Reglur vetrarmóta

Reglur vetrarmóta

Leikreglur fyrir dómara.

Raða skal keppendum niður í sæti, dæma skal fegurð í reið, heildarmynd parsins er riðið er á hægum hraða og svo frjálsum hraða. Riðið skal tölt eða brokk .

Leikreglur fyrir stjórnanda.

Stjórnandi mótsins  er tengiliður milli dómara og keppenda.

Keppt er í  barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, unghrossaflokki og fullorðinsflokki ( 1og 2 flokkur) .

Eigandi hests og knapi skulu vera í félaginu.

Mótanefnd Smára getur bætt við flokkum eða fellt niður flokk.

 

Svona skal riðið:

Tveir hringir hægur hraði uppá báðar hendur. Allt að tveir hringir frjáls hraði uppá báðar hendur. Fet milli atriða .

Ef dómarar eru ekki búnir að raða niður getur stjórnandi bætt við auka hring. Eftir átta hringi skal fækka keppendum niður í tíu, fer eftir fjölda . Þá eru riðnir einn til tveir hringir á hægum hraða uppá hvora hönd og einn til tveir á frjálsum hraða uppá hvora hönd.

Punktamótin eru þrjú og ræður samanlagður punktafjöldi úrslitum. Efsti hestur hlýtur 10 stig annar hestur 9 stig og svo framvegis.

Knapinn safnar stigum og getur því mætt með mismunandi hesta á hvert mót en samt safnað samanlögðum stigum.

Raða skal tíu efstu í hverjum flokk.

Verðlauna skal fimm efstu sætin í hverjum flokki á öllum mótum.

Verðlauna skal stigahæstu knapa í hverjum flokki að loknum þremur mótum.

Í barnaflokki skal ekki raða tveim síðustu krökkunum

Allir þátttakendur í pollaflokki  og þeir sem ekki ná verðlaunasæti í barnaflokki fái viðurkenningu fyrir þátttöku.

           

Hjálmaskylda er í öllum flokkum.

Flettingar í dag: 144
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 244
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 2085119
Samtals gestir: 302892
Tölur uppfærðar: 7.4.2020 16:28:26