Færslur: 2012 Nóvember

21.11.2012 22:02

Aðalfundur Reiðhallarinnar á Flúðum

AÐALFUNDARBOÐ

Aðalfundur Reiðhallarinnar á Flúðum ehf  fyrir árin 2009 – 2011 verður haldinn

sunnudaginn 25. nóvember n.k. kl. 20:00

í félagsheimilinu á Flúðum.

Dagskrá aðalfundar:

 

 

1. Venjuleg aðalfundarstörf:

a) Flutt skýrsla stjórnar.

b) Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til afgreiðslu.

c) Breyting á stjórn.

d) Framkvæmdaáætlun

2. Önnur mál.

 

 

 

                                                                       Stjórnin

13.11.2012 20:39

Sýnikennsla í Reiðhöllinni á Flúðum


 

Hinn landsþekkti hestamaður Ísleifur Jónasson mun halda sýnikennslu í Reiðhöllinni á Flúðum 22 nóvember. 

Ísleifur mun sýna hinum almenna hestamanni hvernig  hægt er að nota Reiðhöllina við þjálfun hesta. 

Sýningin hefst kl 20 30 

Aðgangur 1000 kr

  Hvetjum alla til að mæta og fylgjast með.

                                                                                                                                        Stjórn Smára

13.11.2012 19:58

Knapamerkja og prófdómaranámskeið.

Knapamerkja og prófdómaranámskeið.

 

Sunnudaginn 18 nóvember verður boðið upp á fræðsludag og námskeið um Knapamerkin auk þess sem prófdómurum verður boðið upp á að uppfæra dómararéttindi sín og nýjum að spreyta sig á að taka próf. Fyrri hluti námskeiðsins verður öllum opinn sem áhuga hafa á að fræðast um Knapamerkin eða ætla sér að bjóða upp á Knapamerkjanámskeið í vetur. Seinni hluti námskeiðsins er einungis hugsaður fyrir þá aðila (reiðkennara) sem hyggjast taka prófdómarapróf.

 

Ath. Þeir sem eru með prófdómararéttindi verða mæta á þetta námskeið og taka prófdómaraprófið til að viðhalda núverandi réttindum.

 

Skráningu í prófdómarahluta námskeiðsins lýkur föstudagskvöldið 9 nóvember.

 

Staðsetning - Fáksheimilið og Reiðhöllin í Víðidal

 

Dagsetning - 18 nóvember frá klukkan 10:30 til 18

 

Verð

Það er frítt á fyrri hluta námskeiðsins en verð fyrir þá sem mæta á prófdómaranámskeið er 20.000 krónur og innifalið í því er kaffi og snarl yfir daginn auk próftökugjalds.

 

Dagskrá
Klukkan: 10:30 - 10:45 Kynning Helga Thoroddsen
Klukkan: 10:45 - 11:15
Erindi: Arndís Brynjólfsdóttir, reiðkennari.
Reynslan af Knapamerkjunum í Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra.
Kaffihlé
Klukkan: 11:30 - 12:00
Erindi: Rósa Kristinsdóttir og Oddný Erlendsdóttir.
Fjalla um reynsluna af því að vera nemandi í Knapamerkjum. Báðar hafa lokið prófi á 5. Stigi Knapamerkjanna.
Klukkan: 12:00 - 12: 15 Fyrirspurnir og umræður
 
Þessi fyrri hluti námskeiðsins er öllum opinn sem áhuga hafa á að kynna sér Knapamerkin og leita upplýsinga um þau.
 
Matarhlé
Klukkan 13:00 - 13:30
Farið yfir helstu verkefni Knapamerkjanna þessa dagana og hvað er framundan.
Umræður
Klukkan 13: 40 - 15:30
Farið yfir helstu áhersluatriði í prófum og æfð prófdæming af myndböndum.
Kaffihlé
Klukkan 16:00 - 18:00
Prófdómarapróf

 

Þessi hluti námskeiðsins er opinn reiðkennurum sem hyggjast kenna Knapamerkjanámskeið og prófdómurum sem  vilja uppfæra prófdómararéttindi sín. Dæmd verða 2 próf á hverju stigi Knapamerkjanna og prófgögnum skilað til prófdómara. 

  • 1
Flettingar í dag: 91
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 2083860
Samtals gestir: 302604
Tölur uppfærðar: 2.4.2020 04:24:29