Færslur: 2011 Febrúar

26.02.2011 13:55

Svellkaldar konur

Hið vinsæla ístöltsmót kvenna "Svellkaldar konur" verður haldið í skautahöllinni í Laugardal í Reykjavík laugardaginn 12. mars nk. Boðið verður upp á keppni í þremur flokkum:

1. Opinn flokkur: Ætlaður vönum knöpum. Konur sem unnið hafa til verðlauna í keppnum eru hvattar að skrá sig í þennan flokk. Þessi flokkur er þó opinn hverjum þeim sem vill skrá sig í hann, burtséð frá reynslu.

2. Meira keppnisvanar: Ætlaður konum sem hafa keppnisreynslu.

3. Minna vanar: Ætlaður konum sem eru að stíga sín fyrstu skref í keppni eða hafa mjög litla keppnisreynslu.

Aldurstakmark er 18 ár, miðað við ungmennaflokkinn.
Hafi keppandi sigraði í einhverjum styrkleikaflokki á Svellköldum áður verður viðkomandi að færa sig upp um flokk. Það sama á við um keppendur sem hafa þrisvar sinnum eða oftar komist í A-úrslit í tilteknum styrkleikaflokki, þeir skulu færa sig upp.
Hver keppandi má einungis skrá einn hest til leiks, en fyllist ekki þau hundrað pláss sem í boði eru mun mótsstjórn ákvarða hvernig þeim verður úthlutað. Eingöngu 100 pláss eru í boði og gildir lögmálið "fyrstir skrá - fyrstir fá."

Í 3. flokki er sýnt hægt tölt og svo fegurðartölt, en í hinum flokkunum er sýnt hægt tölt, tölt með hraðabreytingum og fegurðartölt. Eingöngu er riðið upp á vinstri hönd og ekkert snúið við.
Keppendur eru hvattir til að sýna metnað við val á flokki og bent er á að þegar talað er um keppnisreynslu í þessu samhengi er átt við alls konar keppni, ekki bara keppni á ís.

Skráning mun fara fram dagana 1.-4. mars á vefnum www.gustarar.is. Eingöngu verður skráð á vefnum og þarf að ganga frá greiðslu skráningargjalda með greiðslukorti um leið. Skráningargjald kr. 4.500.-

Glæsileg verðlaun í boði og fleira skemmtilegt! Við munum halda áfram að kynna mótið á næstu vikum svo fylgist með á vefmiðlum hestamanna.
Allur ágóði af mótinu mun renna til landsliðsins í hestaíþróttum. Mótið er opið og allar konur 18 ára og eldri eru velkomnar til leiks! Takið daginn frá!

26.02.2011 12:44

Uppsveitadeild Æskunnar - Æfing

Við minnum á æfingu fyrir Uppsveitadeild æskunnar í Reiðhöllinni á þriðjudaginn, 1. mars kl. 18:00 - 20:00.

Reiðkennari verður á staðnum til að leiðbeina þeim sem vilja varðandi keppni í fjórgangi.

Mikilvægt er að vera vel undirbúin og fara vel yfir reglurnar sem má finna hér: http://lhhestar.is/is/page/lh_log_og_reglur en á bls. 73 er fjallað um fjórgang.

Æskulýðsnefnin

24.02.2011 20:35

Skráning í Uppsveitadeild æskunnar - Fjórgangur

Skráningu í fjórgang,  keppni í uppsveitadeild æskunnar verður að vera lokið í

síðasta lagi mánudaginn 28. febrúar. 

Keppnin fer fram laugardaginn 5. mars kl.14:00 

Skráningu þarf að fylgja nafn og kennitala knapa og IS númer hests, nafn og litur.

Skráning fer fram hjá Vigdísi í síma 8616652 eða á netfanginu sydralangholt@emax.is

Keppnisreglur fyrir fjórgang má finna á slóðinni: lhhestar.is / um LH / Lög og reglur.

Upplýsingar um framkvæmd mótsins má finna á heimasíðu Smára, smari.is

Æskulýðsnefndin

20.02.2011 20:24

Úrslit úr fyrsta vetrarmóti

Fyrsta Vetrarmót Smára fór fram laugardaginn 19 febrúar við Reiðhöllina á Flúðum. Þátttaka var góð eða um 50 skráningar, greinilega er hugur í hestamönnum á nýju ári. Góð þátttaka var í pollaflokknum og fengu allir viðurkenningu fyrir þátttökuna, það verður spennandi að fylgjast með þessum flotta hópi á næstu mótum. Næsta Vetrarmót verður þann 19 mars.

Mótastjórn þakkar öllum fyrir þátttökuna og þeim sem komu að mótinu. Sigurður Sigmundsson var með myndavélina á lofti og verða birtar myndir á heimasíðunni smari.is

Úrslit urðu eftirfarandi.

 

Pollaflokkur ( engin sérstök röð )

 

Viktor Logi Ragnarsson, Þyrnir 14.vetra

Aron Ragnasson, Erró 8.vetra

Valdimar Hauksson, Elding 16.vetra

Guðrún Hulda Hauksdóttir, Spönn 14.vetra

Þórey Þula Helgadóttir, Ýlur 19.vetra

Þorvaldur Logi Einarsson, Æsa 20.vetra

Lára Bjarnadóttir, Stormur 11.vetra

Laufey Ósk Grímsdóttir, Hekla 8.vetra

 

 

Barnaflokkur

 

1.Helgi Valdimar Sigurðsson, Hugnir frá Skollagróf 6.vetra

2.Viktor Máni Sigurðsson, Þerna 10.vetra

3.Rúnar Guðjónsson, Neisti frá Melum 12.vetra

 

Unglingaflokkur

 

1.Sigurbjörg Björnsdóttir,Silfurdís frá Vorsabæ 2, 5.vetra

2.Gunnlaugur Bjarnason,Andrá frá Blesastöðum 2 a, 5.vetra

3.Rosmarie Huld Tómasdóttir,Blær frá Vestra Geldingaholti 13.vetra

4.Björgvin Ólafsson,Núpur frá Eystra Fróðholti 15.vetra

5.Hrafnhildur Magnúsdóttir,Kráka frá Syðra Langholti 6.vetra

 

Ungmennaflokkur

 

1.Matthildur María Guðmundsdóttir Þytur 8.vetra

 

Unghrossaflokkur

 

1.Gunnar Jónsson, Stjarni frá Skeiðháholti 3, 4.vetra

2.Gunnlaugur Bjarnason, Sandra frá Blesastöðum 1a 4.vetra

3.Jóhanna Ingólfsdóttir,Lygna frá Hrafnkelsstöðum 5.vetra

4. Guðmann Unnsteinsson,Kulur frá Skollagróf 4.vetra

5.Sigurbjörg Björnsdóttir,Fjöður frá Vorsabæ 2, 4.vetra

 

Fullorðinsflokkur, flokkur 2

 

1.Hjálmar Gunnarsson,Sameignagrána 8.vetra

2.Guðjón Birgisson, Hrímnir 15. vetra

3.Valgeir Jónsson, Katla frá Þverspyrnu 7.vetra

4.Ása María Ásgeirsdóttir Náttsól frá Kaldbak 11.vetra

 

Fullorðinsflokkur, flokkur 1

 

1.Guðmann Unnsteinsson,Breyting frá Haga 8.vetra

2.Aðalheiður Einarsdóttir, Blöndal frá Skagaströnd 8.vetra

3.Cora Claas, Agni frá Blesastöðum 9.vetra

4.Sigfús Guðmundsson,Prins frá Vestra Geldingaholti 11.vetra

5.Grímur Sigurðsson,Glaumur frá Miðskeri 15.vetra


Efstu þrír í unghrossaflokk 1. Gunnar Jónsson 2. Gunnlaugur Bjarnason 3. Jóhanna Ingólfsdóttir

Ljósmyndari : Sigurður Sigmundsson


17.02.2011 22:00

Bleika töltmótið á Konudag

Skráning byrjaði í gær 16 feb góð þátttaka og mikill áhugi flottir knapar og hestar munu mæta á Bleika tölt mótið.


Vegna fjölda áskorana hefur verið tekin sú ákvörðun að framlengja skráningu á bleika töltmótið til kl 12:00 á laugardag. Strax eftir það verður dregið í rásröð og ráslistar birtir.

Skráning verður áfram á netfanginu ddan@internet.is og í gegnum síma 893
3559 Drífa og 660 1750 Laufey. Munið að láta koma fram ISnúmer hests, kennitölu knapa, flokk og upp á hvaða hönd skal riðið.

Mótið hefst klukkan 14:00 á sunnudag og byrjar það á byrjendaflokki, svo minna vanar, svo meira vanar og loks opinn flokkur. Mótsstjórn hefur verið í sambandi við formann HÍDÍ og ætla þeir að gera allt til að þær konur sem ætla að mæta á upprifjun HÍDÍ nái líka að keppa á mótinu.

Mótið er eingöngu ætlað konum og er tileinkað Bleiku slaufunni sem er alþjólegt baráttutákn í baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Allir knapar og áhorfendur eru hvattir til að klæðast bleiku í tilefni konudagsins og sýna samstöðu.

Engin skráningargjöld eru á mótið heldur eru þau frjálst framlag sem rennur óskert til Krabbameinsfélags Íslands til styrktar rannsókna á brjóstakrabbameini og hvetjum við konur til að hafa lágmarksgreiðslu 3.000 krónur.

Eins og áður hefur komið fram gefa allir sem koma að mótinu vinnu sína.

Við hvetjum alla til að mæta í Reiðhöllina Víðidal á sunnudaginn, ef ekki til að keppa þá til að horfa á og styrkja gott málefni.

Kveðja
Drífa Dan og Laufey í Blend

15.02.2011 20:44

Fyrsta VetrarmótVetrarmót Smára  

Fyrsta vetrarmót Smára verður haldið laugardaginn 19. febrúar kl.14.00  

  Keppt verður í eftirtöldum flokkum:  Pollaflokkur,  Barnaflokkur,  Unglingaflokkur,  Ungmennaflokkur,Fullorðinsflokkur 1. flokkur,  Fullorðinsflokkur 2. flokkur,  Unghrossaflokkur

Skráning á staðnum. Skráning hefst kl. 12.45 og lýkur kl. 13.45.   

Skráningargjald er 500 kr. á hest, frítt er fyrir polla og barnaflokk.       

Pollaflokkurinn verður inni í Reiðhöllinni en aðrir flokkar á vellinum.

Veitingasala verður í Reiðhöllinni.

                          Minnum á næstu vetrarmót: 19. mars og 16. apríl.                                     

Nánari upplýsingar verða á www.smari.is  og í fréttablöðum sveitanna.

                                              Með von um góða þátttöku.                                                                    

Mótsstjórn

14.02.2011 20:52

Frá Aðalfundi

Aðalfundur hestamannafélagsins Smára var haldinn á Hestakránni á Húsatóftum 3 febrúar síðastliðinn.

Ekki er hægt að segja að fundurinn hafi verið fjölmennur en góðmennt var þó að vanda og úr varð hinn ágætasti fundur. Fundarstjóri var Hermann Þór Karlsson.
Venjuleg aðalfundarstörf einkenndu fundinn, reikningar voru lagðir fram og samþykktir samhljóða sem og skýrsla formanns.

Ræktunarbikarinn var afhentur fyrir hæst dæmda kynbótahross í eigu félagsmanns, að þessu sinni var það hryssan Ísafold frá Jaðri. Ísafold hlaut í aðaleinkunn 8,30 - fyrir sköpulag 8,07 og hæfileika 8,45. Sýnandi var Sigurður Sigurðarson. Eigendur eru þau Kristbjörg og Agnar á Jaðri, Hrunamannahrepp.               Hér má sjá Agnar taka við ræktunarbikarnum af Guðna Árnasyni formanni

Blæsbikarinn var afhentur þeim félagsmanni er þykir hafa staðið uppúr hvað varðar árangur jafnt og faglegrar framkomur á síðasta ári. Blæsbikarinn hlaut Hólmfríður Kristjánsdóttir. Hólmfríður náði m.a. þessum árangri :

  • 2 sæti í fjórgangi á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks (wr mót) í 2. flokki
  • 2 sæti í fjórgangi á Suðurlandsmóti (wr mót) í 2. flokki
  • 3 sæti í Tölti á Suðurlandsmóti (wr mót) í 2. flokki
  • 2 sæti á vetrarmóti Smára nr. 2 í fullorðinsflokki
  • 4 sæti í smala í Uppsveitadeild
  • 4 sæti í fjórgangi í Uppsveitadeild
  • 4 sæti í tölti í Uppsveitadeild
  • 1 sæti í skeiði í Uppsveitadeild
  • 2 sæti í samanlögðum stigum í Uppsveitadeild


Hólmfríður er mjög áhugasamur og efnilegur knapi sem við eigum, hvar sem hún kemur sýnir hún prúðmannslega reiðmennsku og er til fyrirmyndar fyrir sitt félag og er vel að viðurkenningunni komin.


 Hér má sjá Kolbrúnu Kristjánsdóttur, ömmu Hólmfríðar, taka við bikarnum fyrir hennar hönd af Guðna Árnasyni formanni.

Kjósa þurfti um 3 menn í aðalsstjórn, Ingvar Hjálmarsson, Guðmann Unnsteinsson og Coru Claas. Ingvar og Cora gáfu kost á sér til áframhaldandi setu og var því fagnað með lófataki. Guðmann bauð sig ekki fram til áframhaldandi setu og í hans stað var kosinn Aðalsteinn Aðalssteinsson frá Húsatóftum. Bjóðum við hann velkominn til starfa.

 

Kjósa þurfti um 3 menn í varastjórn og að þessu sinni hlutu flest atkvæði Kolbrún Haraldsdóttir Flúðum, Bjarni Birgisson Blesastöðum og Lilja Össurardóttir Kílhrauni.

Skoðunarmenn reikningna verða þeir sömu, Árni Svavarsson og Þorgeir Vigfússon. Varamenn í þessu embætti eru Haraldur Sveinsson og Haukur Haraldsson.


Fram var lögð tillaga að nefndarskipan 2011 sem má finna hér til hliðar undir liðnum Stjórnir og nefndir. Að gefnu tilefni skal taka það fram að þetta er einungis tillaga af hálfu stjórnar. Engum er skylt að starfa hafi hann ekki áhuga eða sjái sér ekki fært að taka þátt í störfum viðkomandi nefndar. Ef svo er er upplagt að viðkomandi snúi sér til næsta stjórnarmanns og segji sig frá starfinu, einnig er hægt að senda tölvupóst á smari@smari.is best væri ef það yrði gert sem fyrst svo hægt sé að fá staðgengil inn í viðkomandi nefnd.

13.02.2011 20:43

Bleikt Töltmót - Bara fyrir konur

Á konudaginn, þann 20. febrúar kl. 14, verður haldið Bleikt Töltmót í Reiðhöllinni í Víðidal.

Mótið er einungis ætlað konum, 17 ára og eldri, en keppt verður í fjórum flokkum byrjanda, minna vanar, meira vanar og opnum flokki.

Skráningagjöld eru í formi frjálsra framlaga sem munu renna óskert til Krabbameinsfélags Íslands til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini.

Skráningu skal senda á netfangið ddan@internet.is þar sem koma þarf fram IS númer hests, keppnisflokkur, kennitala knapa og upp á hvor hönd riðið er. Einnig er tekið á móti skráningum hjá Drífu og Laufey í símum 893-3559 og 660-1750.

Síðasti dagur skráningar er 16. febrúar.

Bleika slaufan er alþjóðlegt tákn í baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Hvatt er til þess að knapar og áhorfendur klæðist bleiku í tilefni dagsins og sýni þannig samstöðu.


12.02.2011 19:49

UPPSVEITADEILD ÆSKUNNAR-Úrslit Smali

Í dag fór fram fyrsta mótið í Uppsveitadeild Æskunnar í Reiðhöllinni á Flúðum. Keppt var í smala og voru 30 börn og unglingar skráðir til leiks. Ekki voru þau síðri tilþrifin í dag en í gærkvöldi og stóðu krakkarnir sig vægast sagt frábærlega. Reiðmennska var til fyrirmyndar og allir gerðu sitt besta í harðri keppni og veit þetta á gott varðandi framhaldið í deildinni en næsta mót er laugardaginn 5 mars næstkomandi og þá verður keppt í fjórgangi.
Keppt er í einstaklings og liðakeppni og engar fjöldatakmarkanir eru í liðunum þremur sem eru Smári, Logi og Trausti.


BARNAFLOKKUR TÍMI STIG FELLDAR MÍNUS STIG HEILDARSTIG
1 Sigríður Magnea Kjartansdóttir 1,0307 300 1 14 286
2 Ragnheiður Einarsdóttir 1,0471 270 0 0 270
3 Karítas Ármann 1,0443 280 1 14 266
4 Viktor Logi Ragnarsson 1,0594 260 1 14 246
5 Helgi Valdimar Sigurðsson 1,0803 230 0 0 230
6 Rósa Kristín Jóhannesdóttir 1,0616 250 2 28 222
7 Hrafndís Katla Elíasdóttir 1,0921 220 0 0 220
8 Sölvi Freyr Jónasson 1,0779 240 2 28 212
9 Birgit Ósk Snorradóttir 1,1728 200 0 0 200
10 Natan Freyr Morthens 1,1029 210 1 14 196Einnig hlutu þær Elín Helga Jónsdóttir og Eva María Larsen viðurkenningu fyrir þáttöku.EINSTAKLINGSKEPPNI
  BARNAFLOKKUR STIG1 Sigríður Magnea Kjartansdóttir 102 Ragnheiður Einarsdóttir 93 Karítas Ármann 84 Viktor Logi Ragnarsson 75 Helgi Valdimar Sigurðsson 66 Rósa Kristín Jóhannesdóttir 57 Hrafndís Katla Elíasdóttir 48 Sölvi Freyr Jónasson 39 Birgit Ósk Snorradóttir 210 Natan Freyr Morthens 1


UNGLINGAFLOKKUR TÍMI STIG FELLDAR MÍNUS STIG HEILDARSTIG
1 Kjartan Helgason 0,4735 300 3 42 258
2 Finnur Jóhannesson 0,496 270 1 14 256
3 Guðjón Hrafn Sigurðsson 0,4873 280 2 28 252
4 Jón Óskar Jóhannesson 0,5009 260 1 14 246
5 Guðmunda Ellen Sigurðardóttir 0,5115 230 0 0 230
6 Bryndís Heiða Guðmundsdóttir 0,5075 245 3 42 203
7 Vilborg Rún Guðmundsdóttir 0,5246 200 0 0 200
8 Guðjón Örn Sigurðsson 0,5075 245 4 56 189
9 Björgvin Ólafsson 0,513 220 3 42 178
10 Martha Margeirsdóttir 0,5281 190 1 14 176
11 Dórothea Ármann 0,5454 170 0 0 170
12 Ragnhildur Eyþórsdóttir 0,5469 160 0 0 160
13 Sigurbjörg Bára Björnsdóttir 0,5513 140 0 0 140
14 Alexandra Garðarsdóttir 0,5496 150 1 14 136
15 Katrín Rut Sigurgeirsdóttir 0,5305 180 4 56 124
16 Björgvin Viðar Jónsson 0,5186 210 7 98 112
17 Eyrún Agnarsdóttir 1,1012 120 1 14 106
18 Eva Ósk Jónsdóttir 1,079 130 4 56 74
EINSTAKLINGSKEPPNI
  UNGLINGAFLOKKUR STIG1 Kjartan Helgason 102 Finnur Jóhannesson 93 Guðjón Hrafn Sigurðsson 84 Jón Óskar Jóhannesson 75 Guðmunda Ellen Sigurðardóttir 66 Bryndís Heiða Guðmundsdóttir 57 Vilborg Rún Guðmundsdóttir 48 Guðjón Örn Sigurðsson 39 Björgvin Ólafsson 210 Martha Margeirsdóttir 1

LIÐAKEPPNI BARNAFLOKKUR UNGLINGAFLOKKUR HEILDARSTIG
SMÁRI 28 34 62
LOGI 27 21 48

12.02.2011 11:16

UPPSVEITADEILD-Úrslit Smali

Föstudagskvöldið 11 febrúar fór fram fyrsta mót í Uppsveitadeildinni í Reiðhöllinni á Flúðum þar sem öttu kappi félagar úr Smára, Loga og Trausta. Keppt var í smala og var mikil barátta fram á síðustu mínútu. Riðnar voru tvær umferðir þar sem betri árangur gildir og gátu knapar unnið sér sæti í 10 manna úrslitaumferð. 10 efstu safna stigum í einstaklingskeppni og eins fyrir sitt lið svo til mikils var að vinna. Einbeitningin var gríðarleg og heilmikið var um frábær tilþrif og skemmtu áhorfendur sér vel enda var húsfylli í reiðhöllinni og vonandi er það ávísun á frábæra skemmtun á komandi keppnum deildarinnar, en næst verður keppt í fjórgangi þann 4 mars næstkomandi. Nokkrar myndir má finna í myndaalbúmi hér til hliðar. Ljósmyndari var Sigurður Sigmundsson

 

Svona var staðan eftir 2 umferðir

 

 

KNAPI

LIÐ

TÍMI

F.KEILUR

HEILDARSTIG

1

Einar Logi Sigurgeirsson

VORMENN

0,5946

1

286

2

Aðalheiður Einarsdóttir

HAUKARNIR

1,0276

1

246

3

Guðmann Unnsteinsson

O.K.PROSTHETICS

1,0123

2

242

4

Sigvaldi L.Guðmundsson

JÁVERK

1,0323

1

236

5

Hólmfríður Kristjánsdóttir

O.K.PROSTHETICS

1,0354

1

236

6

Ingvar Hjálmarsson

VORMENN

1,0242

2

232

7

Bjarni Birgisson

LAND OG HESTAR

1,0354

1

226

8

Gunnlaugur Bjarnason

LAND OG HESTAR

1,0413

1

226

9

Knútur Ármann

HÓTEL GEYSIR/ÁSTUND

1,0227

6

196

10

Guðrún S. Magúsdóttir

JÁVERK

1,0498

2

192

11

Hermann Þór Karlsson

VORMENN

1,0639

0

190

12

Líney Kristinsdóttir

JÁVERK

1,0492

3

188

13

Halldór Þorbjörnsson

BYKO

1,0569

2

182

14

Sölvi Arnarsson

BYKO

1,0651

2

182

15

Helgi Kjartansson

HAUKARNIR

1,0113

8

168

16

Jóhann Pétur Jensson

HÓTEL GEYSIR/ÁSTUND

1,0881

2

142

17

Sigurður Sigurjónsson

HAUKARNIR

1,0546

6

136

18

Kristbjörg Kristinsdóttir

O.K.PROSTHETICS

1,0967

1

136

19

Linda D. Snæbjörnsdóttir

BYKO

1,0871

3

128

20

Hulda H. Stefánsdóttir

LAND OG HESTAR

1,1368

2

102

21

Þórey Helgadóttir

HÓTEL GEYSIR/ÁSTUND

1,1181

3

98

 

Úrslit eftir lokaumferð

 

1

Einar Logi Sigurgeirsson

VORMENN

0,5792

1

286

2

Aðalheiður Einarsdóttir

HAUKARNIR

0,5986

0

280

3

Gunnlaugur Bjarnason

LAND OG HESTAR

1,0159

0

270

4

Bjarni Birgisson

LAND OG HESTAR

1,0257

1

246

5

Knútur Ármann

HÓTELGEYSIR/ÁSTUND

1,0306

2

222

6

Sigvaldi LGuðmunsson

JÁVERK

1,0308

2

212

7

Guðrún S. Magúsdóttir

JÁVERK

1,0425

1

206

8

Ingvar Hjálmarsson

VORMENN

1,0408

3

188

9

Guðmann Unnsteinsson

O.K. ROSTHETICS

1,0726

3

168

10

Hólmfríður Kristjánsdóttir

O.K. PROSTHETICS

0

0

0

 

STAÐAN Í LIÐAKEPPNI EFTIR 1 MÓT

1

LAND OG HESTAR

15

2

VORMENN

13

3

JÁVERK

 

9

4

HAUKARNIR

9

5

HÓTEL GEYSIR/ÁSTUND

6

6

O.K. PROSTHETICS

3

7

BYKO

 

0

11.02.2011 00:34

Uppsveitadeild Æskunnar - Rásröð SMALI

BARNAFLOKKUR
1 Elín Helga Jónsdóttir Mána, 19v. Brúnstjörnótt LOGI
2 Brynhidur Melot Ör, 21v. Brún GESTUR
3 Rósa Kristín Jóhannesdóttir Freyja, 9v. Rauð LOGI
4 Ragnheiður Einarsdóttir Fákur , 7v. Jarpur SMÁRI
5 Viktor Logi Ragnarsson Erró frá Neðra-Seli, 7v. Brúnskjóttur SMÁRI
6 Sigríður Magnea Kjartansdóttir Glampi frá Tjarnarlandi, 6v LOGI
7 Natan Freyr Morthens Spónn frá Hrosshaga, 10v. Rauðtvístjörnóttur LOGI
8 Hrafndís Katla Elíasdóttir Gikkur frá Mosfellsbæ, 12v. Brúnn SMÁRI
9 Eva María Larsen Prins frá Fellskoti, 7v. Rauður LOGI
10 Helgi Valdimar Sigurðsson Straumur frá Skollagróf, 9v. Jarpur SMÁRI
11 Sölvi Freyr Jónasson Bára frá Bræðratungu, 7v. LOGI
12 Birgit Ósk Snorradóttir Maístjarna frá Syðra-Langholti, 10v grá SMÁRI
13 Karítas Ármann Dalrós frá Efra-Seli, 12v. Jarpskjótt LOGI
UNGLINGAFLOKKUR
1 Kjartan Helgason Þokki frá Hvammi, 10v. Jarpur SMÁRI
2 Eyrún Agnarsdóttir Strákur frá Ísabakka, 14v. Rauður SMÁRI
3 Eva Ósk Jónsdóttir Sæla, 21v brún LOGI
4 Dórothea Ármann Byr frá Litla Dal 9v. Rauðskjóttur LOGI
5 Martha Margeirsdóttir Barón 8v. Jarpskjóttur LOGI
6 Guðjón Hrafn Sigurðsson Þerna frá Kaldbak 9v. Móskjótt SMÁRI
7 Björgvin Viðar Jónsson Sigð frá Sauðá, 11v. Rauðstjörnótt SMÁRI
8 Sigurbjörg Bára Björnsdóttir Silfurdís frá Vorsabæ2 5v brún SMÁRI
9 Bryndís Heiða Guðmundsdóttir Blær frá Vestra-Geldingaholti, 13v. Brúnnösóttur SMÁRI
10 Vilborg Rún Guðmundsdóttir Kolur, 18v. Brúnn LOGI
11 Jón Óskar Jóhannsson Geisli, 7v. Móálóttur LOGI
12 Ragnhildur Eyþórsdóttir Glói frá Hömrum, 14 v. Rauðtvístjörnóttur SMÁRI
13 Guðmunda Ellen Sigurðardóttir Gletta frá Fákshólum, 7vl. Brúnstjörnótt SMÁRI
14 Guðjón Örn Sigurðsson Svigna frá Svignaskarði, 9v. Rauðstjörnótt SMÁRI
15 Alexandra Garðarsdóttir Spönn frá Þorkelshóli 13v rauðtvístjörnótt SMÁRI
16 Finnur Jóhannesson Hlekkur, 7v. Rauðtvístjörnóttur LOGI
17 Björgvin Ólafsson Frigg frá Hrepphólum, 9v. Rauðblesótt SMÁRI
18 Katrín Rut Sigurgeirsdóttir Bliki frá Leysingjastöðum, 13v. Fífilbleikstjörnóttur LOGI

10.02.2011 23:47

Uppsveitadeild - Rásröð Smali

Rásröð Knapi Lið Hestur
1 Sólon Morthens HÓTEL GEYSIR/ÁSTUND Glæsir frá Feti, 10v. Brúnskjóttur
2 Helgi Kjartansson HAUKARNIR Panda frá Hvammi, 8v. Moldótt
3 Guðrún S. Magnúsdóttir JÁVERK Snæfaxi frá Bræðratungu, 18v. Leirljós
4 Guðmann Unnsteinsson O.K. PHROSTHETICS Breyting frá Haga, 7v. Brún
5 Bjarni Birgisson LAND OG HESTAR Smári frá Hlemmiskeiði, 9v. Brúnn
6 Ingvar Hjálmarsson VORMENN Hringur frá Húsatóftum 2, 12v. Rauður
7 Halldór Þorjörnsson BYKO Hæringur frá Miðengi, 6v. Grár
8 Þórey Helgadóttir HÓTEL GEYSIR/ÁSTUND Djákni frá Minni-Borg, 9v. Móálóttur,stjörnóttur
9 Sigurður Sigurjónsson HAUKARNIR Pjakkur frá Kotlaugur,, 8v. Rauðstjörnóttur
10 Líney Kristinsdóttir JÁVERK Tígull frá Fellskoti, 6v. Rauðstjörnóttur
11 Hólmfríður Kristjánsdóttir O.K. PHROSTHETICS Dynjandi frá Grafarkoti, 10v. Brúnskjóttur
12 Gunnlaugur Bjarnason LAND OG HESTAR Tvistur frá Reykholti, 15v. Rauðtvístjörnóttur
13 Einar Logi Sigurgeirsson VORMENN Æsa frá Grund, 20v. Grá
14 Sölvi Arnarsson BYKO Maísól frá Efsta-Dal II, 6v. Grá
15 Knútur Ármann HÓTEL GEYSIR/ÁSTUND Dögg frá Ketilsstöðum, 18v. Brún
16 Aðalheiður Einarsdóttir HAUKARNIR Moli frá Reykjum, 17v. Móálóttur
17 Sigvaldi Lárus Guðmundsson JÁVERK Þruma frá Skogskoti, 6v. jörp
18 Kristjörg Kristinsdóttir O.K. PHROSTHETICS Hátíð frá Jaðri, 5v. Fífilbleikstjörnótt
19 Hulda Hrönn Stefánsdóttir LAND OG HESTAR Brana frá Hrepphólum, 14v. Jörp
20 Hermann Þór Karlsson VORMENN Þytur frá Hallfríðarstaðakoti, 8v. Brúnblesóttur
21 Sigurður Halldórsson BYKO Svala frá Minni-Borg, 6v. Grá

05.02.2011 10:49

Skráning í Uppsveitadeild æskunnar - Smali

Skráningu í Smala, fyrstu keppni í uppsveitadeild æskunnar verður að vera lokið í

síðasta lagi þriðjudaginn 8.febrúar. 

Keppnin fer fram laugardaginn 12. febrúar kl.14:00 

Skráningu þarf að fylgja nafn og kennitala knapa og IS númer hests, nafn og litur.

Skráning fer fram hjá Vigdísi í síma 8616652 eða á netfanginu sydralangholt@emax.is

Keppnisreglur og upplýsingar um framkvæmd mótsins má finna á heimasíðu Smára, smari.is

Æskulýðsnefndin

02.02.2011 19:32

Aðalfundur!!


Minnum á aðalfund hestamannafélagsins Smára sem fram fer á Hestakránni á Húsatóftum annað kvöld - fimmtudagskvöldið
3 febrúar kl. 20.30


Hvetjum alla til að mæta


Stjórnin

  • 1
Flettingar í dag: 71
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 2083840
Samtals gestir: 302602
Tölur uppfærðar: 2.4.2020 03:48:37