Færslur: 2016 Janúar

31.01.2016 20:40

Ótitlað
Stjórn og fræðslunefnd Gæðingadómarafélagsins auglýsir ný- og landsdómarapróf sem fara munu fram í febrúar og apríl 2016. Einnig er auglýst upprifjunarnámskeið bæði á Suður- og Norðurlandi.

Upprifjunarnámskeið

Upprifjunarnámskeið gæðingadómara 2016 verða haldin í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði 27. febrúar og í Blönduskóla á Blönduósi 8. mars.
Sýningar sem dæma á fyrir upprifjunarnámskeið munu koma inn á heimasíðu GDLH von bráðar og verður það nánar auglýst síðar.
Gjald fyrir þátttöku er 15.000 kr. og greiðist á staðnum og er fólk beðið um að koma með pening, enginn posi verður á staðnum.

Nýdómarapróf

Fyrri hluti nýdómaraprófsins mun fara fram dagana 26.- 28. febrúar og síðari hlutinn mun fara fram dagana 20. - 21. apríl.

Kennsla fyrri hlutans mun fara fram í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Föstudaginn 26. Febrúar og sunnudaginn 28.febrúar en þá mun fara fram sérstök kennsla fyrir nýdómara, en laugardaginn 27.febrúar munu nýdómarar sitja upprifjunarnámskeið gæðingadómara sem fer fram á sama stað.

Kennsla síðari hlutans fer fram á mótssvæði hestamannafélags á höfuðborgarsvæðinu og er það fyrirhugað dagana 20.-21.apríl
Verð nýdómaranámskeiðs og gagna er 70.000 kr.

Landsdómarapróf

Landsdómarapróf mun fara fram dagana 26.-28. febrúar næstkomandi í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði, samhliða upprifjunarnámskeiði dómara. Kennsla hefst Föstudaginn 26.febrúar. Laugardaginn 27.febrúar fer fram upprifjunarnámskeið og Sunnudaginn 28.febrúar er einnig kennsla fyrir landsdómarapróf.

Kennsla síðari hlutans fer fram á mótssvæði hestamannafélags á höfuðborgarsvæðinu og er það fyrirhugað dagana 20.-21.apríl

Verð landsdómaraprófs og gagna er 45.000 kr.

Skráningafrestur í ný- og landsdómarapróf er 5. febrúar næstkomandi.   Þátttakendur staðfesta þátttöku sína með því að greiða 25.000 kr. staðfestingagjald. Nauðsynlegt er að þátttakendur mæti vel undirbúnir til leiks og verði búnir að kynna sér lög og reglur LH ásamt leiðara gæðingadómara.

Stjórn og fræðslunefnd áskilur sér rétt að fella niður námskeiðin ef ekki næst næg þátttaka.

 

Skráning á ofangreinda viðburði og fyrirspurnir fara fram í gegnum tölvupóstfangið gdlh@gdlh.is

Einnig er hægt að hafa samband við tengiliði stjórnar og fræðslunefndar vegna námskeiðanna:

Magnús Sigurjónsson; 698-3168

Sindri Sigurðsson; 862-3512

10.01.2016 14:58

Uppsveitadeild

UPPSVEITADEILDIN 2016 verður haldin með hefðbundnu sniði líkt og undanfarin ár. Nú hafa reglur deildarinnar verið uppfærðar og má finna þær inn á www.smari.is undir liðnum UPPSVEITADEILDIN.
Samkvæmt nýjum reglum er það nú í höndum hestamannafélagana að manna sín lið og hefur Smári rétt á að senda 4 lið til leiks. 
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í deildinni í vetur eru hvattir til að senda inn nafn og símanúmer á netfangið smari@smari.is síðasta lagi 25 janúar 2015. 
Í framhaldi mun stjórn boða til fundar þar sem dregið verður í lið. 
Ekki hika við að skrá ykkur sem fyrst !!


03.01.2016 22:16Minnum á . Aðalfund Smára 2016

Sem haldinn verður í reiðhöllinni á Flúðum

24 janúar kl. 20.30

Venjuleg aðalfundarstörf

Vonumst til að sjá sem flesta

stjórnin

 

Senn líður að nýju starfsári hjá hestamannafélaginu Smára. Til að starfið sé gott og hægt sé að efla það enn frekar má alltaf gera betur. Að starfa í félagsmálum er bæði gefandi og skemmtilegt og virkir félagsmenn eru gulls ígildi og vinna hörðum höndum til að styrkja félagið. Margar hendur vinna létt verk. Það væri gaman að heyra frá ykkur félagsmenn sem væruð til að leggja okkur lið og starfa með okkur í stjórnum og nefndum félagsins, það er alltaf pláss fyrir nýjar hugmyndir og fleiri hendur. Endilega hafið samband við okkur í stjórninni, komið í kaffi á aðalfund eða sendið okkur línu á smari@smari.is

 

Nú þegar vetrarstarfið er að fara í gang viljum við einnig bjóða nýja félaga velkomna í félagið. Rétt er að benda á þá vinnureglu stjórnar að nýjir félagar teljast ekki gjaldgengir á mótum eða öðrum viðburðum í nafni félagsins fyrr en að 30 dögum liðnum frá umsókn um inngöngu í félagið. Umsóknir má senda á smari@smari.is

 

Minnun á  að WORLDFENGUR er frír fyrir félagsmenn. Endilega sendið nafn, kennitölu og netfang á smari@smari.is og aðgangur verður virkjaður.

DAGSKRÁ 2016

(birt með fyrirvara um breytingar)

 

 

JANÚAR          Fræðslukvöld með Guðríði Evu dýralækni

JANÚAR          Upplýsingakvöld um æskulýðsstarf f. börn og foreldra

24 JANÚAR     Aðalfundur Smára

13 FEB            1 vetrarmót

19 FEB            Uppsveitadeild fullorðinna

5 MARS           Uppsveitadeild Æskunnar

6 MARS           2 vetrarmóit

FEB-MARS      Námskeið fyrir lengra komna með eigin hesta

                        -undirbúningur fyrir Uppsveitadeild Æskunnar

18 MARS        Uppsveitadeild fullorðinna

23 MARS        Sameiginlegt töltmót Smára, Loga og Trausta

8 APRÍL          Uppsveitadeild fullorðinna

16 APRÍL        Uppsveitadeild Æskunnar

23 APRÍL        3 vetrarmót

MARS-MAÍ      Reiðskóli með Steina í Syðra-Langholti

7 MAÍ              Uppsveitadeild Æskunnar

27-29 MAÍ     Hestheimaferð

MAÍ-JÚNÍ        Þjálfun fyrir Landsmót

19 JÚNÍ          Brokk og Skokk

27.6-3.7          LANDSMÓT Á HÓLUM

 

1 VETRARMÓT 2015 verður haldið 13 febrúar á Flúðum.  

Mótið hefst kl. 14.00 á pollaflokk inn í reiðhöll.

Tekið verður við skráningum frá 13.30

Keppt verður í :

Pollaflokk

Unghrossaflokk ( hross fædd 2011 og 2012)

Barnaflokk

Ungmennaflokk

II flokk fullorðinna

I flokk fullorðinna

1500 kr í hvern flokk. Frítt fyrir polla og börn

  • 1
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 2083822
Samtals gestir: 302598
Tölur uppfærðar: 2.4.2020 03:14:04