Færslur: 2012 Október

31.10.2012 19:20

Haustferð Smára 2012

 

Haustferð Smára 2012

 

Árlega haustferðin okkar verður farin 9.november að þessu sinni og þá munum við heimsækja vel valin hestabú smiley

Farið verður frá Flúðum kl. 14 (fyrir utan skólan)

og áætluð heimkoma er kl. 21.

Ferðin er ætluð krökkum i 5.bekk og uppúr.

Skráning á smarakrakkar@gmail.com eða i sima : 8616652

-  i siðasta lagi 6.november! 

Verð á mann er 1500,- kr (fyrir rútu og pizzuhlaðborð)

 

Bestu kveðjur,Æskulýðsnefnd Smára

23.10.2012 22:49

Folaldasýning Hrossaræktarfélags Hrunamanna

 

  Folaldasýning ársins 2012 verður í Reiðhöllinni á Flúðum laugardaginn 3.nóvember n.k. kl. 14.

  

 

Keppt verður í hryssu og hesta flokkum og áhorfendur velja glæsilegasta folaldið.

Hver félagsmaður hefur rétt á að koma með eitt folald.                                             

Skráning á skollagrof@skollagrof.is eða í síma 894-3059 fyrir kl 20 fimmtudaginn 1.nóvember.

Skráningargjald er kr.1500 á folald .

Hvetjum sem flesta til að mæta og sjá  folöldin sem félagsmenn mæta með á 100 ára afmælisári félagsins.

Aðgangseyrir er kr.500

                                  Kveðja stjórnin

 

13.10.2012 16:54

Haustfundur

 

Haustfundur  Smára 2012

Verður haldinn föstudagskvöldið 26 október kl 20.30 á Útlaganum á Flúðum.

Stjórnin hvetur sem flesta til að mæta og ræða framtíð og stefnu félagsins.

Það sem meðal annars er á dagskrá fundarins :

·      Námskeiðahald – hvernig námskeið ?

·      Punktamót – þarf að breyta fyrirkomulagi ?

·      Gæðingamót/Íþróttamót – halda með öðrum ? – Halda opin mót ?

·      Aðalfundur

·      Fjölskyldustarf – stefna ?

·      Á að sameina Smára öðru félagi ?

·      Önnur mál

Ef þið hafið skoðun á eftirfarandi málum eða viljið koma öðrum málum á framfæri til stjórnar eða félagsins er upplagt að taka þessa kvöldstund frá, mæta og ræða málin um stöðu félagsins okkar.

Allir velkomnir

Stjórn Smára

  • 1
Flettingar í dag: 91
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 2083860
Samtals gestir: 302604
Tölur uppfærðar: 2.4.2020 04:24:29