Færslur: 2017 Apríl
30.04.2017 19:47
Töltmót
Því miður þarf að hætta við sameiginleg töltmót Loga, Smára og Trausta. Þeir sem hafa skráð og greitt eru vinsamlegast beðnir um að senda reikningsupplýsinga á hf.trausti@gmail.com til að fá endurgreitt .
25.04.2017 12:28
Firmakeppni Smára
Firmakeppni Smára 2017
Okkar árlega Firmakeppni verður haldin á félagssvæði Smára Torfdal Flúðum 1.maí, hefst keppnin klukkan 13:00. Skráning á staðnum, hefst hún klukkan 12 og líkur 12:50
Keppt verður í eftirfarandi flokkum :
Pollaflokkur ( 9 ára og yngri )
Barnaflokkur ( 10-13 ára )
Unglingaflokkur ( 14-17 ára )
Ungmennaflokkur ( 18 - 21 ára )
Kvennaflokkur
Karlaflokkur
Heldri manna og kvennaflokkur ( 50 + )
Fljúgandi skeið
Stjórn Smára áskilur sér rétt til að fella niður eða breyta flokkum eftir að skráningu líkur.
Minnum á reglur Firmakeppni Smára, þær eru að finna inn á smari.is
Hvetjum alla félagsmenn til þess að koma og taka þátt í þessum árlega viðburði félagsins.
Kveðja Stjórn Smára
18.04.2017 23:58
Vetrarmót
Seinna vetrarmót Smára
Mótanefnd vill minna á seinna vetrarmót Smára þennan veturinn sem verður laugardaginn 22. apríl næstkomandi klukkan 14:00. Mótið verður með sama sniði og vanalega.
Með von um góða þátttöku, mótanefndin



06.04.2017 20:13
Töltmót
Sameiginlegt Töltmót Trausta, Smára og Loga .
Nú styttist í sameiginlega töltmótið okkar og verður það haldið miðvikudaginn 12 apríl í Reiðhöllinni á Flúðum byrjar kl 17,30 .
Keppt verður í eftirfarandi flokkum .
Barnaflokkur T- 7 tveir inn á í einu undir leiðsögn þuls
Unglingaflokkur T-3 tveir inn á í einu undir leiðsögn þuls
18 ára og eldri 2 flokkur (minna keppnisvanir) T-7 tveir inn á i einu undir leiðsögn þuls
18 ára og eldri 1 flokkur (meira keppnisvanir)T-3 tveir inn á í einu undir leiðsögn þuls .
B- úrslit verða riðin ef þáttaka nær yfir 15 knapa í hverjum flokk .Skráningagjöld er 2500 kr fyrir 18, ára og eldri fyrir fyrsta hest og fyrir næstu skráningu 1500 kr . Fyrir Börn og Unglinga er skráningar gjald 1500 kr
Skráning fer fram á sportfeng .
Það verður opnað fyrir skráningu mjög fljótlega ,sendu ykkur tilkynningu hér þegar opið er fyrir skráningu .
Vonum að sem flestir félagsmenn komi og verði með , börn ,unglingar ,áhugamenn og atvinnumenn .
- 1
Flettingar í dag: 125
Gestir í dag: 61
Flettingar í gær: 254
Gestir í gær: 80
Samtals flettingar: 2041458
Samtals gestir: 294123
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 14:49:32