Færslur: 2019 Apríl

30.04.2019 22:46

Firmakeppni Smára

Við minnum á Firmakeppni Smára á morgun 1.maí. Keppnin hefst klukkan eitt í Torfdal Flúðum.  Grillaðar pylsur í boði hestamannafélagsins.

Kveðja stjórn Smára :) 

25.04.2019 21:11

Firmakeppni Smára

Firmakeppni Smára 2019

Firmakeppni hestamannafélagsins Smára verður haldin í Torfdal Flúðum 1.maí að venju. Hefst hún stundvíslega kl.13.00.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
Pollaflokkur ( 9 ára og yngri ) Þeir munu ríða inn í reiðhöll.
Barnaflokkur ( 11-13 ára )
Unglingaflokkur ( 14 - 17 ára )
Ungmennaflokkur ( 18 - 21 árs )
Kvennaflokkur
Karlaflokkur
Heldri manna og kvennaflokkur ( +50)
Fljúgandi skeið
Skráning verður á staðnum frá kl. 12.00 og lýkur henni kl. 12.50

Hvetjum alla til að mæta og gera sér glaðan dag á einum stærsta viðburði félagsins, hvort sem er ríðandi, gangandi eða akandi. Minnum á gerðið fyrir þá sem koma ríðandi. 
Stjórn Smára áskilur sér rétt til að fella niður eða breyta flokkum eftir að skráningu lýkur.
Minnum á reglur Firmakeppni Smára, þær eru að finna inn á smari.is

Hlökkum til að sjá sem flesta

Stjórn Smára

03.04.2019 21:07

Þriðja og síðasta vetrarmót Smára

Þriðja og síðasta vetrarmót Smára verður haldið 6.apríl næstkomandi. Þar sem þetta er sama dagsetning og Stóðhestaveislan í Sprettshöllinni ætlum við að hafa skráningu klukkan 11 og hefja mótið klukkan 12 líkt og síðast.
Mótið er með hefðbundnu sniði nema að núna er ungrhossaflokkurinn okkar góði líka !. Hross 4, 5 og 6 vetra eru leyfð í þann flokk og þarf hrossið að vera skráð á félagsmann Smára til þess að fá að taka þátt.
Gestir eru velkomnir en þeir greiða 500 kr meira í skráningargjald.
Flokkar eru eftirfarandi:
Pollaflokkur = frítt (Þeir byrja hálf 12 ef mæting verður)
Barnaflokkur = 1500kr
Unglingaflokkur = 1500kr
Ungmennaflokkur = 1500kr
Áhugamannaflokkur = 2000kr
Opin flokkur = 2000kr
Ungrhossaflokkur = 1500kr
Hlökkum til að sjá sem flesta laugardaginn 6 apríl næstkomandi

  • 1
Flettingar í dag: 155
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 244
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 2085130
Samtals gestir: 302892
Tölur uppfærðar: 7.4.2020 17:01:19