Skilmálar með árskortum

Skilmálar með árskorti í reiðhöllinni á Flúðum.

                                                                               

 

1.   Einstaklingskort er eingöngu fyrir korthafa.

 

2.   Fjölskyldukort er eingöngu fyrir korthafa, maka hans og börn 18 ára og yngri.

 

3.   Korthafa er óheimilt að gefa öðrum upp númer sitt.

 

4.   Húsið er opið frá 08-23 alla daga svo fremi sem ekki er skipulögð dagskrá í húsinu, allir skulu vera farnir úr húsinu á miðnætti og slökkt öll ljós.

 

5.   Korthafi skal ávallt slá inn númer sitt þegar hann kemur í húsið þó svo að aðrir séu í húsinu.

 

6.   Korthafi skal fara eftir umgengnisreglum sem settar eru í húsinu.

 

7.   Misnotkun á þessum reglum getur leitt til ógildingar korts án endurgreiðslu.

 

8.   Með greiðslu á gjaldi fyrir árskort gengst korthafi undir reglur þessar.

 

9.   Stjórn reiðhallarinnar áskilur sér rétt til breytinga á reglum þessum og verður það þá auglýst sérstaklega.

 

 

 

 

                                                    Stjórn Reiðhallarinnar.

Flettingar í dag: 144
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 244
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 2085119
Samtals gestir: 302892
Tölur uppfærðar: 7.4.2020 16:28:26