Færslur: 2018 Mars

23.03.2018 08:42

Opið Freyjutöltmót Smára og Loga

Daginn fyrir skírdag, þann 28 mars munum við félagar Smára, Loga og Trausta standa sman að opnu töltmóti. Við munum byrja síðdegis og tölta saman eitthvað fram eftir kvöldi í reiðhöllinni í Torfdal. Keppt verður í T3 þar sem riðið er hægt tölt, hraðabreytingar á tölti og greitt tölt. Riðið verður undir stjórn þuls, tveir inná í einu. Barnaflokkurinn ríður T7 þar sem riðið er hægt tölt og frjáls ferð á tölti. Flokkarnir eru eftirfarandi:
- Barnaflokkur
- Unglingaflokkur
- Ungmennaflokkur
- Áhugamannaflokkur
- Opinn flokkur
ATH ! Þeir sem skrá sig í áhugamannaflokk skrá sig í Opinn flokkur 2. flokkur og þeir sem skrá sig í Opinn flokk skrá sig í Opinn Flokkur en ekki Opinn flokkur 1. flokkur. Fyrir þá sem eru með erlenda kennitölu og vilja skrá sig geta haft samband við Helga Valdimar í síma: 7801891. Helgi sér um skráningar svo ef eitthvað bjátar á er best að hafa samband beint við hann :)
Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur :)
Riðin verða úrslit í öllum flokkum og páskaegg frá Freyju verða í verðlaun fyrir fyrstu fimm efstu sætin í hverjum flokk. Einnig gefur Lífland vegleg verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin. Kunnum við þessum fyrirtækjum bestu þakkir :)
Opnað veðrur fyrir skráningu föstudaginn 16 mars og lokað að miðnætti sunnudaginn 25 mars. Skárning fer fram á Sportfeng http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add 
Þáttökugjaldið er 1500 kr fyrir börn og ungling. 2500 kr fyrir ungmenni, áhugamenn og opna flokkinn. 
Við hvetjum alla, stóra sem smáa að eiga skemmtilega kvöldstund saman :)

15.03.2018 23:43

Úrslit af fyrra vetrarmóti SmáraÞá er fyrsta vetrarmóti Smára lokið. Í ár ákvað mótanefnd Smára að breyta fyrirkomulagi mótanna með þeim hætti að gefnar væru tölur í stað sætaröðunnar. Allir þátttakendur riðu sömu grein, eða tölt T7. Tveir dómarar dæmdu saman og gáfu eina einkunn fyrir hvern lið og meðaltalið tekið af þeim tölum til þess að fá heildarniðurstöðu. Pollarnir fóru í þrautabraut og þurftu að leysa hinar ýmsu þrautir. Að þessu sinni náðist hins vegar ekki þátttaka í barnaflokkinn okkar. Hér fyrir neðan koma niðurstöður mótsins.

Pollaþraut:

Ragna Margrét Larsen og Bylur frá Kleifum

Magnús Veigar Aðalsteinsson og Djásn frá Eigilsstaðakoti

Guðmundur Johan Aðalsteinsson og Mjölnir frá Húsatóftum

Unglingaflokkur:

 1. Laufey Ósk Grímsdóttir og Teigur frá Ásatúni 3
 2. Þórey Þula Helgadóttir og Vákur frá Hvammi 1 0
 3. Þorvaldur Logi Einarsson og Hátíð frá Hlemmiskeiði 5,5

Ungmennaflokkur:

 1. Hekla Magnúsdóttir og Tinna frá Blesastöðum 6,0
 2. Jelena Aunin og Fákur frá Vatnahjáleigu 5,3
 3. Anne Sofie og Kappi frá Vorsabæ 4,8
 4. Rebekka Jansdóttir og Stella frá Syðra Langholti 4,0

Áhugamannaflokkur:

 1. Elin Moqist og Hekla frá Ásbrekku 6,5
 2. Arnheiður S. Þorvaldsdóttir og Ísdögg frá Miðfelli 5,8
 3. Einar Logi Sigurgeirsson og Saga frá Miðfelli 5,8
 4. Marie Schougaat og Óðinn frá Blesastöðum 5,8
 5. Grímur Guðmundsson og Hvinur frá Ásatúni 5,5

Opinn Flokkur:

 1. Kristín Magnúsdóttir og Órnir frá Gamla Hrauni 7.5
 2. Þórey Helgadóttir og Hugi frá Hrepphólum 6.8
 3. Þorvaldur Logi Einarsson og Stjarni frá Dalbæ 2 6.8
 4. Patricia Grolig og Skræpa frá Blesastöðum 6,0
 5. Helgi Kjartansson og Gjálp frá Hvammi 1 6,0

05.03.2018 19:22

Vetrarmót Smára

Vetrarmót Smára 2018 - hið fyrra 

Kæru Smárafélagar

Þá fer að líða að fyrra vetrarmótinu okkar en laugardaginn 10.mars nk er stefnan tekin á Torfdal með gæðinginn og góða skapið í farteskinu.
Mótið hefst kl 13:00 með skráningu og pollastund frá kl 13-13:30. Barnaflokkur hefst svo stundvíslega kl.14 og svo flokkarnir koll af kolli. Keppt verður í tölti (T7) - riðið undir stjórn þuls hægt tölt og frjáls ferð. Létt og skemmtilegt í alla staði. 5 efstu ríða úrslit en 10 efstu knapar safna stigum í stigakeppni vetrarmótanna.
Lífland gefur vegleg verðlaun fyrir 3 efstu sætin í öllum flokkum og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
Flokkarnir verða eftirfarandi: - Þrautabraut í reiðhöll fyrir polla - Barnaflokkur - Unglingaflokkur - Ungmennaflokkur - Áhugamannaflokkur - Opinn flokkur Þátttökurétti er þannig háttað: gjaldgengir eru Smárafélagar allir í barna, unglinga, ungmenna og áhugamannaflokk. Hross þarf ekki að vera í eigu félagsmanns. Opinn flokkur er öllum opinn óháð félagsaðild. Bjóðum við nágranna og vini hjartanlega velkomna. Vakin er athygli á því að keppendum í unglinga og ungmennaflokki er einnig heimil þátttaka í opnum flokki með sitt annað hross.
Hvort mótið verður haldið úti eða inni fer eftir veðri og ástandi vallarins en ef aðstæður leyfa verðum við úti.
Unghrossaflokkur verður á sínum stað á seinna vetrarmótinu þann 21. apríl. Unghross þurfa að vera í eigu Smárafélaga, vera 4-6 vetra (á árinu) en knapi þarf ekki að vera félagsmaður í Smára.

Hlökkum til að sjá ykkur - hress og kát laugardaginn 10. mars! 

Bestu kveðjur Mótanefndin

P.S enn á ný hvetjum við til þess að fylgst sé með á fésbókinni. En þar má einnig finna nánari útlistun á tilhögun vetrarmótanna. Endilega hikið ekki við að senda okkur spurningar ef einhverjar eru varðandi vetrarmótin.


Myndaniðurstaða fyrir lífland
 • 1
Flettingar í dag: 25
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 2083794
Samtals gestir: 302595
Tölur uppfærðar: 2.4.2020 02:07:57