Umgengnisreglur

Umgengnisreglur í hesthúsi.
 
Allar óskir um tímapantanir í húsinu, hvort sem um er að ræða reiðsalinn eða veitingasalinn, skulu berast Hólmfríði Ingólfsdóttur. holmfridur@skalholt.is, s. 856 1545
 
Verð aðgangskorta og leiga á húsinu er óbreytt frá fyrra ári.
 
Reiðhöllin er opin fyrir korthafa alla daga frá kl. 07:00 til kl. 24:00. Skipulögð dagskrá hússins gengur þó fyrir. Mælst er til þess að atvinnumenn í hestamennsku nýti húsið frekar fyrri hluta dags til kl. 15:00 en áhugamenn hafi tíma seinni part dags og fram á kvöld
 
Farið er fram á góða umgengni í húsinu og að knapar taki tillit hver til annars þegar fjölmennt er.
 
· Árskorthöfum er frjáls afnot af hesthúsi.
 
· Hreinsið þær stíur sem notaðar eru og skiljið við hjólbörur tómar, börur skulu
geymdar undir stiga.
 
· Skolið stíurnar ef þörf krefur.
 
· Ef korthafar óska að geyma hross yfir nótt, þá hafi þeir samband við
umsjónarmann.
 
· Sópið yfir ganga ef þörf krefur, áður en húsið er yfirgefið.
· Munið að slökkva ljós í hesthúsi og sal.
 
· Sé umgengni ábótavant þegar komið er að húsinu þá vinsamlegast gerið
umsjónarmanni viðvart.
 
· Skiljið við hesthúsið eins og þið viljið koma að því !
 
 
Flettingar í dag: 144
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 244
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 2085119
Samtals gestir: 302892
Tölur uppfærðar: 7.4.2020 16:28:26