Færslur: 2011 Júní

15.06.2011 23:01

Frá útreiðanefnd

Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhuguðum reiðtúr sem fara átti laugardaginn 18 júní næstkomandi.

Ný tímasetning nánar auglýst síðar.


Hvetjum hinsvegar allar konur til að fjölmenna í kvennareiðtúrinn sem farinn verður sunnudaginn 19 júní næstkoman

Lagt verður af stað frá Reiðhöllinni kl 14.00

Farið verður yfir nýju brúna og borðað á Kaffi-Klett

Kosnaður vegna matar verður c.a. 1500-2000 kr.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Sigrúnar í síma 864-5213 eða
Ragnheiðar í síma 845-5213

09.06.2011 10:21

Dagsskrá úrtöku á Hellu

Dagskrá Úrtökumóts á Hellu
 
Takið vel eftir að fyrri umferð úrtökumóts Geysis, Loga, Smára og Trausta hefst stundvíslega kl 11:30 laugardaginn 11.júní og seinni umferð verður sunnudaginn 12.júní. Tölt keppnin verður einnig seinnipart sunnudags 12.júní.
 
Dagskrá laugardagsins 11.júní fyrri umferð
kl 11:30 Ungmennaflokkur
kl 13:30 Matur
kl 14:00 Unglingaflokkur og Barnaflokkur
kl 17:00 Kaffi
kl 17:30 B-flokkur
kl 20:30 Matur
kl 21:00 A-flokkur
 
Dagskrá sunnudagsins 12.júní
Seinni umferð, nánari tímasetning fer eftir skráningu en umferðin verður búin áður en töltkeppnin hefst.
kl 16:00 Tölt keppni
 
Miðaverð á úrtöku er 1000 kr, frítt fyrir knapa og börn yngri en 12 ára
 
Mótanefnd Geysis

  • 1
Flettingar í dag: 71
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 2083840
Samtals gestir: 302602
Tölur uppfærðar: 2.4.2020 03:48:37