Færslur: 2014 Október

30.10.2014 16:43

Æskulýðsnefnd Smára kynnir Haustferð þann

7.nóvember 2014:

Brottför:
kl. 14:00 Flúðir Verslun Strax
kl. 14:15 Sandlækjarholt
kl. 14:30 Brautarholt
kl. 14: 50-15:50 Vesturkot, Hrossaræktunarbú
kl.16:30 -17:30 Laugarbakkar, Ölfúsi
kl. 18:00 - 19:00 Cafe Mika, Reykholti, Bláskógabyggð
kl. 19:15 Flúðir Verslun Strax
kl. 19:30 Sandlækjarholt
kl. 19:45 Brautarholt

Verð á mann: 2.000 kr innifalin rútuferð, pizza og gos.

Allir krakkar OG FORELDRAR hjartanlega velkomnir!

Skráning á smarakrakkar@gmail.com. Vinsamlegast skráið ykkur með nafn, kennitölu og BROTTFARASTAÐ!

Hlökkum til að sjá ykkur! Æskulýðsnefnd Smára

09.10.2014 19:45

Haustfundur  Smára 2014

 

Verður haldinn þriðjudagskvöldið 21 október kl 20.30 í Reiðhöllinni á Flúðum.

Það sem meðal annars er á dagskrá fundarins :

  • Barna- og fjölskyldustarf – stefna?
  • Námskeiðshald – hvernig námskeið?
  • Punktamót – á að fækka mótum? Halda þau með öðrum félögum?
  • Gæðingamót/Íþróttamót – Halda opin mót?
  • Önnur mál

Ef þið hafið skoðun á þessum málum eða viljið koma öðru á framfæri til stjórnar eða félagsmanna er upplagt að taka þessa kvöldstund frá, mæta og ræða málin.

Stjórnin hvetur sem flesta til að mæta hlusta á fróðlegt erindi og ræða framtíð og stefnu félagsins.

Allir velkomnir                      Stjórn Smára

  • 1
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 2083822
Samtals gestir: 302598
Tölur uppfærðar: 2.4.2020 03:14:04