Færslur: 2012 Júní

14.06.2012 19:33

Þolreið á landsmóti

 

Laugardaginn 30. júní verður haldin þolreið frá félagssvæði Harðar að landsmótssvæðinu og endað á stóra hringvellinum á félagssvæði Fáks. Það geta allir tekið þátt á vel þjálfuðum reiðhestum en þolreið í þessari mynd er haldin árlega á íslenskum hestum um alla Evrópu.

Vegleg verðlaun eru í boði en fyrir fyrsta sæti eru veittir flugmiðar til Evrópu með Iceland Express. Einnig veitir Hestaleigan Laxnes veglega bikara fyrir fyrsta til þriðja sæti.  

Þetta verður einstaklingskeppni en ekki liðakeppni og hvetjum við þá sem áhuga hafa á þátttöku að skrá sig á netfangið irmasara@simnet.is. Þar þarf að koma fram nafn á knapa og kennitala, nafn á hesti og IS-númer. Þátttökugjald er einungis 2000 krónur og skulu lagðar inn á reikning Landsmóts ehf. 515-26-5055, kt. 501100-2690. Síðasti skráningardagur er föstudagurinn 22. júní. 

10.06.2012 19:49

Úrslit frá LM úrtöku

 

Sameiginleg landsmótsúrtaka hjá Geysi, Loga, Trausta og Smára fór fram dagana 8 og 9 júní á Hellu. Frábær skráning var á mótinu og margir glæsilegir hestar og sýningar. Hestamannafélagið Smári hefur rétt á að senda 3 fulltrúa í hvern flokk og ljóst er að það eru sterkir hestar og knapar sem komnir eru með farmiða á LM2012 fyrir hönd Smára og gaman verður að fylgjast með þeim þar.  

Meðfylgjandi eru efstu hestar frá Smára í öllum flokkum.

BARNAFLOKKUR

1 Aron Ernir Ragnarsson Þyrnir frá Garði Brúnn/milli- einlitt Smári 7,90

 

UNGLINGAFLOKKUR

1 Sigurbjörg Bára Björnsdóttir Blossi frá Vorsabæ II Rauður/milli- blesótt vag. Smári 8,42
2 Sigurbjörg Bára Björnsdóttir Forseti frá Vorsabæ II Jarpur/ljós einlitt Smári 8,23
3 Guðjón Örn Sigurðsson Gola frá Skollagróf Jarpur/milli- stjörnótt Smári 8,06
4 Helgi Valdimar Sigurðsson Hending frá Skollagróf Jarpur/dökk- einlitt Smári 8,04
5 Björgvin Ólafsson Birta frá Hrepphólum Bleikur/álóttur einlitt Smári 7,92

 

UNGMENNAFLOKKUR

1 Elin Ros Sverrisdottir Rakel frá Ásatúni Brúnn/mó- einlitt Smári 8,36
2 Helena Aðalsteinsdóttir Trausti frá Blesastöðum 1A Jarpur/rauð- einlitt Smári 8,35
3 Bragi Viðar Gunnarsson Bragur frá Túnsbergi Brúnn/milli- einlitt Smári 7,92

 

B FLOKKUR

1 Dögg frá Steinnesi Ólafur Ásgeirsson Grár/rauður einlitt Smári 8,63
2 Möller frá Blesastöðum 1A Helga Una Björnsdóttir Bleikur/álóttur einlitt Smári 8,60
3 Stígandi frá Stóra-Hofi Ólafur Ásgeirsson Jarpur/rauð- einlitt Smári 8,53
4 Þokki frá Þjóðólfshaga 1 Hólmfríður Kristjánsdóttir Brúnn/milli- einlitt Smári 8,42
5 Breyting frá Haga I Guðmann Unnsteinsson Brúnn/milli- einlitt Smári 8,36
6 Sörli frá Hárlaugsstöðum Pernille Lyager Möller Brúnn/milli- einlitt Smári 8,30
7 Sörli frá Arabæ Hermann Þór Karlsson Móálóttur,mósóttur/milli-. Smári 7,65
8 Ferill frá Nýjabæ Gunnar Egilsson Brúnn/dökk/sv. einlitt Smári 7,62

 

A FLOKKUR

1 Fláki frá Blesastöðum 1A Þórður Þorgeirsson Brúnn/milli- tvístjörnótt Smári 8,69
2 Prins frá Langholtskoti Guðmann Unnsteinsson Jarpur/ljós einlitt Smári 8,52
3 Flipi frá Haukholtum Guðmann Unnsteinsson Rauður/milli- tvístjörnótt Smári 8,38
4 Stormur frá Reykholti Bjarni Birgisson Jarpur/rauð- einlitt Smári 7,85

07.06.2012 19:28

Dagskrá úrtöku

 

 
 
Tekið af heimasíðu Geysis :
 
Vegna mikillar skráningar, endurskoðuðum við dagskrá sameigninlegsrar úrtöku Geysis, Loga, Smára og Trausta sem haldin verður á Gaddstaðaflötum við Hellu. Til að létta á laugardeginum og lenda ekki í myrkri færum við ungmennaflokkin yfir á föstudagskvöld og verður dagskráin því eftirfarandi. Ráslistar verða svo birtir í dag á heimasíðu félagsins hmfgeysir.is og á netmiðlum.
 
Föstudagur 8.júní
KL 20:00 Ungmennaflokkur
 
Laugardagur 9.júní
KL 8:00 B-flokkur
KL12:00 matarhlé
KL 13:00 Börn
KL 13:50 Unglingar
KL 16:00 kaffihlé
KL 16:30  A-flokkur

Dagskrá Sunnudagsins 10.júní verður tímasett seinniparts laugardags 9.júní og fer eftir því hvað fara margir í seinni umferð.

Aðgangseyrir verður 1000 kr frítt fyrir knapa og börn 13 ára og yngri. Mun aðgagnseyrir renna í æskulýðsstarf hestamannafélagnna.

Mótanefnd
 
Hægt er að fylgjast með birtingu ráslista á heimasíðu geysis og verða þeir einnig birtir hér þegar þeir berast   http://www.hmfgeysir.is
  • 1
Flettingar í dag: 103
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 137
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 2084584
Samtals gestir: 302786
Tölur uppfærðar: 5.4.2020 12:32:05