Færslur: 2016 Apríl

28.04.2016 23:09

Firmakeppni Smára

Firmakeppni Smára 2016

Verður haldin 1.maí kl.13:00 á Flúðum

Keppt verður í eftirfarandi flokkum :

Pollaflokkur ( 9 ára og yngri ) 

Barnaflokkur ( 10-13 ára )

Unglingaflokkur ( 14-17 ára )

Ungmennaflokkur ( 18 - 21 ára ) 

Kvennaflokkur 

Karlaflokkur

Heldri manna og kvennaflokkur

Fljúgandi skeið

Skráning á staðnum - Sjoppan verður opin -  Gerði á staðnum - Hvetjum alla að koma og gera sér glaðan dag ;)

Kveðja Stjórn Smára

14.04.2016 23:55

Meistari Meistaranna 2016

Hérna koma svo þeir sem munu keppa í fimmgangi í Meistari Meistaranna annað kvöld, það stefnir í hörkukeppni og verður gaman að sjá marga af flottustu hestum landsins. Fulltrúi Uppsveitadeilarinar í fimmgangi er Traustafélaginn Matthías Leó Matthíasson og hinn fagri Oddaverji frá Leirubakka.

Til leiks mæta:

Kea Mótaröðin : Jón Páll Tryggvason og Glóð frá Hólakoti

Húnverska mótaröðin : Hallfríður Óladóttir og Kolgerður frá Vestri Leirárgörðum

Gluggar og Glerdeildin : Katrín Sigurðardóttir og Þytur frá Neðra-Seli

Meistaradeildin : Ísólfur Líndal og Sólbjartur frá Flekkudal

KS deildin : Þórarinn Eymundsson og Narri frá V-Leirárgörðum

KB mótaröðin : Haukur Bjarnason og Gígur frá Skáney

Uppsveitardeildin : Matthías Leó Matthíasson og Oddverji frá 
Leirubakka

Keppninn hefst kl. 19:00, miðaverð 1000 kr . Hvetjum alla að koma í Sprettshöllina og hvetja okkar menn og hesta .wink broskall

14.04.2016 19:35

Ótitlað

Hver verður Meistari Meistaranna í tölti 2016?

Í dag kynnum við knapa og hesta sem keppa í tölti á morgun í æsispennandi keppni milli meistara landsins úr mótaröðum vetrarins.

Til leiks mæta:

Kea Mótaröðin : Guðmundur Karl Tryggvason og Rósalín frá Efri Rauðalæk

Húnverska mótaröðin : Elvar Logi Friðriksson og Byr frá Grafarkoti

Gluggar og Glerdeildin : Ámundi Sigurðsson og Hrafn frá Smáratúni

Meistaradeildin : Jakob Svavar Sigurðsson og Gloría frá Skúfslæk

KS deildin : Bjarni Jónasson og Randalín frá Efri Rauðalæk

KB mótaröðin : Iðunn Svansdóttir og Fjöður frá Ólafsvík

Uppsveitardeildin : Sólon Morthens og Ólína frá Skeiðvöllum

Vesturlandsdeildin : Siguroddur Pétursson og Steggur frá Hrísdal

Logafélaginn Sólon Morthens mætir með glæsihryssuna Ólínu frá Skeiðvöllum og verður gaman að sjá þau etja kappi við þessa sterku hesta og knapa frá öllum landshlutum.

12.04.2016 18:44

Meistari meistarana 2016

Meistari Meistaranna 2016

Nú styttist í eitt mest spennandi mót vetrarins - Meistari Meistaranna 2016 - sem haldið verður í Samskipahöllinni í Spretti föstudaginn 15 apríl kl. 19:00.

Keppnisfyrirkomulagið er þannig að úrslit eru riðinn í hverri grein og eru það sigurvegarar í úr mótaröðum sem haldnar hafa verið í vetur á landinu sem hafa keppnisrétt.

Í dag kynnum við til leiks þá sem keppa í fjórgangi.

Fjórgangurinn verður hrikalega sterkur og til leiks mæta:

Vesturlandsdeildin
Berglind Ragnarsdóttir og Frakkur frá Laugavöllum

Kea Mótaröðin
Viðar Bragason og Þytur frá Narfastöðum

Húnverska mótaröðin
Jessie Huijbers og Hátíð frá Kommu

Uppsveitardeildin
Þórarinn Ragnarsson og Hringur frá Gunnarsstöðum

KB Mótaröðin
Siguroddur Pétursson og Steggur frá Hrísdal

Gluggar og Glerdeildin
Sunna Sigríður Guðmundsdóttir og Fífill frá Feti

Meistaradeildin
Jakob Svavar Sigurðsson og Júlía frá Hamarsey

KS deildin
Artemisa Bertus og Korgur frá Ingólfshvoli

Hvetjum alla Smárafélaga og aðra til að taka kvöldið frá og hvetja okkar mann Þórarinn Ragnasson og gæðinginn Hring frá Gunnarsstöðum.

Aðgangseyrir er kr. 1000 pr. mann

  • 1
Flettingar í dag: 114
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 137
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 2084595
Samtals gestir: 302788
Tölur uppfærðar: 5.4.2020 13:07:31