Færslur: 2011 Mars

31.03.2011 21:32

Uppsveitadeild Æskunnar-Ráslistar

BARNAFLOKKUR
1 Sölvi Freyr Jónasson LOGI Glampi frá Tjarnarlandi 6v. Rauður
2 Helgi Valdimar Sigurðsson SMÁRI Hugnir frá Skollagróf 6v. Brúnn
3 Viktor Logi Ragnarsson SMÁRI Glói frá Hömrum 14v. Rauðstjörnóttur
4 Birgit Ósk Snorradóttir SMÁRI Maístjarna frá Syðra-Langholti 10v. Grá
5 Karítas Ármann LOGI Bríet frá Friðheimum 7v. Brún
6 Aníta Víðisdóttir SMÁRI Skoppi frá Bjargi 11v. Dökkjarpur
7 Natan Freyr Morthens LOGI Spónn frá Hrosshaga 9v. rauðtvístjörnóttur  
8 Sigríður Magnea Kjartansdóttir LOGI Baugur frá Bræðratungu 6v. Rauðtvístjörnóttur
9 Eva María Larsen LOGI Brá frá Fellskoti 7v. Rauð
10 Hrafndís Katla Elíasdóttir SMÁRI Eldar frá Mosfellsbæ 8v. Jarpur
11 Ragnheiður Einarsdóttir SMÁRI Rúbín frá Vakurstöðum 11v. Bleikskjóttur
12 Rósa Kristín Jóhannesdóttir LOGI Freyja frá Kjóastöðum II 9v. Rauð
UNGLINGAFLOKKUR
1 Alexandra Garðarsdóttir SMÁRI Spönn frá Þorkelshóli 13v. Rauðtvístjörnótt
2 Guðjón Örn Sigurðsson SMÁRI Seðill frá Skollagróf 8v. Móvindóttur
3 Finnur Jóhannesson LOGI Egill frá Efsta-Dal  10v. Jarpskjóttur
4 Kjartan Helgason SMÁRI Þokki frá Hvammi 10v. Jarpur
5 Katrín Rut Sigurgeirsdóttir LOGI Smjörvi frá Fellskoti 13v. Bleikskjóttur
6 Ragnhildur Eyþórsdóttir SMÁRI Elding frá Stokkseyri 15v. Rauð
7 Dórothea Ármann LOGI Eskimær frá Friðheimum 12v. Brún
8 Guðjón Hrafn Sigurðsson SMÁRI Illugi frá Kaldbak 6v. Rauðlitföróttur
9 Sigurbjörg Bára Björnsdóttir SMÁRI Hrefna frá Vorsabæ II 12v. Brúnstjörnótt
10 Björgvin Ólafsson SMÁRI Stirnir frá Hrepphólum 19v. Brúnn
11 Jón Óskar Jóhannsson LOGI Erró frá Reyðarfirði 11v. Brúnn
12 Martha Margeirsdóttir LOGI Óttar frá Miklaholti 13v. Brúnn
13 Bryndís Heiða Guðmundsdóttir SMÁRI Þögn frá Vestra-Geldingaholti 12v. Rauðstjörnótt

30.03.2011 19:48

Uppsveitadeild - Fimmgangur

Nú styttist í þriðja mót Uppsveitadeildarinnar en það fer fram næstkomandi föstudagskvöld og þá verður keppt í fimmgangi  í Reiðhöllinni á FLúðum. Undirbúningur er í fullum gangi og ekki er við öðru að búast að knapar mætir klárir í slaginn og að hart verður barist um sigurinn og þau stig sem í boði eru.
Keppnin í einstaklings og liðakeppninni er hörð, til mikils er að vinna og ljóst er að allt getur gerst. Eins og staðan er eftir 2 mót leiðir Aðalheiður Einarsdóttir einstaklingskeppnina en fast á hæla hennar og mjög jöfn eru næstu5 knapar; Bjarni Birgisson, Einar Logi Sigurgeirsson, Sigvaldi Lárus Guðmunsson, Guðmann Unnsteinsson og Hólmfríður Kristjánsdóttir.
Liðakeppnin er ekki síður jöfn en þar leiðir lið JÁVERKS, hálfu stigi þar á eftir er LAND&HESTAR svo O.K. PROSTHETICS og HAUKARNIR ekki langt undan.
Fjölmennt hefur verið á fyrstu 2 kvöldin og vonum við að ekki verði annað upp á teningnum á föstudagskvöldið. Hvetjum við alla til að koma og hvetja sín lið og knapa og hefjast herlegheitin stundvíslega kl. 20.00

Einnig hvetjum við alla áhugasama til að mæta í Reiðhöllina á laugardeginum en þá fer fram keppni í Uppsveitadeild Æskunnar og munu unglingarnir þreyta keppni einnig í fimmgang en keppt verður í þrígangi í barnaflokki. Þarna verða á ferðinni flottir framtíðarknapar og verður enginn svikinn á að fylgjast með þeirri skemmtun sem hefst stundvíslega kl. 14.00


Meðfylgjandi er ráslisti föstudagskvöldsins sem þó enn getur tekið einhverjum breytingum svo fylgist vel með hér á smari.is


 

1

HAUKARNIR

Aðalheiður Einarsdóttir

Dísa frá Refsstöðum 5v. Fífilbleiknösótt

2

LAND OG HESTAR

Gunnlaugur Bjarnason

Smári frá Hlemmiskeiðið 1A 9v. Brúnn

3

BYKO

Halldór Þorbjörnsson

Sædís frá Hveragerði 9v. Jarptvístjörnótt

4

VORMENN

Einar Logi Sigurgeirsson

Gjöf frá Kýrholti 6v. Brún

5

JÁVERK

Guðrún S. Magnúsdóttir

Baugur frá Bræðratungu 6v. Rauðtvístjörnóttur

6

HÓTEL GEYSIR/ÁSTUND

Þórey Helgadóttir

Þyrnirós frá Reykjavík 7v. Rauð

7

O.K PROSTHETICS

Kristbjörg Kristinsdóttir

Ilmur frá Jaðri 6v. Brúnstjörnótt

8

HAUKARNIR

Sigurður Sigurjónsson

Blúnda frá Arakoti 5v. Brúnblesótt

9

LAND OG HESTAR

Hulda Hrönn Stefánsdóttir

Gyðja frá Hrepphólum 8v. Jörp

10

BYKO

Linda Dögg Snæbjörnsdóttir

Drottning frá Efsta-Dal II 5v. Brún

11

VORMENN

Ingvar Hjálmarsson

Hringur frá Húsatóftum 12v. Rauður

12

JÁVERK

Sigvaldi Lárus Guðmundsson

Leiftur frá Búðardal 13v. Rauðstjörn.glófextur

13

HÓTEL GEYSIR/ÁSTUND

Knútur Ármann

Hruni frá Friðheimum 7v. Móálóttur

14

O.K PROSTHETICS

Guðmann Unnsteinsson

Prins frá Langholtskoti 8v. Jarpur

15

HAUKARNIR

Helgi Kjartansson

Panda frá Hvammi 8v. Moldótt

16

LAND OG HESTAR

Bjarni Birgisson

Stormur frá Reykholti 11v. Jarpur

17

BYKO

Sigurður Halldórsson

Vísa frá Halakoti 7v. Jörp

18

VORMENN

Hermann Þór Karlsson

Blær frá Efri-Brúnavöllum 7v. Brúnn

19

JÁVERK

Líney Kristinsdóttir

Muska frá Skógskoti 8v. Móálótt

20

HÓTEL GEYSIR/ÁSTUND

Sólon Morthens

Frægur frá Flekkudal 8v. Grár

21

O.K PROSTHETICS

Hólmfríður Kristjánsdóttir

Spá frá Skíðbakka 11v. Jörp


28.03.2011 22:49

Ekki gleyma að panta miða árshátíðina!!


Árshátíð  hestamannafélaganna 

Trausta, Loga og Smára.

2 apríl í Aratungu

Húsið opnar kl. 20.00 og borðhald hefst 20.30

Matseðill að hætti meistarakokksins Jóns Kr. í Aratungu:

Koníaksbætt sunnlensk  humarsúpa með léttþeyttum uppsveita rjóma

og nýbökuðu  sveitabrauði.

Ofnbakað heiða-lambalæri að hætti heimamanna með sveppasósu

frá Flúðum og gratíneruðum jarðeplum og fersku salati  frá

garðyrkjubýlum í nágrenninu.

Ka­ffi og heimagert Mika konfekt úr Hrunamannahreppi.

 Veislustjóri er Jóhannes Kristjánsson eftirherma

Glens, söngur og gaman úr héraði. 

Gleðisveitin Stuðlabandið leikur fyrir dansi fram á rauða nótt.

Verð 6.500 kr.  Tekið við pöntunum til 31.mars.

Selt verður á dansleik eftir 23.30. kr. 2500.

Tekið á móti pöntunum á netfanginu hestamannafelagidlogi@gmail.com 

og  hjá Báru í síma 868-6742.  

                     Hægt verður að nálgast pantaða miða í reiðhöllinna á Flúðum á föstudagskvöld sem og við innganginn á laugardagskvöldið. Hægt verður að greiða með peningum og greiðslukorti.

28.03.2011 17:56

Miðasala á Landsmót

Miðasala Landsmóts 2011 er hafin!

Miðasala Landsmóts 2011, sem fer fram á Vindheimamelum í Skagafirði dagana 26.júní til 3.júlí, er nú hafin. Miðasala fer fram á heimasíðu Landsmóts, http://www.landsmot.is/.

Félagar innan Landssambands hestamannafélaga og Bændasamtaka Íslands fá 20% afslátt af miðaverði í forsölu til 1.maí.
Auk þess fá N1 korthafar 1000 kr. afslátt af miðaverði. N1 kortið veitir afslátt af eldsneyti og ýmsum vörum og þjónustu, t.d. á þjónustustöðvum, á hjólbarða- og smurverkstæðum, í verslunum, á sjálfsafgreiðslustöðvum og hjá fjölda samstarfsaðilum. Kortið er einstaklega auðvelt í notkun um land allt. Hestamenn geta með notkun N1 kortsins styrkt sitt hestamannafélag en af hverjum seldum eldsneytislítra rennur hálf króna til hestamannafélagsins.

Á heimasíðu Landsmóts má finna glæsilegt kynningarmyndband um mótið.

27.03.2011 13:45

Uppsveitadeild Æskunnar - Æfing

Við minnum á æfingatíma fyrir Uppsveitadeild æskunnar í Reiðhöllinni á þriðjudaginn,  29. mars kl. 18:00 - 20:00.

Cora Claas reiðkennari verður á staðnum milli kl.19:00 og 20:00 til að leiðbeina þeim sem vilja varðandi keppnina.

Mikilvægt er að vera vel undirbúin og fara vel yfir reglurnar sem má finna hér: http://lhhestar.is/is/page/lh_log_og_reglur en á bls. 76 er fjallað um fimmgang.

Æskulýðsnefnin

26.03.2011 16:43

Skráning í Uppsveitadeild æskunnar - fimmgangur/þrígangur

Skráningu í fimmgang í unglingaflokki og þrígang í barnaflokki í uppsveitadeild æskunnar  verður að vera lokið í síðasta lagi þriðjudaginn 29. mars. 

Keppnin fer fram laugardaginn  2. apríl kl.14:00 

Skráningu þarf að fylgja nafn og kennitala knapa og IS númer hests, nafn og litur.

Skráning fer fram hjá Vigdísi í síma 8616652 eða á netfanginu sydralangholt@emax.is

Keppnisreglur fyrir fimmgang má finna á slóðinni: lhhestar.is / um LH / Lög og reglur.

Í þrígangi er hálfur hringur á feti, einn hringur á tölti eða brokki og einn hringur á stökki.

Upplýsingar um framkvæmd mótsins má finna á heimasíðu Smára, smari.is

Æskulýðsnefndin

26.03.2011 15:44

Myndir frá öðru vetrarmóti

Nokkrar myndir sem okkur bárust frá öðru vetrarmóti sem fram fór 19 mars síðastliðin má nú finna í myndaalbúmi hér til hliðar eða með því að smella HÉR

Ljósmyndari var Arnar Þór Kjærnested og þökkum
 við honum kærlega fyrir

26.03.2011 10:05

Athyglisvert að skoða

 

Ágætu félagar

N1 er orðinn einn af stærstu styrktaraðilum Landsmóts og Landssambands hestamannafélaga. Öllum hestamönnum stendur nú til boða að fá N1 kortið með sérkjörum og um leið geta viðkomandi aðilar valið sitt hestamannafélag til þess að styrkja. Hálf króna af hverjum seldum lítra rennur þá sem fjáröflun til viðkomandi félags. Þeir aðilar sem nú þegar hafa N1 kort eru vinsamlega beðnir að senda tölvupóst til  LH á hm@landsmot.is með ósk um hvaða hestamannafélag það vill að kortið sitt styrki  og mun sú ósk í engu breyta um kjör viðkomandi hjá N1. LH mun síðan koma þeim skilaboðum áleiðis til N1.

Það er því hagur hestamannafélaganna að þeirra félagar noti kortin frá N1 og er þetta mjög góð fjáröflun fyrir félög innan Landssambands hestamannafélaga.

Einnig má geta þess að N1 kortið getur nýst sem enn frekari fjáröflunar fyrir æskulýðsnefndirnar í félögunum eða félögin sjálf.  Hvert félag getur skráð einstaklinga innan hestamannafélagsins fyrir N1 korti og af hverju skráðu korti fær það æskulýðsfélag  eða félag til sín 800 kr. Hérna er góð leið til þess að styrkja æskulýðs og barnastarf hver félags fyrir sig og/eða hestamannafélagið sjálft.

Endilega nýtið þetta góða tækifæri sem getur verið góð tekjuöflun næstu árin og þess má geta að hver N1 korthafi fær 1000 króna afslátt af hverjum miða inn á Landsmót hestamanna 2011 og 2012.

 

Allar upplýsingar veitir Hólmfríður hm@landsmot.is

Eða skrifstofa LH 514-4030

 

 

22.03.2011 20:22

Úrslit frá öðru vetrarmóti


Annað vetrarmót Smára var haldið laugardaginn 19 mars við reiðhöllina á Flúðum, þátttaka var ágæt og voru glæsilegir hestar þar á ferð. Við  þökkum keppendum, dómurum og öðrum sem komu að mótinu fyrir skemmtilegt mót. Síðasta Vetrarmót Smára verður haldið þann 16 apríl kl.14Pollaflokkur:

 

Valdimar Eiríkur,Glói

Þórey Þula Helgadóttir,Ylur

 

Barnaflokkur:

 

1.Rúnar Guðjónsson, Neisti 13.v

2.Helgi Valdimar Sigurðsson, Huggnir frá Skollagróf 6.v

3.Aníta Víðisdóttir, Skoppi frá Bjargi 11.v

4.Hrafndís Katla Elíasdóttir, Eldar frá Mosfellsbæ 8.v

 

Unglingaflokkur:

 

1.Sigurbjörg Bára Björnsdóttir, Silfurdís frá Vorsabæ 2, 5.v

2.Björgvin Ólafsson, Núpur frá Eystra-Fróðholti 14.v

3.Gunnlaugur Bjarnason, Andrá frá Blesastöðum 2a, 5.v

4.Hrafnhildur Magnúsdóttir, Kráka frá Syðra-Langholti 6.v

5.Guðjón Hrafn Sigurðsson, Illugi 6.v

 

Ungmennaflokkur:

 

1.Matthildur María Guðmundsdóttir, Gítar frá Húsatóftum 6.v

2.Nadia Barndt, Gletta 6.v

 

Unghrossaflokkur:

 

1.Sigfús Guðmundsson,Vonarneisti frá Vestra-Geldingaholti 5.v

2.Helgi Kjartansson,Þöll frá Hvammi 1, 5.v

3.Björgvin Ólafsson,Sveipur frá Hrepphólum, 5.v

4.Gunnlaugur Bjarnason,Sandra frá Blesastöðum 2 A, 4.v

5.Bjarni Birgisson,Garún frá Blesastöðum 2 A, 4.v

 

Fullorðinsflokkur, flokkur 2:

 

1.Valgeir Jónsson, Katla frá Þverspyrnu

2. Guðjón Birgisson, Hrímnir, 15.v

3. Hjálmar Gunnarsson, Sameignagrána 8.v

 

Fullorðinsflokkur, flokkur 1:

 

1. Guðmann Unnsteinsson, Breyting frá Haga, 7.v

2. Aðalsteinn Aðalsteinsson ,Snillingur frá Vorsabæ

3. Hermann Karlsson, Hörpustrengur, 9.v

4. Bjarni Birgisson, Bylgja frá Blesastöðum 2 A , 5.v

5. Helgi Kjartansson , Röst frá Hvammi 1,


16.03.2011 21:18

Árshátíð 2011


           

Árshátíð  hestamannafélaganna 

Trausta, Loga og Smára.

2 apríl í Aratungu

Húsið opnar kl. 20.00 og borðhald hefst 20.30

Matseðill að hætti meistarakokksins Jóns Kr. í Aratungu:

Koníaksbætt sunnlensk  humarsúpa með léttþeyttum uppsveita rjóma

og nýbökuðu  sveitabrauði.

Ofnbakað heiða-lambalæri að hætti heimamanna með sveppasósu

frá Flúðum og gratíneruðum jarðeplum og fersku salati  frá

garðyrkjubýlum í nágrenninu.

Ka­ffi og heimagert Mika konfekt úr Hrunamannahreppi.

 Veislustjóri er Jóhannes Kristjánsson eftirherma

Glens, söngur og gaman úr héraði. 

Gleðisveitin Stuðlabandið leikur fyrir dansi fram á rauða nótt.

Verð 6.500 kr.  Tekið við pöntunum til 31.mars.

Selt verður á dansleik eftir 23.30. kr. 2500.

Tekið á móti pöntunum á netfanginu hestamannafelagidlogi@gmail.com 

og  hjá Báru í síma 868-6742.  

                       Hestamenn...­fjölmennum og skemmtum okkur saman!!!!
15.03.2011 20:13

Minnum á ...

Kynningarfund um framtíðaráætlanir Rángárbakka og Rángárhallarinnar vegna fjárhagsörðuleika.

Miðvikudaginn 16. mars kl:20:00

Haldinn fyrir félagsmenn Smára, Loga og Trausta.


Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 16. mars  á

Kaffi Kletti Reykholti og hefst kl 20:00.

Kristinn Guðnason mætir ásamt fleirum fyrir hönd Rángárbakka og Rangárhallar.

 Stjórnir Smára,Loga og Trausta.

14.03.2011 19:52

Annað vetrarmót
Annað vetrarmót Smára verður haldið laugardaginn 19.mars kl.14.00  

  Keppt verður í eftirtöldum flokkum: Pollaflokkur, Unghrossaflokkur, Barnaflokkur, Unglingaflokkur,  Ungmennaflokkur, Fullorðinsflokkur 1. flokkur,  Fullorðinsflokkur 2. flokkur

Skráning á staðnum. Skráning hefst kl. 12.45 og lýkur kl. 13.45.   

Skráningargjald er 500 kr. á hest, frítt er fyrir polla og barnaflokk.       

Pollaflokkurinn verður inni í Reiðhöllinni en aðrir flokkar á vellinum.

Veitingasala verður í Reiðhöllinni.

                          Minnum á næstu vetrarmót: 16. apríl                                 

Nánari upplýsingar verða á www.smari.is  og í fréttablöðum sveitanna.

                                              Með von um góða þátttöku.                                                                    

Mótsstjórn

10.03.2011 18:33

Minnum á fræðslufund

Hestamannafélögin Logi, Trausti og Smári
standa fyrir fræðslufundi á Kaffi Kletti í Reykholti
föstudaginn 11. mars n.k. kl. 20:30.


Gestur fundarins:

Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma,
flytur erindi um heilbrigði hrossa og
situr fyrir svörum fundargesta.

07.03.2011 21:53

Dagskrá Æskulýðsnefndar-smá breytingar frá dreifibréfi

Dagskrá æskulýðsnefndar Smára 2011

Sýningin "Æskan og hesturinn" / Hestafjör 2011

Áður auglýstri sýningu "Æskunnar og hestsins" helgina 12.-13.mars hefur verið frestað og fellur jafnvel niður þetta árið. Því höfum við ákveðið að fara í hópferð þann 10.apríl á sýninguna Hestafjör sem haldin verður í Rangárhöllinni á Hellu. Sú sýning er svipuð sýningunni "Æskan og hesturinn" þar sem börn og unglingar úr sunnlensku hestamannafélögunum verða með sýningaratriði. Fyrirhugað er að senda a.m.k. eitt atriði frá Smára. Ferðin verður auglýst nánar þegar nær dregur en við hvetum ykkur til að taka daginn frá.
- Fela texta sem vitnað er til -

Reiðnámskeið
Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga hefst þriðjudaginn 15.mars og verður alla þriðjudaga til 26.apríl (7 skipti, 1x í viku). Námsskeiðsgjald: 7.000.-
Kennari verður Sólon Morthens reiðkennari.
Námskeiðið er uppbyggilegt fyrir framtíðarknapana okkar og ætlað börnum, unglingum og ungmennum. Reynt verður að koma á móts við getu og óskir hvers og eins m.a. með því að hafa litla hópa. Boðið verður uppá pollahóp.
Upplýsingar og skráning er hjá Leifi s: 8970969 og hjá Kolbrúnu s: 6995178 / 5668595 Skráning á námskeiðið er dagana 5. - 9. mars 2011

Uppsveitadeild æskunnar
Uppsveitadeild æskunnar heldur áfram, keppni í Smala og fjórgangi er lokið og stóðu börn og unglingar í Smára sig með prýði. Keppt verður í þrígangi/fimmgangi 2.apríl  kl. 14:00 og tölti/skeiði 30.apríl. Allar upplýsingar um Uppsveitadeild æskunnar má finna inn á heimasíðu félagsins, smari.is

Hestheimaferð
verður dagana 7. - 8. maí
Farið verður með hesta á laugardagsmorgni og dvalið í Hestheimum við leiki og störf fram á sunnudag. Ferðin verður með svipuðu sniði og áður. Aldurstakmark: Börn fædd 2001 og fyrr. Þessi viðburður verður auglýstur nánar þegar nær dregur en við hvetjum krakkana til að taka helgina frá.

Síðan er fyrirhugað að fara í fjölskyldureiðtúr í sumar, halda æskulýðsdag í ágúst og viðburð fyrir eldri krakkana í haust. Síðan er aldrei að vita nema við tökum uppá einhverju fleiru okkur öllum til gagns og skemmtunar.

Nánari upplýsingar um einstaka atburði verður að finna á heimasíðu hestamannafélagsins, smari.is

Við hlökkum til að vinna með ykkur að þessum skemmtilegu verkefnum sem framundan eru.

                Kveðja, Kolbrún, Einar Logi, Maja, Vigdís og Leifur

07.03.2011 20:14

Kynningarfundur um framtíð Rángárbakka og Rangárhallar

 Miðvikudaginn 16. mars kl:20:00

Haldinn fyrir félagsmenn Smára, Loga og Trausta.

Kynningarfundur um framtíðaráætlanir Rángárbakka og Rángárhallarinnar vegna fjárhagsörðuleika.

Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 16. mars  á

Kaffi Kletti Reykholti og hefst kl 20:00.

Kristinn Guðnason mætir ásamt fleirum fyrir hönd Rángárbakka og Rangárhallar.

 Stjórnir Smára,Loga og Trausta.

Flettingar í dag: 114
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 137
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 2084595
Samtals gestir: 302788
Tölur uppfærðar: 5.4.2020 13:07:31