Færslur: 2010 September

04.09.2010 17:19

Æskulýðsdagur Smára 2010

Laugardaginn 21. ágúst var haldin æskulýðsdagur Smára á svæði félagsins í Torfdalnum á Flúðum. Um 30 börn og unglingar tóku þátt auk fullorðinna en dagurinn var fjölskylduhátíð þar sem ungir og aldnir léku sér saman.

Dagskráin hófst á atriðinu "Teymt undir börnunum" en þetta atriði er fyrir þau allra yngstu þar sem fullorðnir hjálpa þeim allra yngstu. Var gaman að sjá hvað yngstu knaparnir voru duglegir og höfðu góða stjórn á hestunum.

Næst var töltkeppni barna og unglinga og var sérstaklega litið til þátta eins og ásetu auk samspils knapa og hests. Þrautakeppni var næst á dagskránni en hún fór fram í reiðhöllinni. Þátttakendum var skipt í tvo flokka, eldri og yngri. Börnin sýndu snilldar takta og gaman að sjá hversu vel þeim gekk að leysa þrautirnar.

Síðan var slegið á létta strengi og keppt í mjólkurreið. Þátttakendur voru á öllum aldri og keppnin æsispennandi. Öll börnin fengu viðurkenningarskjal eða viðurkenningarpening fyrir þátttökuna.

Í lokin voru veitingar í boði, enda allir orðnir svangir eftir skemmtilegan dag. Tókst dagurinn vel í alla staði og þátttakendur héldu heim sælir og glaðir.

Sérstakar þakkir fær Sigurður Sigmundsson sem var á ferð með myndavélina og má finna nokkar myndir frá deginum í myndaalbúmi hér til hliðar eða með því að ýta  hér


Bestu kveðjur,

Æskulýðsnefnd Smára, Vigdís, Maja, Kolbrún, Leifur og  Einar Logi


  • 1
Flettingar í dag: 149
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 137
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 2084630
Samtals gestir: 302790
Tölur uppfærðar: 5.4.2020 14:15:54