Færslur: 2017 Janúar
23.01.2017 18:01
Stofnfélagar Smára
17.01.2017 20:18
Aðalfundur Smára
Aðalfundur Smára
Aðalfundur verður haldinn í sal Reiðhallarinnar á Flúðum þriðjudagskvöldið 31. janúar næstkomandi klukkan 20.30. Hvetur stjórn Smára alla félaga til að mæta og segja sína skoðun á starfi félagsins og taka þátt í að móta félagið til enn betri vegar.
Lög félagsins má finna á heimasíðu Smára og þar er að finna meðal annars dagskrá aðalfundar.
Atriði sem stjórn leggur meðal annars til umræðu!
Framtíð Gæðingamóts, hvað finnst félagsmönnum um fyrirkomulag síðustu tveggja ára ?
Framtíð vetrarmóta. Undanfarna vetur hefur dregið úr þátttöku á mótunum og hefur stjórn og mótanefnd velt fyrir sér hvað veldur. Hvernig aukum við áhugann ? Eigum við að breyta eitthverju varðandi mótin ?
Hvað vill hinn almenni félagsmaður. Lengi hefur verið í umræðunni hvað hestamannafélögin geti gert til að virkja hinn almenna félagsmann með nýjungum í starfi félaganna. Hvað getum við í Smára gert frekar ?
Kaffi og meðlæti í boði félagsins.
16.01.2017 22:00
Leiðrétting Reiðnámskeið hjá Hansa
10.01.2017 20:48
Reiðnámskeið
Reiðnámskeið
Hans Þór Hilmarsson tamningarmaður og reiðkennari verður með reiðtíma í reiðhöllinni annann hvorn mánudag. Kennt verður frá fjögur og fram á kvöldið. Hægt er að fá hálftíma einkakennslu eða tveir saman í klukkutíma. Boðið verður upp á fimm skipti, námskeiðið byrjar 6.febrúar. Verð fyrir hálftíma einkakennslu er 4000 kr og 8000 kr fyrir klukkutíma. Skráning fer fram á smari@smari.is skráning líkur 1.febrúar.
Hans Þór Hilmarsson er útskrifarður tamningarmaður og reiðkennari frá Hólum, hann starfar við tamningar og þjálfun ásamt unnustu sinni Söru Rut Heimisdóttur á Kílhrauni. Hans eða Hansi hefur tamið og þjálfað mörg af fremstu hrossum landsins ásamt að hafa verið framalega á kynbótabrautinni og keppnisbrautinni á síðustu árum.
05.01.2017 20:23
Uppsveitadeildin 2017
UPPSVEITADEILDIN 2017 verður haldin með hefðbundnu sniði líkt og undanfarin ár. Hestamannafélagið Smári hefur rétt á að senda 4 lið til leiks, í hverju liði má vera 3-5 keppendur. 3 knapar keppa fyrir hönd síns liðs hverju sinni. Að loknum skráningafresti koma þeir knapar ásamt stjórn Smára og setja saman liðin. Skráningafrestur er til 20.janúar, þeir sem hafa áhuga að taka þátt í deildinni í vetur eru hvattir að senda sem fyrst inn nafn, kennitölu og símanúmer á smari@smari.is Við minnum á að í boði eru 20 sæti laus svo endilega skráið sem fyrst. Reglur uppsveitadelidarinnar eru að finna inn á heimasíðunni smari@smari.is og reidhollin.is
Uppsveitadeildin 2017
17. febrúar - fjórgangur.
10. mars - fimmgangur.
31. mars - tölt, fljúgandi skeið
21.apríl verður svo Meistari Meistarana, keppnin verður haldin hjá hestamannafélaginu Spretti. Þar koma saman sigurvegarar úr hverji grein í hverri deild sem haldin er á landinu.
Uppsveitadeldin hefur skapað sér gott orðspor og er vinsæll viðburður bæði hjá heimamönnum og öðrum hestamönnum. Alltaf er góð stemmning í höllinni og ætlum við að sjálfsögðu ekki að breyta því í vetur. Við hvetjum alla félagsmenn bæði atvinnumenn og áhugamenn að skrá sig og við verðum með flotta og sterka deild í vetur :) Kveðja stjórnin
03.01.2017 18:48
Áramótakveðja
Við óskum öllum gleðilegs árs og þökkum öllum sem tóku þátt eða styrktu félagið á liðnu ári, öllum þeim sem unnu sjálfboðastarf fyrir hönd félagsins kærlega fyrir þeirra framlag og tíma. Hlökkum til að starfa með ykkur á komandi ári og óskum ykkur gleði og gæfu á komandi ári. Með bestu kveðju stjórn Smára
- 1