Færslur: 2011 Maí

27.05.2011 21:33

Úrtaka á Gaddstaðaflötum við Hellu

Úrtaka á Gaddstaðaflötum við Hellu

 

Úrtakan fer fram um Hvítasunnuhelgina 11 - 13 júní 2011. Umferðirnar verða 2 eins og hefur verið fyrir undanfarin landsmót. Þar sem þetta lendir á Hvítasunnunni þá  verður fyrri umferð laugardaginn 11.júní og hefst hún líklega kl 12:00 þar sem yfirlitsýning kynbótahrossa verður um morguninn, ef svo vill til að þátttakendur verða mikið yfir 100 í heildina gæti þurft að endurskoða tímasetningar, seinni umferð verður svo mánudaginn 13.júní. Þetta er gert til þess að ekki þurfi að vera með keppni á Hvítasunnudaginn sjálfan.

Ef hestar vilja fara seinni umferð þá er bara skráð í hana á laugardeginum og lýkur skráningu í seinni umferð 2.klst eftir að fyrri umferð lýkur.

Skráningargjald er 4000 kr á umferð.

Skráningar sendist á brunir@simnet.is  Skráningum skal lokið á miðnætti 6 júní.

Greiða skal skráningargjald inná reikning  325-26-39003 Kt 431088-1509.

Senda skal kvittun fyrir greiðslu á smari@smari.is

Skráning verður ekki tekin gild nema kvittun hafi borist og einnig að félagsgjöld í Smára hafi verið greidd.

Komi upp spurningar varðandi þetta hafið þá samband við mig í S:8561136

 

Með kveðju

Guðni Árnason formaður 

 

22.05.2011 13:54

Frá Útreiðanefnd

Fyrirhugað er að fara í skemmtilegan reiðtúr þann 18 júní næstkomandi

Farið verður frá Syðra-Langholti og riðið norður Hvítárbakka og þaðan á Flúðir og ef til vill stoppað á Grund til að nærast.

Endilega takið daginn frá og eru allir velkomnir.

Nánar auglýst síðar

Nánari upplýsingar ef einhver vill gefa nefndarmennirnir Grímur í Ásatúni og Unnsteinn í Langholtskoti

12.05.2011 09:59

Ráðstefna um hesthús og hönnun þeirra

Alþjóðlega NJF-ráðstefnan "Housing and management of horses in Nordic and Baltic climate" verður haldin á Hótel Loftleiðum dagana 6. og 7. júní nk.


Markmið ráðstefnunnar er að draga saman nýjustu rannsóknarniðurstöður og leiðbeiningar varðandi meðferð hrossa, bæði innan sem utanhúss, með sérstaka áherslu á nærumhverfi bæði hrossa og manna.

Fagsvið ráðstefnunnar verða fjölbreytt og spanna vítt svið eins og sjá má við lestur dagskrár hennar:

http://www.njf.nu/site/seminarRedirect.asp?p=1004&intSeminarID=437&strSemInfoType=pro

Á ráðstefnunni munu margir þekktir sérfræðingar í húsvist og aðbúnaði hrossa halda erindi. Aðalfyrirlesarar eru: dr. Eileen Fabian Wheeler (Háskólanum í Pennsylvaníu, Bandaríkjunum - margir þekkja hana sem höfund bóka um hönnun hesthúsa), dr. Eva Søndergaard (Agro Food Park, Danmörku), dr. Knut Bøe (Náttúruvísindaháskólanum í Noregi) og dr. Michael Ventorp (Landbúnaðarháskólanum í Svíþjóð). Auk þess eru fjölmargir aðrir fyrirlesarar, m.a. helstu sérfræðingar Íslands á sviði atferlis og aðbúnaðar hrossa.

Ráðstefnan er ætluð öllu áhugafólki um hross og hestamennsku. Skráðu þig á:
www.njf.nu eða með því að senda tölvupóst á ráðstefnustjóra hennar (Snorra Sigurðsson, Landbúnaðarháskóla Íslands): snorri@lbhi.is

Athygli er vakin á því að íslenskir þátttakendur geta fengið 50% afslátt af ráðstefnugjaldi (borga þá 150 Evrur) óski þeir eftir því. Þetta kemur reyndar ekki fram á heimasíðunni, en stjórn ráðstefnunnar tók þessa ákvörðun og mun ráðstefnustjóri hafa samband við alla íslenska þátttakendur og bjóða þessi sérkjör. Viðkomandi skráir sig því eins og um fullt gjald væri að ræða en fær svo afslátt.

11.05.2011 18:42

Skráning vegna kennslu og aðstoðar vegna úrtöku fyrir LM 2011

Skráning vegna kennslu / aðstoðar fyrir úrtöku á Landsmót 2011

Eins og áður hefur verið auglýst ætlar hestamannafélagið Smári að bjóða upp á kennslu fyrir börn og unglinga sem stefna á þátttöku í úrtöku fyrir Landsmót. Einnig verður í boði áframhaldandi aðstoð fyrir þá sem það vilja og hafa unnið sér þátttökurétt á Landsmóti. Kennari verður Sólon Morthens og mun hann sinna þessari aðstoð og kennslu á þriðjudögum fram að úrtöku sem fer fram 11-12.júní á Hellu.

Þeir sem áhuga hafa á að nýta sér þessa kennslu eru beðnir að skrá sig hjá Kolbrúnu í síma 699-5178 fyrir mánudaginn 16.maí. Kennsla hefst svo þriðjudaginn 17.maí. Tímasetningar fara eftir fjölda skráninga og í samráði við kennara og þátttakendur

08.05.2011 21:04

Úrtaka fyrir Landsmót 2011

Verður haldin í samstarfi við önnur hestamannafélög á Suðurlandi 
11-12 júní næstkomandi á Hellu.


Hestamannafélagið Smári á rétt á að senda 3 knapa í hvern flokk á Landsmóti hestamanna sem fram fer á Vindheimamelum dagana 26 júní til 3 júlí.

Hestamannafélagið Smári ætlar að bjóða upp á kennslu fyrir börn og unglinga sem stefna á þáttöku í úrtökunni og svo áframhaldandi aðstoð fyrir þá er það vilja sem vinna sér þátttökurétt á landsmóti. Kennari verður Sólon Morthens.

Hestamannafélagið Smári mun styrkja þau börn og unglinga sem keppa fyrir félagið á Landsmóti um 20.000.- krónur hvert.

Nánar auglýst síðar

01.05.2011 19:28

Úrslit Firmakeppni og Styrktaraðilar

Firmakeppni Smára fór fram í frábæru veðri á Flúðum sunnudaginn 1. Maí. Um 60 skráningar voru á mótinu og glæsileg hross í öllum flokkum og vandaverk fyrir dómara að raða niður í sæti.  12 pollar tóku þátt og sýndu listir sínar í reiðhöllinni og fengu allir verðlaunapening að launum. Frábær þátttaka var líka í barna og unglingaflokki og er gaman að fylgjast með hvað krakkarnir eru vel ríðandi og ljóst er að framtíðin er björt.

Stjórn Smára þakkar öllum fyrir þátttökuna og þeim sem komu til að fylgjast með og sérstaklega þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem styrktu mótið, sjá meðfylgjandi lista að neðan.

Meðfylgjandi eru helstu úrslit

Nokkrar myndir má svona finna í myndaalbúmi hér til hliðar, ljósmyndari var Sigurður Sigmundsson

BARNAFLOKKUR

1.      Ragnheiður Einarsdóttir og Rúbín frá Vakurstöðum - BÝ EHF

2.      Helgi Valdimar Sigurðsson og Hugnir frá Skollagróf - KILHRAUN.IS

3.      Aníta Víðisdóttir og Skoppi frá Bjargi - HRUNAMANNAHREPPUR

UNGLINGAFLOKKUR

1.      Sigurbjörg Bára Björnsdóttir og Forseti frá Vorsabæ II -DÝRALÆKNAÞJÓNUSTA SUÐURLANDS

2.      Alexandra Garðarsdóttir og Vífill frá Dalsmynni - VARMALÆKUR

3.      Gunnlaugur Bjarnason og Andrá frá Blesastöðum 2a - FLÚÐAFISKUR

HELDRI MENN OG KONUR

1.      Jón Hermannsson og Sylgja frá Högnastöðum - DÝRALÆKNAMIÐSTÖÐIN SANDHÓLAFERJU

2.      Valgeir Jónsson og Röðull frá Þverspyrnu - ÍÞRÓTTAHÚSIÐ FLÚÐUM

3.      Rosmarie Þorleifsdóttir og Hetja frá Vestra-Geldingaholti - VORSABÆR II

SKEIÐ

1.      Guðmann Unnsteinsson og Þruma frá Langholtskoti - BYKO

2.      Sigurður H. Jónsson og Seðill frá Skollagróf - FLÚÐAVERKTAKAR

3.      Sigfús Guðmundsson og Prins frá Vestra-Geldingaholti  - HROSSARÆKTARFÉLAG HRUNAMANNA

KVENNAFLOKKUR

1.      Kristbjörg Kristinsdóttir og Dís frá Jaðri - TÚNFANG

2.      Lára Bergljót Jónsdóttir og Tvistur frá Reykholti - TAMNINGASTÖÐIN LANGHOLTSKOTI

3.      Berglind Ágústsdóttir og Hekla frá Syðra-Velli -  KAFFI SEL

KARLAFLOKKUR

1.      Hermann Þór Karlsson og Jódís frá Efri-Brúnavöllum - BALDVIN OG ÞORVALDUR EHF

2.      Unnsteinn Hermannsson og Prins frá Langholtskoti - PIZZA ISLANDIA

3.      Guðmann Unnsteinsson og Blúnda frá Arakoti - PIZZAVAGNINN

 

STYRKTARAÐILAR FIRMAKEPPNI SMÁRA 1. MAÍ 2011

 1. Flúðaverktakar
 2. Garðyrkjustöðin Hvammi 2
 3. Hrunamannahreppur
 4. Sundlaugin Flúðum
 5. Íþróttahúsið Flúðum
 6. Félagsheimilið Flúðum
 7. Kaffi- Sel
 8. Hestakráin
 9. Lárus Reykjarflöt
 10. Góðir Hálsar
 11. Landstólpi
 12. Verslunin Árborg
 13. Veitandi
 14. Flúðaleið- flutningar
 15. Tamningastöðin Langholtskoti
 16. Bílar og lömb
 17. Sauðfjárræktarfélag Hrunamanna
 18. Hrossaræktarfélag Hrunamanna
 19. Haukholt 1
 20. Landsvirkjun
 21. Flækja og félagar
 22. Hrossaræktarbúið Miðfelli
 23. Kílhraun.is
 24.  Hestaleiga Sigmundar Syðra-Langholti
 25. Íslenskt grænmeti
 26. Gestur og Gréta Kálfhóll 2a
 27. Þórunn og Samúel Bryðjuholti
 28. Fögrusteinar
 29. Nesey
 30. Ragnar Magnússon
 31. Búnaðarmannafélag Hrunamanna
 32. Flúðafiskur
 33. Jötunn vélar
 34. Félagsmiðstöðin Zero
 35. Pizza islandia
 36. Kjöt frá Koti
 37.  Pizzavagninn
 38. Vorsabær II
 39. Bjarni Gunnlaugur Bjarnason Skeiðháholti 3
 40. Heimir málari
 41. Grænna land
 42. Hraunteigur
 43. Mountainers of Iceland
 44. Gistiheimilið Grund
 45. Vélaverkstæðið Klakkur
 46. Þá - bílar
 47. Áhaldahúsið Steðji
 48. Brigitte Brugger
 49. Ljósmyndir Sigga Sig
 50. Dýralækningaþjónusta Suðurlands
 51. SS Selfossi
 52. Búnaðarsambans Suðurlands
 53. Dýralæknastöðin sandhólaferju
 54. Alli Tul og co
 55. Hjalli Gunn
 56. Jörðin Jaðar
 57. Bjarni Valur og Gyða
 58. Baldvin og Þorvaldur ehf
 59. Harri Hamar
 60. Hótel Flúðir
 61. Dalbær
 62. Útlaginn
 63. Arion banki
 64. Kurl project
 65. Tré og straumur
 66. Múrbúðin
 67. Byko
 68. Melar
 69. Hrepphólabúið
 70. Kotlaugar
 71. Flúðaverktakar
 72. Fossi ehf
 73. Fjallaraf
 74. Tún-fang
 75. Flúðasveppir
 76. Golfvöllurinn Ásatúni
 77. Flúðafiskur
 78. Varmalækur
 79. Túnsbergsbúið
 80. Bökun Auðsholti
 81. Folaldafóðrunin Hrafnkelsstöðum
 82. Kertasmiðjan
 83. Reykás
 84. Silfurtún
 85. Flúðaraf
 86. Siggi og Fjóla Skollagróf
 • 1
Flettingar í dag: 114
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 137
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 2084595
Samtals gestir: 302788
Tölur uppfærðar: 5.4.2020 13:07:31