Færslur: 2011 Desember

19.12.2011 14:43

Járninganámskeið

Ágætu Smárafélagar

Fyrirhugað er að halda járninganámskeið fyrir byrjendur og lengra kommna ef næg þátttaka fæst helgina 20 til 22 janúar. Kennari verður Sigurður Torfi og verður þessu stillt upp þannig að á föstudegi verði fyrirlestur en laugardag og sunnudag verður verkleg kennsla. Þetta byggist talsvert á fjölda þátttakenda og verður auglýst nánar þegar fjöldi liggur fyrir og þá sést hvert gjaldið verður en reynt verður að stilla því í hóf. Það verður ódýrara fyrir Smárafélaga 
Námskeiðið verður haldið í hesthúsinu að Húsatóftum.
Síðasti skráningardagur er 12 janúar hjá
Guðna á brunir@simnet.is eða í síma 8561136 og hjá Alla á allimal@simnet.is eða í síma 8686576

Óskum öllum Smárafélugum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári og þökkum samstarfið á liðnu ári 

Með jólakveðju 
Stjórn Smára

  

15.12.2011 16:24

Jólaleikur Landsmóts

Jólaleikur Landsmóts

Ó já, jólastemningin fer að ná hámarki hér á skrifstofu Landsmóts og hér eru mandarínur og piparkökur í öll mál. Við viljum endilega hvetja ykkur til að taka þátt í jólaleiknum okkar og freista gæfunnar um leið og miði á LM 2012 er keyptur á forsöluverði.

Veglegir vinningar bíða í pottinum en allir seldir miðar fram að jólum fara sjálfkrafa í pottinn. Athugið að á forsöluverði kostar vikupassi aðeins 10.000 krónur með LH/BÍ afslætti og N1 korts afslætti, en fullt verð er 18.000 krónur.

Á Þorláksmessu förum við í sparifötin, fáum okkur smákökur, malt & appelsín og drögum út heppna vinningshafa. Það er til mikils að vinna því meðal vinninga eru flugmiðar til Evrópu með Icelandair, gjafabréf í Kringluna, leikhúsmiðar, inneign hjá N1, Mountain Horse úlpa frá Líflandi, hótelgisting í 2 nætur á Hilton Reykjavík Nordica og endurgreiðsla á keyptum landsmótsmiðum.

Potturinn bíður því stútfullur af glæsilegum vinningum sem væri ekki amalegt að fá sem auka jólagjafir þetta árið. Smelltu þér á miðasöluvef landsmóts svo þú eigir möguleika á vinningi!

Gleðileg jól!


13.12.2011 20:31

Uppsveitadeild og fleira

Síðastliðið fimmtudagskvöld var haldinn kynningarfundur um Uppsveitadeild komandi árs á Kaffi Klett í Reykholti. Ágætis mæting var á fundinn og skemmtilegar umræður sköpuðust.

Þetta er þriðja árið sem haldin verður Uppsveitadeild í Reiðhöllinni á Flúðum. 3 félög standa að mótunum; Smári, Logi og Trausti. Fyrsta árið voru það einungis Smári og Logi sem öttu kappi en nú síðast bættust Traustamenn við og það verður óbreytt á komandi keppnistímabili.

Hestamannafélagið Smári er með 4 lið, Logi 2 lið og Trausti 1.

10 stigahæstu knapar halda sæti sínu eftir árið, hin 11 sætin er skorið úr um með úrtöku eða öðrum úrræðum innan hvers félags fyrir sig. Hvert lið skipar 3 knöpum sem velur sér liðsstjóra, hvort sem er innan liðs eða utan.

Árið 2010 átti Smári stigahæsta liðið og stigahæsta knapann, árið 2011 átti Logi stigahæsta liðið og stigahæsta knapann, spurning hvað gerist árið 2012 !! Ljóst er að keppnin verður hörð og ekkert verður gefið eftir.  

Nokkrar smávægilegar breytingar voru gerðar á reglum deildarinnar og munu þær breytingar birtast hér á vefnum innan skamms.

Ákveðnar voru endanlegar dagsetningar að mótum vetrarins og eru þær eftirfarandi :

27 janúar             SMALI

24 febrúar           FJÓRGANGUR

23 mars               FIMMGANGUR

20 apríl                TÖLT/SKEIÐ

Einnig var dregið í liðin, þó gæti liðsskipan eitthvað riðlast og ekki útséð með að einhverjar breytingar verði en þá munu þær breytingar birtast hér þegar nær dregur fyrsta móti ásamt liðsstjórum liðanna og styrktaraðilum

LIÐ 1      

Gunnlaugur Bjarnason

Bjarni Birgisson

Ástrún Sólveig Davíðsson                                            


LIÐ 2     

Grímur Sigurðsson

Bryndís Heiða Guðmundsdóttir

Hermann Þór Karlsson                      


LIÐ 3      

Vilmundur Jónsson

Gunnar Jónsson

Einar Logi Sigurgeirsson                                          


LIÐ 4      

Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg

Kristbjörg Kristinsdóttir

Guðmann Unnsteinsson             


LIÐ 5      

María Birna Þórarinsdóttir

Líney Kristinsdóttir

Þórey Helgadóttir                                       


LIÐ 6      

Guðrún S. Magnúsdóttir

Sólon Morthens

Knútur Ármann                                                  


LIÐ 7      

Óskipað þremur Traustafélögum

 

Einnig kynntu fulltrúar úr æskulýðsnefndum Uppsveitadeild Æskunnar, þar voru einnig gerðar smávægilegar breytingar á reglum sem birtast hér um leið og búið er að yfirfara þær. 

Helsta breytingin sem gerð var á þessari deild var að fyrirkomulagi verður breytt, krakkarnir munu nú ekki keppa á laugardeginum eftir Uppsveitadeildina heldur verður mótunum fækkað um 1, byrjað seinna og fleiri greinar teknar á sama móti. Einnig var gerð sú breyting að nú verður leyfilegt að notast við sama hestinn í báðum deildum sem ekki mátti á síðasta keppnistímabili. Ef þessar breytingar munu ekki ganga verður þetta fyrirkomulag endurskoðað í lok tímabils. Að lokum voru ákveðnar dagsetningar fyrir mót í Uppsveitadeild Æskunnar :

10 mars               SMALI

31 mars               TÖLT/FJÓRGANGUR

28 apríl                ÞRÍGANGUR/FIMMGANGUR/SKEIÐ

Einnig var skemmtileg skipting milli verðlauna í Uppsveitadeild Æskunnar árið 2011, en það var í fyrsta skipti sem þessi mótaröð var haldin, að henni standa einnig hestamannafélögin 3, Smári, Logi og Trausti. Ekki eru föst lið í þessari deild, heldur keppt milli félaga og hver á einn er ekki bundinn við að vera með á öllum mótunum. Stigakeppnin var ekki síður spennandi hér en hjá fullorðna fólkinu, Logi átti stigahæsta knapann í barnaflokki, Smári átti stigahæsta knapann í unglingaflokki en þegar tekin voru samanlögð stig í barna og unglingaflokki var Smári nokkrum stigum ofar og vann liðabikarinn. 

Æskulýðsnefndir félaganna munu að mestu leiti sjá um framkvæmd mótanna, mikill uppgangur er í æskulýðsstörfum í félögunum, þar er unnið frábært starf og ljóst er að þessi deild er komin til að vera.

 

Í framhaldi af þessu má minnast á að nokkur mynd er að komast á dagskrá vetrarins, vetrarmótin munu verða á sínum stað og stefnt er að þessum dagsetningum 

1 vetrarmót        18 febrúar                                                                                                                          

2 vetrarmót        17 mars                                                                                                                    

3 vetrarmót        14 apríl

Fyrirhugað er að halda járningnáskeið í janúar, sölusýningu, námskeið/erindi og sitthvað fleira. Allt verður þetta auglýst betur þegar nær dregur og sett inn í linkinn hér til hliðar TÍMATAFLA OG DAGSKRÁ 2011-2012. Fólk er því hvatt til að fylgjast vel með.

Aðalfundur Smára verður haldinn 2 febrúar og að sjálfsögðu eru allir félagsmenn hvattir til að mæta,  Reiðmaðurinn er í fullum gangi í Reiðhöllinni og verður áfram eftir áramót, firmakeppni 1 maí og svona mætti lengi telja.

Það verður því nóg um að vera á komandi landsmótsári, stefnt er að því að halda úrtöku sameiginlega með öðrum félögum á Gaddstaðaflötum, líklegast 2-3 júní.

Gæðingamótið verður síðan aftur á sínum stað, þriðju helgina í júlí eða 21 júlí.

 

Ef einhverjar spurningar vakna við þennan lestur, eða fólk vill koma athugasemdum á framfæri getur sá hinn sami sent línu á smari@smari.is

05.12.2011 19:58

Kynningarfundur Uppsveitadeildar 2012

FUNDUR

Fimmtudaginn 8.des kl.20 Kaffi Kletti

Kynningarfundur uppsveitadeildar

Smára - Loga - Trausta

Fullorðins- barna og unglingadeild.

Lagt verður fyrir fundinn breytingar á reglum

dagsetningar móta og dregið í lið.

Nefndin

05.12.2011 14:07

Ráðstefna um dómaramál

Ráðstefna um dómaramál

 

Þriðjudaginn 6. desember verður haldin opin ráðstefna um dómaramál.  Ráðstefnan verður haldin í félagsheimili Fáks og hefst kl. 19:00 - 22:00 

Fjölbreitt framsöguerindi en flutningsmenn verða í þessari röð:

 

1.     Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur

2.     Pjetur Pjetursson, stjórnarmaður og formaður fræðslunefndar í HIDI

3.     Sigurbjörn Bárðarson, formaður fræðslunefndar GDLH

4.     Olil Amble, keppnisknapi

5.     Lárus Ástmar Hannesson formaður GDLH

Að loknum framsöguerindum verða umræður.                                                

Umsjón með ráðstefnunni hefur Landbúnaðarháskóli Íslands.

 

  • 1
Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 2083809
Samtals gestir: 302598
Tölur uppfærðar: 2.4.2020 02:42:09