðum 2A Brúnn/milli- einlitt   7
6 Katrín Sigurgeirsdóttir Prins frá Fellskoti Rauður/ljós- einlitt   7
7 Gústaf Loftsson Hrafntinna frá Miðfelli 5 Brúnn/dökk/sv. einlitt   6
8 Grímur Sigurðsson Atorka frá Selfossi Grár/brúnn einlitt   7
9 María Birna Þórarinsdóttir Vals frá Fellskoti Moldóttur/gul-/m- einlitt   9
10 Guðmann Unnsteinsson Vífill frá Dalsmynni Móálóttur,mósóttur/milli-... 15
11 Ingvar Hjálmarsson Drottning frá Fjalli 2 Jarpur/milli- blesótt   8
12 Guðrún Magnúsdóttir Brenna frá Bræðratungu Jarpur/milli- einlitt   7
13 Hólmfríður Kristjánsdóttir Þokki frá Þjóðólfshaga 1 Brúnn/milli- einlitt   10
14 Aðalheiður Einarsdóttir Glaðværð frá Fremri-Fitjum Brúnn/milli- skjótt   9
15 Knútur Ármann Kráka frá Friðheimum Brúnn/dökk/sv. einlitt   9
16 Cora Claas Hekla frá Halldórsstöðum Brúnn/dökk/sv. stjörnótt   12
17 Hermann Þór Karlsson Prins frá Ytri-Bægisá II Leirljós/Hvítur/ljós- ein... 17
18 Líney Kristinsdóttir Brá frá Fellskoti Rauður/dökk/dr. einlitt   7

21.04.2010 21:37

Lokakvöld Uppsveitadeildar

Senn líður að lokamóti Uppsveitadeildarinnar en það fer fram næstkomandi föstudagskvöld, 23 apríl.

Þá verður keppt í tölti og flugskeiði og hefst forkeppni í tölti stundvíslega kl. 20.00

Ljóst er að ekkert verður gefið eftir og er keppni hörð í einstaklings sem og liðakeppni og mjótt er á munum þar. Allt getur því gerst og því hvetjum við sem flesta til að koma og sjá og hvetja sína knapa og lið áfram í baráttunni um efstu sætin.

Búast má við skemmtilegri keppni enda margir fimir töltarar sem mæta á svæðið, fyrstu verðlauna hross, reyndir keppnishestar sem og ung og efnileg hross svo það má enginn láta þetta fram hjá sér fara sem og skeiðið gegnum höllina þar sem mæta margir fljótir vekringar enda mikið í húfi.

Ráslistar munu birtast hér og á netmiðlum á morgun.

Bendi einnig á að hér til hliðar undir liðnum UPPSVEITADEILD má finna allar upplýsingar um deildina, liðin, reglurnar og styrktaraðilana.

18.04.2010 12:29

Úrslit frá þriðja vetrarmóti

Þriðja og síðasta vetrarmót Smára fór framm Laugardaginn 17 Apríl í Fínu veðri við reiðhöllina á flúðum. Mæting var með allra besta móti bæði af knöpum sem og áheyrendum.

Sigurður Sigmundsson var með myndavélina á lofti og nokkrar myndir frá mótinu má finna í myndaalbúmi hér til hliðar.

Hestakostur var  frábær bæði í eldri og yngri flokkum dómararnir áttu erfitt verk fyrir höndum en úrslit urðu eftirfarandi.

Pollaflokkur (engin röðun, skráð eftir skráningu)
Aron  Ragnarsson  Ógát    12v Brún
Viktor Logi Ragnarsson  Glódís    10v Rauð Glófext
Ísak Gústafsson   Fönix    18v Jarpur
Þorvaldur Logi Einarsson Æsa frá Grund   19v Grá
Þórey Þula Helgadóttir  Ylur frá Miðfelli 2  18v Moldóttur
Einar Ágúst Ingvarsson  Þrusa    10v Jörp
Laufey Ósk Grímsdóttir  Hekla frá Ásatúni    8v Grá

Barnaflokkur  
1 Rúnar Guðjónsson Neisti frá Melum 12v Rauður
2 Viktor Máni Sigurðarson Þýða frá Kaldbak 11v Dökkjörp
3 Helgi V Sigurðsson Kenning frá Skollagróf 8v Brún
4 Ragnheiður Björk Einarsdóttir Fákur frá Miðfelli 6v Jarpur

Unnlingaflokkur  
1 Gunnlaugur Bjarnason Klakkur frá Blesastöðum 2a 6v Brúnn
2 Guðjón Rafn Sigurðarson Grettir frá Hólmi 18v Grár
3 Viktoría Larsen Fjallaskjóni frá Uppsölum 17v Rauðskjóttur
4 Sigurbjörg Bára Björnsdóttir Blossi frá Vorsabæ 2 7v Rauðblesóttur
5 Rosmarie Tómasdóttir Blær frá Vestra-Geldingafelli 12v Brún, nösóttur
6 Björgvin Ólafsson Skuggi frá Hrepphólum 18v Brúnn
7 Guðjón Örn Sigurðsson Loki frá Svignaskarði 12v Jarp nösóttur

Unghrossaflokkur  
1 Gústaf Loftsson Gýgja frá Miðfelli 5 5v Brún
2 Aðalheiður Einarsdóttir Dísa frá Refstöðum 5v Bleik nösótt
3 Sigurbjörg Bára Björnsdóttir Silfurdís frá Vorsabæ 2 5v Brún
4 Guðmann Unnsteinsson Blúnda frá Arakoti 5v Brún, blesótt
5 Helgi Kjartansson Röst frá Hvammi 1 5v Rauð tví stjörnótt
6 Berglind Ágústdóttir Þoka frá Reiðará 4v Jarp skjótt
7 Magnús Helgi Loftsson Flipi frá Haukholtum 5v  Rauður
8 Guðjón Sigurðsson Illugi frá Kaldbak 5v Rauðlitföróttur

Fullorðinsflokkur 2. Flokkur  
1 Hjálmar Gunnarsson Vígaskjóni frá Flögu 12v Rauðskjóttur
2 Aðalsteinn Aðalsteinsson Snillingur frá Vorsabæ 9v Jarpblesóttur
3 Berglind Ágústdóttir Þyrnir frá Garði 13v Brúnn
4 Unnsteinn hermansson Kindill frá Langholtskoti 9v Rauður
5 Valgeir Jónsson Katla frá Þverspyrnu 5v Glóbrún
6 Mathildur María Guðmunds Logi frá Hlemmiskeiði 8v  Brúnn
7 Styrmir Þorsteinsson Hrappur frá Bergstöðum 14v Jarpur
8 Sigríður Eva Guðmundsdóttir Hrókur frá Helmmiskeiði 8v Móálóttur
9 Rosemarie Þorleifsdóttir Jarl frá Vestra-Geldingaholti 9v Brúnn
10 Svala Bjarnadóttir Kvika frá Klauf 8v Jörp

Fullorðinsflokkur 1. Flokkur  
1 Gústaf Loftsson Hrafntinna frá Miðfelli 5 5v Brún
2 Aðalheiður Einarsdóttir Blöndal frá Skagaströnd 6v Grár
3 Bjarni Birgisson Stormur frá Reykholti 10v  Jarpur
4 Guðmann Unnsteinsson Stæll frá Efriþverá 8v Jarpur
5 Ólafur Stefánsson Gýja frá Hrepphólum 8v Brún stjörnótt
6 Grímur Guðmundsson Glæsi frá Ásatúni 11v Brúnn
7 Sigfús Guðmundsson Prins frá V-Geldingaholti 10v Móbrúnn
8 Guðbjörg Jóhannsdóttir Sara frá Ásatúni 10v Móálótt
9 Einar Logi Sigurgeirsson Snerpa frá Miðfelli 8v  Grá
10 Unnar Steinn Guðmundsson Komma frá Reykhól 9v Brún stjörnótt

Þar sem þetta var síðasta vetrarmótið á þessum vetri voru gerðir upp punktarnir sem parið hefur náð sér í á þessum vetri. Röðunin á því er eins og eftirfarandi, taka verður framm að tvisvar voru riðninr bráðabanar til að ráða sætaröðun vegna jafnra stiga.

Barnaflokkur Helgi og Viktor voru jafnir að stigum og riðu því bráðabana þar sem Helgi náði að kreista framm sigur.  
1 Helgi V Sigurðsson Kenning frá Skollagróf 8v Brún
2 Viktor Máni Sigurðarson Þýða frá Kaldbak 11v Dökkjörp
3 Rúnar Guðjónsson Neisti frá Melum 12v Rauður
4 Ragnheiður Björk Einarsdóttir Rúbín frá Vakurstöðum 10v Bleikskjóttur
5 Ragnheiður Björk Einarsdóttir Fákur frá Miðfelli 6v Jarpur
    
Unnlingaflokkur Viktoría, Sigurbjörg og Björgvin voru jöfn að heildastigum og riðu því bráðabana og röðuðust svona.  
1 Rosmarie Tómasdóttir Blær frá Vestra-Geldingafelli 12v Brún, nösóttur
2 Viktoría Larsen Fjallaskjóni frá Uppsölum 17v Rauðskjóttur
3 Sigurbjörg Bára Björnsdóttir Blossi frá Vorsabæ 2 7v Rauðblesóttur
4 Björgvin Ólafsson Skuggi frá Hrepphólum 18v Brúnn
5 Guðjón Rafn Sigurðarson Grettir frá Hólmi 18v Grár
6 Gunnlaugur Bjarnason Klakkur frá Blesastöðum 2a 6v Brúnn
7 Guðjón Örn Sigurðsson Loki frá Svignaskarði 12v Jarp nösóttur
8 Alexandra Garðarsdóttir Úlfur frá Jarði 6v Bleikálóttur
9 Kjartan Helgason Þokki frá Hvammi 1 9v Jarpur
10 Ragnhildur Eyþórsdóttir Glói frá 14v Rauður, tvístjörn
11 Guðjón Rafn Sigurðarson Hreimur frá Kaldbak 6v Rauðblesóttur, litfórótur
12 Guðjón Örn Sigurðsson Kenning frá Skollagróf 8v Brún

Ungmennaflokkur  
1 Matthildur María Guðmunds Logi frá Hlemmiskeiði 9v Brúnn
2 Karen Hauksdóttir Gára frá Blesastöðum 9v Grá

Unghrossaflokkur  
1 Gústaf Loftsson Gýgja frá Miðfelli 5 5v Brún
2 Sigurbjörg Bára Björnsdóttir Silfurdís frá Vorsabæ 2 5v Brún
3 Guðmann Unnsteinsson Blúnda frá Arakoti 5v Brún, blesótt
4 Helgi Kjartansson Röst frá Hvammi 1 5v Rauð tví stjörnótt
5 Ragnar Sölvi Geirsson Krapi frá Meiritungu 5v Grár
6 Magnús Helgi Loftsson Flipi frá Haukholtum 5v  Rauður
7-8 Guðjón Sigurðsson Illugi frá Kaldbak 5v Rauðlitföróttur
7-8 Berglind Ágústdóttir Þoka frá Reiðará 4v Jarp skjótt
9 Kristbjörg Kristinsdóttir Spuni frá Jaðri 5v Jarpur
10 Guðríður Þórarinsdóttir Breki frá Reykjadal 5v Brúnn
11 Hjálmar Gunnarsson Binna frá Gröf 5v Brún

Fullorðinsflokkur 2. Flokkur  
1 Hjálmar Gunnarsson Vígaskjóni frá Flögu 12v Rauðskjóttur
2 Aðalsteinn Aðalsteinsson Snillingur frá Vorsabæ 9v Jarpblesóttur
3 Styrmir Þorsteinsson Hrappur frá Bergstöðum 14v Jarpur
4 Rosemarie Þorleifsdóttir Jarl frá Vestra-Geldingaholti 9v Brúnn
5 Magnús Helgi Loftsson Sokki frá Haukholtum 6v Rauður, strjörnótt
6 Sigríður Eva Guðmundsdóttir Hrókur frá Helmmiskeiði 8v Móálóttur
7 Berglind Ágústdóttir Þyrnir frá Garði 13v Brúnn
8-10 Viktoría Larsen Kvika frá Miðfelli 5 6v Brún
8-10 Svala Bjarnadóttir Kvika frá Klauf 8v Jörp
8-10 Unnsteinn hermansson Kindill frá Langholtskoti 9v Rauður
11 Valgeir Jónsson Katla frá Þverspyrnu 5v Glóbrún
12-13 Bára Másdóttir Sólon frá Krækishólum 6v Rauður
12-13 Mathildur María Guðmunds Logi frá Hlemmiskeiði 8v  Brúnn
14 Rosemarie Þorleifsdóttir Seifur frá Vestra-Geldingaholti 10v Brún, tvístjörnótt

Fullorðinsflokkur 1. Flokkur
1 Gústaf Loftsson Hrafntinna frá Miðfelli 5 5v Brún
2 Guðmann Unnsteinsson Stæll frá Efriþverá 8v Jarpur
3 Einar Logi Sigurgeirsson Snerpa frá Miðfelli 8v  Grá
4 Guðbjörg Jóhannsdóttir Sara frá Ásatúni 10v Móálótt
5 Bjarni Birgisson Stormur frá Reykholti 10v  Jarpur
6-7 Grímur Guðmundsson Glæsi frá Ásatúni 11v Brúnn
6-7 Ólafur Stefánsson Gýja frá Hrepphólum 8v Brún stjörnótt
8-9 Hólmfríður Kristjánsdóttir Þökki frá Þjóðólfshaga 9v Brúnn
8-9 Aðalheiður Einarsdóttir Blöndal frá Skagaströnd 6v Grár
10 Unnar Steinn Guðmundsson Komma frá Reykhól 9v Brún stjörnótt
11 Aðalheiður Einarsdóttir Moli frá Reykjum 17v Móálóttur
12-14 Ingvar Hjálmarsson Drottning frá Fjalli 8v  Jarp blesótt
12-14 Kristbjörg Kristinsdóttir Árdís frá Ármótum 7v Móálótt
12-14 Sigfús Guðmundsson Prins frá V-Geldingaholti 10v Móbrúnn
15 Sigfús Guðmundsson Framtíð frá V-Geldingaholti 10v Jörp

 


Við þökkum dómurum og starfsmönnum sem hjálpuðu til með að gera þetta að eins góðu móti og raun var.
Einnig þökkum við fyrir góða mætingu á öll mótin í vetur og vonum að allir eigi eftir að mæta tvíelfdir að ári liðnu.

Kveðja
Mótastjórnin.

14.04.2010 12:33

Þriðja og síðasta vetrarmót

Minnum á þriðja og seinasta vetrarmót Smára sem fram fer núna á laugardaginn 17. Apríl kl 13:00  
 
Keppt verður í     pollaflokki - 9 ára og yngri 
                            barnaflokki - 10-13 ára 
                            unglingaflokki - 14-17 ára 
                            ungmennaflokki 18-21 árs 
                            fullorðinsflokki 1 og 2 flokki 
                            unghrossaflokki hross fædd 2005 og 2006 
 
Skráningargjald er í alla flokka nema pollaflokk og barnaflokk, 1000 kr á skráningu sem greiðist á staðnum. 
 
Skráning er á staðnum og hefst kl 11:30. Skráningu lýkur 12:50
 

Riðið verður í þessari röð:

Pollaflokkur

Unghrossaflokkur

Barnaflokkur

Unglingaflokkur

Ungmennaflokkur

Fullorðinsflokkur 2

Fullorðinsflokkur 1 

Keppendur eru beðnir um að mæta í flíkum sem hægt er að næla númerin á bakið  á þeim.

 
Kaffisala í Reiðhöllinni. 
 
Hvetjum sem flesta til að koma og vera með eða bara koma og horfa á og hitta fólkið! 
 
Vonumst til að sjá sem flesta

Mótanefndin
  • 1
Flettingar í dag: 91
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 2083860
Samtals gestir: 302604
Tölur uppfærðar: 2.4.2020 04:24:29