Færslur: 2012 Febrúar

26.02.2012 12:59

Minnum á ...

Fræðslukvöld

,,Hvernig á að lýsa upp íslenska hrossastofninn?"               

Páll Imsland áhugamaður um liti í íslenska hrossastofninum verður með erindi í  félagsheimilinu á Flúðum mánudagskvöldið 27. febrúar  kl 20:30                                     

Páll hefur áhyggjur af því að hrossastofninn sé orðin of dökkur. Í erindinu fjallar hann um litastöðuna í stofninum og hversvegna hún er eins og hún er. Hann fjallar um hvernig megi auka litafjölbreyttnina og þá einkum í ljósu litunum og fer yfir hversvegna það sé skynsamlegt.

Aðgangseyrir 500 .-    Allir velkomnir

 

24.02.2012 23:59

Úrslit frá SMALA

Í kvöld fór fram æsispennandi keppni í SMALA í Uppsveitadeildinni á Flúðum. Riðnar voru tvær umferðir, tekið mið af tíma, felldum keilum og refsistigum og árangur í stigahærri umferð gildir sem betri árangur. Að því loknu ríða 10 efstu knapar eina úrslitaumferð. Langefstur eftir forkeppni var sigurvegarinn frá í fyrra Einar Logi Sigurgeirsson. Næstu knapar voru mjög jafnir og ljóst var að allt gat gerst í úrslitaumferðinni. Lið JÁVERKS, sem sigraði liðakeppnina í fyrra, var með alla þrjá knapa sína í úrslitum og gaman er að segja frá því að öll liðin, 7 talsins, áttu fulltrúa í úrslitum. Að lokum fóru leikar þannig að Knútur Ármann stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa náð langbesta tíma kvöldsins, 1,0001 mín. Fast á hæla hans kom liðsfélagi hans Sólon Mortens og þriðja var María Þórarinsdóttir.   Lið ÁSTUNDAR trónir á toppnum í liðakeppninni að lokinni fyrstu grein, næst á eftir þeim lið JÁVERKS og svo hin nokkuð jöfn þar á eftir.  Næsta mót fer fram miðvikudagskvöldið 4 apríl en þá verður keppt í FJÓRGANGI. Viljum einnig minn á að Uppsveitadeild Æskunnar hefst laugardaginn 10 mars og þá verður einnig keppt í SMALA.

Stöðuna eftir 2 umferðir má sjá hér í fréttinni fyrir neðan

 

Misvel gekk að koma klósettburstanum á sinn stað ! Sólon og Spónn einbeittir


Úrslitaumferð:

KNAPI

HESTUR

LIÐ

tími

felldar keilur

samtals stig

1

Knútur Ármann

Dögg frá Ketilsstöðum, 19v. Brún

ÁSTUND

1,0001

3

258

2

Sólon Morthens

Spónn frá Hrosshaga, 11v. Rauður

ÁSTUND

1,0226

2

252

3

María B. Þórarinsdóttir

Glampi frá Reykholti, 14v. Rauðblesóttur

JÁVERK

1,0877

2

222

4

Asa Ljungberg

Hróðný frá Hvítanesi, 6v. Dökkmoldótt,stjörn.

ÚTLAGINN

1,1868

1

206

5

Bjarni Birgisson

Garún frá Blesastöðum 2a, 5v. Bleik

LAND&HESTAR/NESEY

1,151

2

202

6

Einar Logi Sigurgeirsson

Æsa frá Grund, 21v. Grá

ÞÓRISJÖTNAR

1,04

5

200

7

Aðalsteinn Aðalsteinsson

Lávarður frá Húsatóftum, 20v. Rauður

MOUNTAINEERS OF ICELAND

1,0506

5

190

8

Líney S. Kristinsdóttir

Hljómur frá Fellskoti, 6v. Bleikálóttur

JÁVERK

1,1048

5

170

9-10.

Sölvi Arnarsson

Hæringur frá Miðengi, 7v. Grár

BYKO

ÓGILT

 

 

9-10.

Guðrún S. Magnúsdóttir

Glampi frá Tjarnarlandi, 7v. Rauður

JÁVERK

ÓGILT

 

 

 

Staðan í einstaklingskeppninni :

 

KNAPI

STIG

1

Knútur Ármann

10

2

Sólon Morthens

9

3

María B. Þórarinsdóttir

8

4

Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg

7

5

Bjarni Birgisson

6

6

Einar Logi Sigurgeirsson

5

7

Aðalsteinn Aðalsteinsson

4

8

Líney S. Kristinsdóttir

3

9-10.

Sölvi Arnarsson

1,5

9-10.

Guðrún S. Magnúsdóttir

1,5

 

 

Staðan í liðakeppninni:

 

1

ÁSTUND

19

2

JÁVERK

12,5

3

ÚTLAGINN

7

4

LAND&HESTAR/NESEY

6

5

ÞÓRISJÖTNAR

5

6

MOUNTAINEERS OF ICELAND

4

7

BYKO

1,5

24.02.2012 23:49

Úrslit frá SMALA

Svona var staðan eftir forkeppni í Smalanum

KNAPI

HESTUR

LIÐ

tími

felldar keilur

samtals stig

1

Einar Logi Sigurgeirsson

Æsa frá Grund, 21v. Grá

ÞÓRISJÖTNAR

1,0455

1

286

2

Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg

Hróðný frá Hvítanesi, 6v. Dökkmoldótt,stjörn.

ÚTLAGINN

1,1263

1

226

3

Guðrún S. Magnúsdóttir

Glampi frá Tjarnarlandi, 7v. Rauður

JÁVERK

1,0572

4

224

4

María B. Þórarinsdóttir

Glampi frá Reykholti, 14v. Rauðblesóttur

JÁVERK

1,1376

1

216

5

Sólon Morthens

Spónn frá Hrosshaga, 11v. Rauður

ÁSTUND

1,0753

3

208

6

Líney S. Kristinsdóttir

Hljómur frá Fellskoti, 6v. Bleikálóttur

JÁVERK

1,0963

4

204

7

Knútur Ármann

Dögg frá Ketilsstöðum, 19v. Brún

ÁSTUND

1,0468

5

200

8

Aðalsteinn Aðalsteinsson

Lávarður frá Húsatóftum, 20v. Rauður

MOUNTAINEERS OF ICELAND

1,0573

5

190

9

Bjarni Birgisson

Garún frá Blesastöðum 2a, 5v. Bleik

LAND&HESTAR/NESEY

1,1493

0

190

10

Sölvi Arnarsson

Hæringur frá Miðengi, 7v. Grár

BYKO

1,0227

8

188

11

Birgir Leó Ólafsson

Þerna frá Selfossi, 8v. Brún

BYKO

1,0487

6

186

12

Gunnlaugur Bjarnason

Tvistur frá Reykholti, 15v. Rauðtvístjörn.

LAND&HESTAR/NESEY

1,1363

2

182

13

Hólmfríður Kristjánsdóttir

Dynjandi frá Grafarkoti, 12v. Brúnskjóttur

ÚTLAGINN

1,1337

3

178

14

Bryndís Heiða Guðmundsdóttir

Blær frá Vestra-Geldingaholti

MOUNTAINEERS OF ICELAND

1,1454

4

144

15

Grímur Sigurðsson

Glaumur frá Miðskeri, 16v. Jarpur

MOUNTAINEERS OF ICELAND

1,1655

3

128

16

Gunnar Jónsson

Vífill frá Skeiðháholti 3, 11v. Jarpur

ÞÓRISJÖTNAR

1,1758

3

128

17

Þórey Helgadóttir

Djákni frá Minni-Borg, 10v. Móálóttur

ÁSTUND

1,2053

2

132

18

Vilmundur Jónsson

Hrefna frá Skeiðháholti, 7v. Brún

ÞÓRISJÖTNAR

1,162

5

80

19

Kjartan Gunnar Jónsson

Reytur frá Kringlu

BYKO

1,1659

5

70

20

Kristbjörg Kristinsdóttir

Hátíð frá Jaðri, 6v. Fífilbleikstjörnótt

ÚTLAGINN

1,2584

4

64

21

Ástrún S. Davíðsson

Stóri Brúnn frá Hlemmiskeiði, 18v. Móbrúnn

LAND&HESTAR/NESEY

1,3328

6

16

22.02.2012 21:18

Ráslisti SMALI

Föstudagskvöldið 24 febrúar verður keppt í smala í Uppsveitadeildinni, stundvíslega kl. 20.00

Meðfylgjandi er ráslisti
(birt með fyrirvara um breytingar)

KNAPI HESTUR LIÐ
1 Kjartan Gunnar Jónsson Reytur frá Kringlu BYKO
2 Aðalsteinn Aðalsteinsson   MOUNTAINEERS OF ICELAND
3 Bjarni Birgisson Garún frá Blesastöðum 2a, 5v. Bleik LAND&HESTAR/NESEY
4 Guðrún S. Magnúsdóttir Glampi frá Tjarnarlandi, 7v. Rauður JÁVERK
5 Vilmundur Jónsson  Hrefna frá Skeiðháholti, 7v. Brún ÞÓRISJÖTNAR
6 Hólmfríður Kristjánsdóttir Dynjandi frá Grafarkoti, 12v. Brúnskjóttur ÚTLAGINN
7 Sólon Morthens Spónn frá Hrosshaga, 11v. Rauður ÁSTUND
8 Sölvi Arnarsson Hæringur frá Miðengi, 7v. Grár BYKO
9 Bryndís Heiða Guðmundsdóttir Blær frá Vestra-Geldingaholti MOUNTAINEERS OF ICELAND
10 Ástrún S. Davíðsson Stóri Brúnn frá Hlemmiskeiði, 14v. Móbrúnn LAND&HESTAR/NESEY
11 Líney S. Kristinsdóttir Hljómur frá Fellskoti, 6v. Bleikálóttur JÁVERK
12 Einar Logi Sigurgeirsson Æsa frá Grund, 21v. Grá ÞÓRISJÖTNAR
13 Kristbjörg Kristinsdóttir Hátíð frá Jaðri, 6v. Fífilbleikstjörnótt ÚTLAGINN
14 Knútur Ármann Dögg frá Ketilsstöðum, 19v. Brún ÁSTUND
15 Birgir Leó Jónsson Þerna frá Selfossi, 8v. Brún BYKO
16 Grímur Sigurðsson Glaumur frá Miðskeri, 16v. Jarpur MOUNTAINEERS OF ICELAND
17 Gunnlaugur Bjarnason Tvistur frá Reykholti, 15v. Rauðtvístjörn. LAND&HESTAR/NESEY
18 María B. Þórarinsdóttir Glampi frá Reykholti, 14v. Rauðblesóttur JÁVERK
19 Gunnar Jónsson Vífill frá Skeiðháholti 3, 11v. Jarpur ÞÓRISJÖTNAR
20 Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg Hróðný frá Hvítanesi, 6v. Dökkmoldótt,stjörn. ÚTLAGINN
21 Þórey Helgadóttir Djákni frá Minni-Borg, 10v. Móálóttur ÁSTUND

20.02.2012 21:50

Úrslit frá fyrsta vetrarmóti

Fyrsta vetrarmót Smára var haldið í frábæru veðri laugardaginn 18 febrúar. Ágætis þáttaka var á mótinu og hestakostur lofar góðu á komandi vetri. Myndir frá mótinu má finna í myndaalbúmi hér til hliðar eða á facebook síðu félagsins. 
Minnum svo á næsta mót sem haldið  verður laugardaginn 17 mars.


Pollaflokkur
Laufey Ósk Grímsdóttir
Valdís Una Guðmannsdóttir
Jón Valgeir Ragnarsson 
Sunna Maríanna Kjartansdóttir 
Þórey Þula Helgadóttir


Barnaflokkur:
1.Hekla Salome Magnúsdóttir á Lúkasi frá Blesastöðum 1a
2.Viktor Logi Ragnarsson á Þyrni frá Garði
3.Aron Ernir Ragnarsson á Erró frá Neðra-Seli
4.Viktor Máni Sigurðarson á Þýðu frá Kaldbak
5-6.Ragnheiður Björk Einarsdóttir á Eldi frá Miðfelli
5-6.Þorvaldur Logi Einarsson á Rúbín frá Vakursstöðum

Unglingaflokkur:
1.Hrafnhildur Magnúsdóttir á Hróðný frá Blesastöðum 1a
2.Björgvin Ólafsson á Birtu frá Hrepphólum
3.Guðjón Hrafn Sigurðarson á Jóvin frá Syðri-Hofdölum
4.Rúnar Guðjónsson á Neista frá Melum
5.Björgvin Viðar Jónsson á Aragon frá Álfhólahjáleigu


Ungmennaflokkur:
1.Elín Sverrisdóttir á Móhildi frá Blesastöðum 1a
2.Helena Aðalsteinsdóttir á Hrafnkötlu frá Blesastöðum 1a

Unghrossaflokkur:
1.Berglind Ágústsdóttir á Reisn frá Blesastöðum 1a
2.Gústaf Loftsson á Nökkva frá Hrafnsstöðum
3.Björgvin Ólafsson á Perlu frá Hrepphólum
4.Maja Rolsgaard á Krummatá frá Hrafnkelsstöðum 1
5.Hjálmar Gunnarsson á Hraunberg frá Skollagróf

Fullorðinsflokkur,2.flokkur:
1.Tanja Rún Jóhannsdóttir á Hrefnu frá Skeiðháholti
2.Valgeir Jónsson á Röðli frá Þverspyrnu
3.Hjálmar Gunnarsson á Breytingu frá Haga
4.Einar Einarsson á Abel frá Brúarreykjum
5.Rosemarie Þorleyfsdóttir á Fursta frá Vestra-Geldingarholti
6.Hörður Úlfarsson á Gísu frá Ármóti
7.Sigurður Sigurjónsson á Blossa frá Kotlaugum
8.Guðjón Birgisson á Nökkva frá Melum


Fullorðinsflokkur,1.flokkur:
1.Magnús T.Svavarsson á Skógardís frá Blesastöðum 1a
2.Vilmundur Jónsson á Brák frá Skeiðháholti
3.Guðmann Unnsteinsson á Prins frá Langholtskoti
4.Gústaf Loftsson á Silvíu-Nótt frá Miðfelli
5.Berglind Ágústsdóttir á Þoku frá Reyðará
6.Gunnar Jónsson á Draupnir frá Skeiðháholti
7.Sigfús Guðmundsson á Vonar-Neista frá Vestra-Geldingarholti
8.Hermann þór Karlsson á Jódísi frá Efri-Brúnavöllum
9.Helgi Kjartansson á Topar frá Hvammi
10.Aðalsteinn Aðalsteinsson á Brúnblesa fra Íslandi!

Að lokum bendum við fólki á að kynna sér reglur vetrarmóta Smára sem eru aðgengilegar öllum hér á vefnum undir LÖG OG REGLUR, læt þær einnig fylgja hérna með til glöggvunar.

Reglur vetrarmóta

Leikreglur fyrir dómara.

Raða skal keppendum niður i sæti, dæma skal fegurð i reið, heildarmynd parsins er riðið er á hægum hraða og svo frálsum hraða .Riðið skal tölt eða brokk .

Leikreglur fyrir stjórnanda.

Stjórnandi mótsins  er tengiliður milli dómara og keppenda.

Keppt er i barnaflokki, unglingaflokki, unghrossaflokki og fullorðinsflokki ( 1og 2 flokkur) .

Eigandi hests og knapi skulu vera i félaginu.

Mótanefnd Smára getur bætt við flokkum eða fellt niður flokk.

Svona skal riðið:

Tveir hringir hægur hraði uppá báðar hendur. Allt að tveir hringir frjáls hraði uppá báðar hendur. Fet milli atriða .

Ef dómarar eru ekki búnir að raða niður getur stjórnandi bætt við auka hring. Eftir átta hringi skal fækka keppendum niður í tíu, fer eftir fjölda . Þá eru riðnir einn til tveir hringir á hægum hraða uppá hvora hönd og einn til tveir á frjálsum hraða uppá hvora hönd. Í barnaflokki skal ekki raða tveim síðustu krökkunum.

Punktamótin eru þrjú og ræður samanlagður punktafjöldi úrslitum. Efsti hestur hlýtur 10 stig annar hestur 9 stig og svo framvegis. Verðlauna skal fimm efstu sætin í hverjum flokki á öllum mótum.Verðlauna skal stigahæsta parið í hverjum flokki að loknum þremur mótum.

           

Hjálmaskylda er í öllum flokkum.

19.02.2012 12:37

Myndir frá fyrsta vetrarmóti

Nokkrar myndir frá fyrsta vetrarmótinu sem fór fram 18.02.2012 má nú finna á myndaalbúmi hér til hliðar eða með því að smella HÉR

Einnig má sjá þessar myndir á facebook síðu félagsins og hvetjum við alla til að gerast vinur okkar þar :)

12.02.2012 13:45

Fyrsta vetrarmót

Fyrsta vetrarmót  Smára verður haldið laugardaginn 18. febrúar  kl. 14 á Flúðum.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:  

  • Pollaflokkur
  • Barnaflokkur
  • Unglingaflokkur
  • Ungmennaflokkur
  • Unghrossaflokkur (Hross fædd 2007 og 2008)
  • Fullorðinsflokkur 2. Flokkur
  • Fullorðinsflokkur 1. Flokkur

Skráning er á staðnum.   Skráning hefst kl. 12:45 og lýkur kl. 13:45. Skráningargjald er 500 kr.á hverja skráningu, frítt er fyrir polla  og barnaflokk.  Pollarnir verða inn í reiðhöllinni en aðrir flokkar á vellinum.

Minnum á næsta Vetrarmót sem verður laugardaginn 17. mars.

Nánari upplýsingar á smari.is.

Með von um góða þáttöku.

Mótanefnd.

04.02.2012 13:20

Frá Aðalfundi

Aðalfundur Smára fór fram á Hestakránni fimmtudagskvöldið 2 febrúar.

Fundarstjóri var Hermann Þór Karlsson.
Venjuleg aðalfundarstörf einkenndu fundinn, reikningar voru lagðir fram og samþykktir samhljóða sem og skýrsla formanns.
Lagabreytingar voru kynntar og samþykktar og munu birtast hér á vefnum innan skamms.

Kjósa þurfti um 2 menn í aðalstjórn, formann og gjaldkera. Guðni Árnason bauð sig ekki fram til áframhaldandi setu en það gerði Bára Másdóttir og var það samþykkt með lófataki. 
Formaður var kjörinn Ingvar Hjálmarsson sem áður gengdi hlutverki ritara í stjórn. Kosin í hans stað var Lilja Össurardóttir og bjóðum við hana velkomna nýja inn í stjórn Smára.
Þökkum við fráfarandi formanni, Guðna Árnasyni fyrir vel unnin störf í þágu félagsins um leið og við óskum Ingvari velfarnaðar í nýju embætti.

Guðni Árnason, fráfarandi formaður

Kjósa þurfti um 3 menn í varastjórn og að þessu sinni hlutu flest atkvæði Kolbrún Haraldsdóttir Flúðum, Bjarni Birgisson Blesastöðum og Hjálmar Gunnarsson Flúðum.

Skoðunarmenn reikningna verða þeir sömu, Árni Svavarsson og Þorgeir Vigfússon. Varamenn í þessu embætti eru Haraldur Sveinsson og Haukur Haraldsson. 

Ræktunarbikarinn var veittur fyrir hæst dæmda kynbótahross í eigu félagsmanns. Að þessu sinni var mjótt á munum en aðeins 0,002 skildu að fyrsta og annan hest.
Efsti hestur var Fláki frá Blesastöðum 1a sem er undan Gígjari frá Auðsholtshjáleigu og Blúndu frá Kílhrauni. Fláki er ræktaður af Magnúsi Trausta Svavarssyni. Fláki hlaut í aðaleinkunn 8,494.

Fláki frá Blesastöðum 1a og Þórður Þorgeirsson
Næsti hestur var Mjölnir frá Hlemmiskeiði 3 undan Kráki frá Blesastöðum 1a og Bliku frá Nýjabæ. Mjölnir hlaut í aðaleinkunn 8,492. Ræktendur og eigendur Mjölnis eru Árni Svavarsson og Inga Birna Ingólfssdóttir sem einnig áttu þriðja hæsta kynbótahross í eigu félagsmanns, Ronju frá Hlemmiskeiði 3 sem er eins og Mjölnir undan Kráki frá Blesastöðum  1a og Kjarnorku frá Hlemmiskeiði 3. Ronja hlaut í aðaleinkunn 8,48 

Ræktunarbikarinn, gefinn af hestamannafélaginu Geysi á  50 ára afmæli Smára

Blæsbikarinn var afhentur þeim félagsmanni er þykir hafa staðið uppúr hvað varðar árangur jafnt og faglegrar framkomur á síðasta ári. Blæsbikarinn hlaut Sigurbjörg Bára Björnsdóttir. Sigurbjörg náði m.a. þessum árangri:

Samanlagður sigurvegari á vetrarmótum í unglingaflokki
-Þar af tvisvar sinnum 1 sæti og einu sinni 2 sæti
2 sæti á sameiginlegu töltmóti smára, loga og trausta  
1 sæti í unglingaflokki á firmakeppni smára 
3 sæti í fjórgangi í Uppsveitadeild Æskunnar
4 sæti í fimmgang í Uppsveitadeild Æskunnar
6 sæti í tölti í Uppsveitadeild Æskunnar
7 sæti í skeiði í Uppsveitadeild Æskunnar
3 sæti samanlagt í unglingaflokki í Uppsveitadeild Æskunnar

-    Tók þátt á landsmóti með Blossa frá Vorsabæ II endaði í sæti 47 af 95 keppendum með einkunina 8,20

3 sæti í B flokki á gæðingamóti Smára með einkunina 8,40
5 sæti í tölti á Gæðingamóti Smára með einkunina 6,56

Sigurbjörg er mjög áhugasamur og efnilegur knapi sem við eigum, hvar sem hún kemur sýnir hún prúðmannslega reiðmennsku og er til fyrirmyndar fyrir sitt félag og er vel að viðurkenningunni komin.


Hér má sjá Björn Jónsson faðir Sigurbjargar taka við verðlaununum

Fram var lögð tillaga að nefndarskipan 2011 sem verður að finna hér og til hliðar undir liðnum Stjórnir og nefndir. Að gefnu tilefni skal taka það fram að þetta er einungis tillaga af hálfu stjórnar. Engum er skylt að starfa hafi hann ekki áhuga eða sjái sér ekki fært að taka þátt í störfum viðkomandi nefndar. Ef svo er er upplagt að viðkomandi snúi sér til næsta stjórnarmanns og segji sig frá starfinu, einnig er hægt að senda tölvupóst á smari@smari.is best væri ef það yrði gert sem fyrst svo hægt sé að fá staðgengil inn í viðkomandi nefnd.

Nefndir Hestamannafélagsins   Smára 2012


Mótanefnd
Aðalheiður Einarsdóttir  Árnesi
Sigurður H Jónsson Skollagróf
Þorsteinn G Þorsteinsson Syðra Langholti
Vilmundur Jónsson Skeiðháholti
Katrín Ólafsdóttir Hrepphólum


Fjáröflunarnefnd
Ragnheiður Ó Guðmundsdóttir Langholtskoti
Auður  Kolbeinsdóttir Flúðum
Gunnar Jónsson Skeiðháholti
Sigrún Bjarnadóttir Fossnesi
Margrét Runólfsdóttir Flúðum


Vallarstjórar
Hjálmar Gunnarsson Flúðum
Unnsteinn Hermannasson Langholtskoti


Æskulýðsnefnd
Vigdís Furuseth   Syðra Langholti
Leifur Stefánsson Brautarholti
Ragnar S Geirsson Efra Langholti
Meike Witt Glóruhlíð
Jóhanna Höeg Sigurðardóttir Hæl 1


Útreiðanefnd
Grímur Guðmundsson Ásatúni
Unnsteinn Hermannsson Langholtskoti

Viljum svo minna á fyrsta vetrarmótið sem er laugardaginn 18 febrúar næstkomandi.

Og fyrsta mót í Uppsveitadeild föstudagskvöldið 24 febrúar og verður þá keppt í smala  • 1
Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 2083809
Samtals gestir: 302598
Tölur uppfærðar: 2.4.2020 02:42:09