Færslur: 2014 Janúar

27.01.2014 19:03

Knapi og kynbótahross ársins 2013

Á aðalfundi Smára á dögunum voru veitt verðlaun fyrir góðan árangur á keppnis og kynbótabrautum á árinu 2013.

 

Blæsbikarinn er afhentur þeim félagsmanni er þykir hafa staðið uppúr hvað varðar árangur jafnt og faglegrar framkomu á síðasta ári. Blæsbikarinn hlýtur að þessu sinni Ólafur Brynjar Ásgeirsson.

Ólafur var mjög sýnilegur á mótum ársins 2013 og náði víða góðum árangri. Hann keppti m.a. í Meistaradeild VÍS, Uppsveitadeild Íshesta, íþróttamóti Sörla, Reykjarvíkurmóti Fáks, Gullmótinu, Íslandsmóti fullorðinna, Gæðingamóti Smára, Metamóti Spretts svo eitthvað sé nefnt.

 

Ólafur náði m.a. þessum árangri :

Uppsveitadeild Íshesta

 • 2 sæti í fjórgangi á Hugleik frá Galtanesi 7,57
 • 3 sæti í fimmgangi á Álm frá Skjálg 6,45
 • 2 sæti í tölti á Védísi frá Jaðri 7,67
 • 7 sæti í skeiði á Rauðkolli frá Eyvindarmúla
 • 2 sæti í einstaklingsstigakeppninni og í sigurliði deildarinnar

Sumarsmellur Harðar

 • 1 sæti í tölti á Védísi frá Jaðri 7,78
 • 2 sæti í fjórgangi á Hugleik frá Galtanesi 7,17

Íslandsmót fullorðinna

 • 18 sæti í tölti á Védísi frá Jaðri 7,27
 • 9 sæti í fjórgangi á Hugleik frá Galtanesi 7,57
 • 13 sæti í fimmgangi á Þresti frá Hvammi 6,97

Gæðingamót Smára

 • 1. Sæti í A-flokki gæðinga á Nótt frá Jaðri 8,50
 • 1. Sæti í B-flokki gæðinga á Dáð frá Jaðri 8,61

Ólafur tekur við bikarnum af Ingvari fromanni/Ólafur og Dáð frá Jaðri

 

IS2007288582 Sif frá Helgastöðum 2 Hæst dæmda kynbótahross í eigu Smárafélaga 2013

F. IS1996181791 - Geisli frá Sælukoti (Aeink. 8,28)

M. IS2001288581 - Strípa frá Helgastöðum 2

Hæsti dómur 2013

Sýnandi: Daníel Jónsson

Höfuð           9.5                Tölt    9

Háls/herðar/bógar 8.5 Brokk             8,5

Bak og lend            7.5                 Skeið 9

Samræmi    7.5                 Stökk 8

Fótagerð      7.5                 Vilji og geðslag  9

Réttleiki       7.5                 Fegurð í reið   9,5

Hófar            7                                 Fet      7,5

Prúðleiki     7.5                 Hægt tölt     8,5/ Hægt stökk   8

Sköpulag    7.83              Hæfileikar 8,85

Aðaleinkunn 8,44 Ræktandi : Loftur S. Magnússon

Eigendur 2013 : Loftur S. Magnússon 75%

                               Þorsteinn G. Þorsteinsson 25 %

Sif var seld sumarið 2013

 

Þórhildur Sif Loftsdóttir tekur við bikarnum af Ingvari formanni/Sif frá Helgastöðum2 knapi Daníel Jónsson

23.01.2014 19:56

Uppsveitadeild Æskunnar


Þriðjudaginn 28. janúar nk. verður fundur í Reiðhöllinni á Flúðum kl. 20:30 á vegum Æskulýðsdeilda Loga og Smára.
Allir þeir sem hafa áhuga á að vera með í Uppsveitadeild Æskunnar eru vinsamlegast beðin um að mæta.  Þeir sem ekki hafa kost á að mæta á fundinn þurfa að tilkynna þátttöku á netfangið asatun@simnet.is

Æskulýðsdeildirnar

 • 1
Flettingar í dag: 149
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 137
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 2084630
Samtals gestir: 302790
Tölur uppfærðar: 5.4.2020 14:15:54