Firmakeppni - reglur

        Firmakeppni Smára


 Dæma skal fegurð í reið og heildarmynd parsins er riðið er á hægum hraða og frjálsum hraða . Tölt og brokk vega jafnt á hægum hraða og skeið bætist við á frjálsum hraða .

Keppt er í pollaflokki 9 ara og yngri, barnaflokki 10 - 13 ara, unglingaflokki 14 -17, ungmennaflokki 18-21 , kvennaflokki, karlaflokki og heldrimannaflokki 50 ára og eldri .
Miðað er við fæðingarár.

Mótstjórn er heimilt að fella niður flokk ef ekki fæst næg þátttaka.


Riðið skal allt að þremur hringjum á hægri ferð og tveir hringir frjáls ferð. Keppni skal hafin uppá vinstri hönd og er það í höndum stjórnanda að láta keppendur snúa við og bæta við ferðum óski dómarar þess. Fet skal riðið milli atriða.

Hesturinn þarf að vera í eigu félagsmanns til að komast á verðlaunapall. Ef næg þátttaka er skulu tíu hestar riða úrslit og verðlaunaðir þrír efstu . Í pollaflokki og barnaflokki skulu allir fá viðurkenningar .

Hjálmaskylda er í öllum flokkum .

Flettingar í dag: 131
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 244
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 2085106
Samtals gestir: 302892
Tölur uppfærðar: 7.4.2020 15:56:57