Færslur: 2011 Nóvember

08.11.2011 21:35

Folaldasýning Skeiðamanna

Hin árlega folaldasýning Skeiðamanna verður haldin í reiðhöllinni 

í Vorsabæ 2 laugardaginn 12. nóv. kl 13:30. 

Skráning þarf að berast á e-mail bjornjo@vorsabae2.is í seinasta lagi 

fimmtudagskvöldið 10 nóv. 

Allir velkomnir að koma og fylgjast með. 

Undirbúningsnefnin.

07.11.2011 20:12

Sölusýning fellur niðurEkki verður sölusýning í Reiðhöllinni á Flúðum 

þann 12 nóvember næstkomandi eins og auglýst hafði verið, 
 
 stefnt er á að halda slíka sýningu í febrúar 2012.


06.11.2011 22:35

Aðgangur að worldfeng

Allir skuldlausir Smára félagar geta nú fengið frían aðgang að Worldfeng.

Þeir sem hafa áhuga á að stofna eða endurnýja aðgang að Worldfeng verða að senda tölvupóst á smari@smari.is með kennitölu, nafni og tölvupóstfangi félagsmanns.

Einhvern tíma getur tekið að virkja aðgang félagsmana því yfirfara þarf upplýsingar í Felix (félagakerfi ÍSÍ og Worldfeng).

Þegar umsókn hefur verið yfirfarin fær umsækjandi sendan tölvupóst með staðfestingu um að aðgangur hafi verið virkjaður.

Mjög áríðandi er að menn muni að senda netfang með umsókn þar sem öll vinnsla gagna er rafræn. 

Ekki er gert ráð fyrir nema einum aðgangi að WorldFeng á fjölskyldu félagsmanns.

Nánari upplýsingar fást á smari@smari.is

03.11.2011 19:42

Haustferð Æskulýðsnefndar Smára

Haustferð 

Farið verður í skoðunarferð föstudaginn 11.nóvember 2011. Lagt verður af stað frá Flúðaskóla kl.14:00, Sandlækjarholti kl.14:10 og Brautarholti kl.14:20. Áætluð heimkoma milli kl.20:00 og 21:00. Ferðin er ætluð unglingum og börnum í félaginu sem fædd eru árið 2001 eða fyrr. Heimsótt verða valin hrossaræktarbú og tamningastöðvar í Árnessýslu. Þar fá krakkarnir fræðslu og sýnikennslu auk þess að skoða aðstöðu hesta og manna.

Að skoðunarferð lokinni verður borðað á veitingastað áður en lagt er af stað heim á leið. Skráningu í ferðina þarf að vera lokið þriðjudaginn 8.nóvember hjá Kolbrúnu í síma 6995178 eða Leifi í síma 8970969. Kostnaður við ferðina er 1500.-

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest

Kveðja, Vigdís, Einar Logi, Maja, Leifur og Kolbrún

  • 1
Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 137
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 2084570
Samtals gestir: 302786
Tölur uppfærðar: 5.4.2020 11:54:44