Færslur: 2011 Október

20.10.2011 22:11

Kynningarfundur um HM 2013

Heimsmeistaramót íslenska hestsins 2013, Berlín
Heimsmeistaramót íslenska hestsins árið 2013 verður haldið í fyrsta skipti í miðri stórborg.
Mótið verður haldið á fallegum stað í Berlín í Þýskalandi dagana 4. - 11. ágúst.
Búist er við a.m.k. 20.000 gestum frá 19 þjóðlöndum.
Íslandsstofa í samvinnu við skipuleggjendur Heimsmeistaramóts íslenska hestsins í Berlín
2013, bjóða þér á kynningarfund þar sem heimsmeistaramótið 2013 og sýningar- og
sölusvæðið verða sérstaklega kynnt.
Laugardaginn 5. nóvember fundur klukkan 14, á Hótel Íslandi/Park Inn, Ármúla 9. Þessi
kynning er eingöngu ætluð fyrirtækjum sem bjóða upp á hestatengdar vörur og þjónustu.
Mánudaginn 7. nóvember fundur kl. 14, að Borgartúni 35, 6. hæð.
Kynning ætluð öllum öðrum fyrirtækjum og einstaklingum.
Þar sem mótið er nú haldið í miðri Berlín bjóðast þér nýir og spennandi möguleikar.
Á fundunum munu fulltrúar HM í Berlín fara yfir skipulag mótsins og kynna sérstaklega
sýningar- og sölusvæðið. Fulltrúar Íslandsstofu munu einnig kynna þá fjölbreyttu möguleika
sem í boði eru fyrir íslensk fyrirtæki.
Áhugasamir skrái sig á islandsstofa@islandsstofa.is eða í síma 511 4000 fyrir 3. nóvember.
Í meðfylgjandi viðhengi er boðskort á fundinn frá mótshöldurum HM 2013.
Upplýsingar um mótið má finna á vefslóðinni www.berlin2013.de
Nánari upplýsingar veita Berglind Steindórsdóttir, berglind@islandsstofa.is
og Aðalsteinn Haukur Sverrisson, adalsteinn@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.

 


 

20.10.2011 22:09

Miðasala hafin fyrir LM 2012

Miðasala Landsmóts hestamanna 2012 er hafin!

Miðasala Landsmóts 2012, sem fer fram í Reykjavík dagana 25.júní til 1.júlí, er nú hafin. Miðasala fer fram á heimasíðu Landsmóts www.landsmot.is

Félagar innan Landssambands hestamannafélaga og Bændasamtaka Íslands fá 20% afslátt af miðaverði í forsölu til 15.maí. Auk þess fá N1 korthafar 1000 kr. afslátt af miðaverði. Hestamenn geta með notkun N1 kortsins styrkt sitt hestamannafélag en af hverjum seldum eldsneytislítra rennur hálf króna til hestamannafélagsins.

Að auki verður hægt að versla Reykjavíkurpassa en sá passi veitir frían aðgang í strætó, á ýmis söfn og í sundlaugar Reykjavíkurborgar, á meðan móti stendur.

Í kjölfar þess að miðasala hefur nú hafist fer Landsmót af stað með svokallaðan jólaleik en allir seldir miðar fram til jóla fara sjálfkrafa í happdrættispott sem dregið verður úr á Þorláksmessu. Vinningarnir eru ekki af verri endanum en meðal þess sem í boði er eru flugmiðar til Evrópu með Icelandair, inneign hjá N1, gjafabréf í Kringluna, leikhúsmiðar, Mountain horse úlpa, hótelgisting í 2 nætur á Hilton Reykjavík Nordica og endurgreiðsla á keyptum landsmótsmiðum.

 

14.10.2011 19:41

Haustið

Þá er haustið gengið í garð og heldur rólegra yfir hestamennskunni en gjarnan er á vorin og sumrin. Þó er þetta tíminn sem margir nota í frumtamningar, eða í að rífa undanreiðhestunum, gefa ormalyf og koma stóðinu í hausthagana. 

En ýmislegt er þó í gangi hér á félagssvæði Smára og margt framundan.

Reiðmaðurinn er byrjaður aftur eftir sumarfrí og má nálgast dagsetningar á þeirri námskeiðsröð undir Reiðhöllin - tímatafla 2011-2012 og er fólk beðið að athuga vel hvort reiðhöllin sé upptekin áður en það fer og hyggst hafa afnot af henni.

Helgina 29-30 október verður svo nóg um að vera í reiðhöllinni 

 
- kl 13.00 á laugardeginum verður árleg folaldasýning hrossaræktarfélags Tungnamanna
 
-kl 20.30 á laugardagskvöldinu er fyrirhugað að vera með  uppboð á unghrossum í Reiðhöllinni.
Á uppboðinu verða folöld, unghross og tryppi á tamningaraldri. Meðal annars undan Arði frá Brautarholti, Þresti frá Hvammi, Þey frá Akranesi, Sædyn frá Múla, Hrana frá Hruna, Hróa frá Skeiðháholti ofl.
Það eru Manni í Langholtskoti og Grímur í Auðsholti II sem eru forsvarsmenn þessa viðburðar, ætla þeir að bjóða upp á léttar veitingar á meðan birgðir endast og hvetja þeir alla til að koma og gera góð kaup í reiðhöllinni laugardagskvöldið 29 október kl. 20.30
Einnig má nálgast frekari upplýsingar um öll hross á uppboðinu á www.hestakaup.123.is
 
-kl 14.00 á sunnudeginum verður svo folaldasýning hrossaræktarfélags Hrunamanna
Smá breyting er á reglunum frá síðasta ári, núna má hver félagsmaður koma með eitt folald, óháð kyni. Skráning er hjá Grími í síma 8996683 eða asatun@simnet.is og hjá Sigurði Hauki í síma 8943059 eða skollagrof@skollagrof.is og þarf henni að ljúka fyrir kl. 20.00 27. október.

Laugardaginn 12 nóvember er svo fyrirhugað að halda sölusýningu í reiðhöllinni. Þeir sem hafa áhuga á að koma með hross hafi samband við Hjálmar í síma 893-2995 eða 8673606. Hægt er að útvega knapa ef óskað er.


Fleira skemmtilegt er svo á dagskrá þegar líða fer lengra á veturinn, t.d. vetrarmót, uppsveitadeild fullorðinna og uppsveitadeild æskunnar, reiðnámskeið, firmakeppni ofl. ofl.

Vil ég um leið nýta tækifærið og biðja þá félagsmenn sem halda úti heimasíður og eru ekki í tenglum hér til hliðar á síðunni að senda mér slóðina á sína síðu eða síður annarra félagsmanna á smari@smari.is það er alltaf gaman að fá fréttir og fylgjast með hvað drífur á daga nágranna, vina og annarra félagasmanna.
Einnig ef það er eitthvað sem þið viljið koma á framfæri, fréttir, myndir eða annað endilega sendið línu á smari@smari.is
  • 1
Flettingar í dag: 120
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 244
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 2085095
Samtals gestir: 302891
Tölur uppfærðar: 7.4.2020 15:26:02