Færslur: 2014 Mars

29.03.2014 19:12

Úrslit frá fimmgangi í Uppsveitadeild

Mikil stemning var meðal áhorfenda sem troðfylltu Reiðhöllina á Flúðum í gærkveldi þegar fimmgangur Uppsveitadeildar Hótels Geysis fór fram.   Áður en keppni hófst gaf fyrirtækið Landsstólpi sessur í reiðhöllina sem áhorfendur munu geta nýtt á áhorfendabekkjum á viðburðum í framtíðinni.  Sessunum var því næst dreift til áhorfenda sem nutu kvöldsins á mjúku undirlagi á hörðum bekkjunum. 

Í forkeppninni sáust góð tilþrif og athygli vakti að margir af yngri knöpunum skutust upp fyrir eldri og reyndari knapa.  Þar má til dæmis nefna Ragnheiði Hallgrímssdóttur, Björgvin Ólafsson og Jón Óskar Jóhannesson.  En það var Bjarni Bjarnason á Hnokka frá Þóroddsstöðum sem stóð efstur eftir forkeppnina með einkunnina 6.23.  Fast á hæla honum voru Þórarinn Ragnarsson á Sæmundi frá Vesturkoti með 6.20 og í þriðja sæti Guðmann Unnsteinsson á Öskju frá Kílhrauni með 6.13. Í B-úrslitum sigraði Sólon Morthens á Verði frá Árbæ örugglega með einkunna 6.45 en hann var í áttunda sæti í forkeppninni.   

Miklar sviptingar voru í A-úrslitum og röð keppenda breyttist nokkuð. Guðmann Unnsteinsson á Öskju frá Kílhrauni sigraði með 6.83 með fallegri sýningu.  Sólon Morthens varð hástökkvari kvöldsins þar sem hann fór í annað sæti með einkunnina 6.69 úr áttunda sæti í forkeppni.  Bjarni Bjarnason á Hnokka frá Þóroddsstöðum færðist niður í þriðja sæti og Þórarinn Ragnarson á Sæmundi frá Vesturkoti fékk 6.10 í fjórða sæti.  Í A-úrslitum fékk Helgi Eyjólfsson ekki einkunn þar sem hestur hans Langfeti frá Hofsstöðum greip illa á sig.

Eftir fyrstu tvær keppnirnar er lið Baldvins og Þorvalds efst í liðakeppni með 28 stig en lið Toyota Selfossi í öðru sæti með 20 stig og Broslið Trausta með 19 stig.  Kílhraun fylgir eftir með 16 stig og Top Reiter með 14 stig.  North Rock er með 7 stig og  Lið Bjarna Birgis er með 6 stig. 

Í einstaklingskeppni er mjög jöfn keppni meðal þriggja efstu knapa. Þórarinn Ragnarsson í liði Baldvins og Þorvalds og Sólon Morthens liði Toyota Selfossi eru jafnir í efsta sæti með 17 stig.  Sigurvegari í fimmgangi Guðmann Unnsteinsson er örskammt undan með 16 stig og verður síðasta kvöldið 25.apríl þegar keppt verður í tölti og flugskeiði æsispennandi þar sem þeir munu bítast um sigur í einstaklingskeppninni.

Góður samhentur hópur kemur að framkvæmd Uppsveitadeildarinnar. Fyrir skömmu var stofnaður hópur hollvina sem aðstoðar við ýmis verk í Reiðhöllinni og  meðal annars við undirbúning Uppsveitardeildar.   Þeir sem vilja leggja starfi í höllinni lið geta haft samband við Jóhönnu á Hrafnkelsstöðum á netfangið jbi@mi.is

Fimmgangur F1
B úrslit 1. flokkur - 
 
  Mót: IS2014LOG037 - Uppsveitadeild Hótel Geysis 2014 Dags.: 29.3.2014
  Félag: Reiðhöllin á Flúðum
  Sæti    Keppandi    Heildareinkunn  
1    Sólon Morthens / Vörður frá Árbæ 6,45   
2    Aðalheiður Einarsdóttir / Darri frá Hlemmiskeiði 2 5,45   
3    Ragnheiður Hallgrímsdóttir / Vösk frá Vöðlum 5,26   
4    Jón Óskar Jóhannesson / Dimma frá Hvoli 4,60   
5    Björgvin Ólafsson / Óður frá Kjarnholtum I 4,10 

 

 

 

 

 

Fimmgangur F1
A úrslit 1. flokkur - 
 
  Mót: IS2014LOG037 - Uppsveitadeild Hótel Geysis 2014 Dags.: 29.3.2014
  Félag: Reiðhöllin á Flúðum
  Sæti    Keppandi    Heildareinkunn  
1    Guðmann Unnsteinsson / Askja frá Kílhrauni 6,83   
2    Sólon Morthens / Vörður frá Árbæ 6,69   
3    Bjarni Bjarnason / Hnokki frá Þóroddsstöðum 6,55   
4    Þórarinn Ragnarsson / Sæmundur frá Vesturkoti 6,10   
5    Helgi Eyjólfsson / Langfeti frá Hofsstöðum 0,00   

 

 

  4-G 5-G TÖLT SKEIÐ SAMTALS
BALDVIN OG ÞORVALDUR 13 15     28
TOYOTA SELFOSSI 8 12     20
BROS LIÐIÐ 11 8     19
KÍLHRAUN 6 10     16
TOP REITER 9 5     14
NORTH ROCK 7 0     7
LIÐ BJARNA BIRGIS 1 5     6

 

16.03.2014 19:16

Úrslit frá öðru vetrarmóti

Börn: 

1. Þorvaldur Logi Einarsson og Brúður frá Syðra-Skörðugili 10v 
2. Aron Ernir Ragnarsson og Þyrnir frá Garði 17v 
3. Einar Ágúst Ingvarsson og Punktur frá Fjalli 9v 
4-5 Þórey Þula Helgadóttir og Bráinn frá Reykjavík 13v 
4-5 Valdimar Örn Ingvarsson og Þyrnir frá Fjalli 8v 

Unglingar:

1. Hrafnhildur Magnúsdóttir og Eyvör frá Blesastöðum 1A 7v 
2. Hekla Salóme Magnúsdóttir og Tinna frá Blesastöðum 1A 6v 
3. Helgi Valdimar Sigurðsson og Hugnir frá Skollagróf 9v 
4. Viktor Máni Sigurðsson og Muggur frá Kaldbak 5v 

Ugmenni:

1. Eiríkur Arnarsson og Kráka frá Sóleyjarbakka 6v 
2.Gunnlaugur Bjarnason og Stormur frá Reykholti 15v 
3. Guðjón Hrafn Sigurðsson og Sóley frá Syðri-Hofdölum 7v 
4. Sigurbjörg Bára Björnsdóttir og Eining frá Vorsabæ 2 8v 
5. Guðjón Örn Sigurðsson og Gerpla frá Skollagróf 5v 
6. Björgvin Ólafsson og Sveipur frá Hrepphólum 7v 
7. Anna Nordfoss og Huld drá Steinnesi 12v 
(Anna keppti sem gestur og hlaut því ekki stig)

II Flokkur:

Petra Mazetti og Þrá Frá Varmalæk 12v 
(1. Sæti eftir sætaröðun, keppti sem gestur og hlaut því ekki stig)
1. Rsemarie B. Þorleifsdótir og Fursti frá Vestra-Gldingaholti 11v 
2. Sigfús Guðmundsson og Vonarneisti frá Vestra-Geldingaholti 7v 
3. Ása María Ásgeirsdóttir og Jóvin frá Syðri-Hofdölum 7v 
4. Atli Örn Gunnarsson og Ölur frá Túnsbergi 6v 
5. Hörður Úlfarsson og Fluga frá Auðsholti 6v 
6. Nadia Barn og Djarfur frá Ytri Bægisá 15v 
7. Unnsteinn Hermannsson og Neisti frá Langholtskoti 13v 
8. Ingimar Ásgeirsson og Vakri-Skjóni frá Högnastöðum 6v 

I Flokkur:

1. Jón William Bjarkason og Framsókn frá Litlu-Gröf 8v 
2. Þór Steinsson og Eyrún frá Blesastöðum 1A 7v 
3. Berglind Ágústsdóttir og Reisn frá Blesastöðum 1A 6v 
4. Erna Óðinsdóttir og Þöll frá Hvammi 8v 
5. Hermann Karslsson og Dropi frá Efri-Brúnavöllum 6v 
Birga Wild og Fjörgin frá Stóra-Ármóti 
(6. Eftir sætaröðun, keppti sem gestur og hlaut því ekki stig)
6. Gunnar K. Eiríksson og Konsert frá Túnsbergi 6v 
7. Guðmann Unnsteinsson og Askja frá Kílhrauni 7v 
8. Magga Brynjólfsdóttir og Hula frá Túnsbergi 6v 
9. Gunnar Jónsson og Draupnir frá Skeiðháholti 3 9v 
10. Einar Logi Sigurgeirsson og Lending frá Miðfelli 6v 
11. Helgi Kjartansson og Þótti frá Hvammi 7v 
12. Bjarni Birgisson og Bylgja frá Blesastöðum 2A 8v

Unghross:

1. Berglind Ágústsdóttir og Hera frá Efra-Langholti 5v 
2. Gunnlaugur Bjarnason og Kvika frá Blesastöðum 2A 

Stigasöfnun Eftir 2 mót:

Barnaflokkur:
Þorvaldur Logi Einarsson 19,5
Þórey Þula Helgadóttir 16
Aron Ernir Ragnarsson 9
Einar Ágúst Ingvarsson 8
Valdimar Örn Ingvarsson 6,5

Unglingaflokkur:
Hekla Salóme Magnúsdóttir 19
Viktor Máni Sigurðsson 16
Helgi Valdimar Sigurðsson 16
Hrafnhildur Magnúsdóttir 10

Ungmennaflokkur
Eiríkur Arnarsson 20
Gunnlaugur Bjarnason 16
Sigurbjörg Bára Björnsdóttir 15 
Björgvin Ólafsson 14
Guðjón Hrafn Sigurðsson 13
Guðjón Örn Sigurðsson 10
Björgvin Viðar Jónsson 6

II Flokkur:
Rosemarie B. Þorleifsdóttir 20
Sigfús Guðmundsson 18
Kari Torkildsen 8
Ása María Ásgeirsdóttir 8
Atli Örn Gunnarsson 7
Hörður Úlfarsson 6
Nadia Barn 5
Unnsteinn Hermannsson 4
Ingimar Ásgeirsson 3

I Flokkur:
Jón William Bjarkason 20
Berglind Ágústsdóttir 17
Erna Óðinsdóttir 15
Magga S Brynjólfsdóttir 9
Þór Steinsson 9
Gunnar Kristinn Eiríksson 8
Bjarni Birgisson 7
Einar Logi Sigurgeirsson 6
Hermann Karlsson 6
Helgi Kjartansson 4
Guðmann Unnsteinsson 4
Gunnar Jónsson 2

Unghrossaflokkur:
Berglind Ágústsdóttir 18
Ragnar Sölvi Geirsson 10
Bjarni Birgisson 9
Gunnlaugur Bjarnason 9

Bestu kveðjur, 
Nefndin

12.03.2014 14:54

Annað vetrarmót

Minnum á annað vetrarmót sem haldið verður núna á laugardaginn í Torfdal.

Mótið hefst kl. 14:00 og verður tekið við skráningum ástaðnum frá kl 13:00-13:45
 
Skráningargjald 1000 kr, frítt fyrir börn og Polla.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
Pollaflokk (9ára og yngri)
Barnaflokk (10-13 ára)
Unglingaflokk (14-17 ára)
Ungmennaflokk 18-21 árs)
I og II flokk fullorðinna...
Unghrossaflokk (hross fædd 2009 og 2010) - ATH fer fram á hringvellinum eins og aðrir flokkar!!

Vonumst til að sjá sem flesta,
- Nefndin
  • 1
Flettingar í dag: 149
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 137
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 2084630
Samtals gestir: 302790
Tölur uppfærðar: 5.4.2020 14:15:54